Fleiri fréttir

Táningar taldir hafa myrt par á ferða­lagi í Kanada

Tveir kanadískir unglingar sem taldir eru vera á flótta eru nú grunaðir um að hafa myrt par á þrítugsaldri en lík þeirra fundust við afskekktan þjóðveg á mánudaginn í síðustu viku í Bresku Kólumbíu.

Hvalshræin á Löngufjörum verða ekki fjarlægð

Teymi á vegum Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnunar flaug í dag með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Löngufjörur þar sem 49 hvali rak á land. Tekin voru sýni úr hvölunum sem nú eru til rannsóknar, lengd hvalanna mæld og kyn þeirra metið. Að óbreyttu verða hvalirnir ekki fjarlægðir, samkvæmt sérfræðingi hjá Umhverfisstofnun.

Ballarin sögð skjóta upp kollinum á ólíklegustu stöðum: „Ég er forvitinn hvað hún ætlar að gera með WOW og eignirnar“

Það kemur ekki á óvart að Michele Ballarin, sem sögð er vera kaupandi af stórum hluta eigna úr þrotabúi WOW air, hyggist endurreisa félagið. Þetta segir blaðamaður hjá New York Times sem hefur skrifað um hana í bókum og blaðagreinum. Hún sé óvenjulegur persónuleiki og eigi það til að skjóta upp kolli á ólíklegustu stöðum.

Ósáttir við fyrirhugaða hjólabraut á friðsælu svæði

Miklar umræður hafa skapast um þessar framkvæmdir í Facebook-hópnum Vesturbærinn þar sem margir eru þeirrar skoðunar að verið sé að spilla friðsælu svæði, þar sem fólk fer til að slaka á og njóta útsýnisins, með þessum raski.

Telur ekki viðeigandi að tjá sig að svo stöddu

Forsætisnefnd hyggst taka málið fyrir í næstu viku en hefur gefið þingmönnunum sex, sem komu fyrir í upptökunni af samtali þeirra á Klaustur á síðasta ári, frest út vikuna til að bregðast við því.

Vilja að Íslendingar ættleiði filippseyska eiturlyfjafíkla

"Við, undirritaðir íbúar Filippseyja, kunnum að meta áhyggjur ykkar af mannréttindum eiturlyfjafíkla, eiturlyfjasala og eiturlyfjagengja á Filippseyjum. Samúð ykkar með þeim er lofsverð,“ svona hefst áskorun á hendur Íslendinga og íslenskra stjórnvalda frá íbúum Filippseyja á undirskriftalistasíðunni change.org.

UN Women fagnar niðurstöðu í máli gegn stríðsherra

Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women) fagnar niðurstöðu Alþjóða sakamáladómstólsins sem sakfelldi Bosco Ntaganda, stríðsherra í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.

Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó

Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans.

Jarðamál ekki enn þá rædd innan SÍS

Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að vafalaust verði jarðamál skoðuð þegar fulltrúar snúa til baka úr sumarfríum.

Fleiri mál kláruð þrátt fyrir manneklu

Ákærusvið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu afgreiddi að meðaltali fleiri mál í mánuði í fyrra en síðastliðin þrjú ár á undan (2015-2017). Þetta sýna tölur frá embættinu.

Allt að 20 stiga hiti í dag

Hæg norðaustlæg eða breytileg átt í dag og yfirleitt skýjað en léttskýjað norðvestantil á landinu og lítilsháttar væta um austanvert landið.

Bretar vilja að Evrópa verndi skip á Persaflóa vegna Írans

Utanríkisráðherra Breta vill evrópskt samstarf, án leiðsagnar Bandaríkjanna, um vernd skipa á Persaflóa vegna aðgerða Íransstjórnar. Íranar kyrrsettu breskt skip fyrir helgi. Segjast hafa handsamað sautján njósnara frá bandarísku leyniþjónustunni en Bandaríkjaforseti segir það ósatt.

Sjá næstu 50 fréttir