Brýnt að auka fjárheimildir sýslumanna til að sporna við ástandinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. júlí 2019 18:45 Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir brýnt að ákveðið verði hvort embættið fái auknar fjárheimildir til þess að afgreiðsla mála tefjist ekki og vill ráða fleira fólk. Ástandið sé hvað verst á fjölskyldusviði og er sex vikna bið eftir viðtali vegna skilnaðar- og sambúðarslita. Álag á fjölskyldusviði Sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er það mikið að fólk bíður svo mánuðum skiptir, og jafnvel upp í ár eftir úrlausn sinna mála. Lögfræðingur í persónurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina, kerfið halda fólki í gíslingu. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna 2015 hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins en í skriflegu svari til fréttastofu segir hún meðal annars að brugðist hafi verið við þessari stöðu með aðgerðum strax í sumar. Starfsmönnum annarra embætta hafi verið falið að aðstoða Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu tímabundið við úrlausn einstakra málategunda á fjölskyldusviði.Þórólfur Halldórsson, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinuVísir/BaldurVandinn hefur blasað við frá upphafi „Hefur sú aðstoð skilað sér? Það er auðvitað þannig að þessi málaflokkur sérstaklega hann er kannski vandmeðfarinn hvað þetta varðar heldur en ýmislegt annað. En við erum fyrst og fremst að reyna að valda þessu sjálf og vinna úr þeirri stöðu sem við búum við. það er alveg ljóst að til þess að vel væri þá þurfum við að fá aukið fjármagn til þess að ráða fólk,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í svari ráðherra til fréttastofu að ráðuneytið hafi átt í samtali við embættið, fjölskyldusvið og fagráð um sifjamál með það að markmiði að ná fram nauðsynlegri hagræðingu svo skapa megi ásættanlegan rekstrargrundvöll miðað við óbreytta starfsemi án þess að þjónustan líði fyrir. Líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem gefin var út í vor sýnir, hafa sýslumannsembættin á landinu hafa öll glímt við mikla fjárhagserfiðleika frá sameiningu. Á Austurlandi þurfti embættið að segja upp öllum starfsmönnum og ráða þá aftur í lægra starfshlutfalli til þess að halda sér innan fjárheimilda.Aðsetur Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmBrýnt að auka fjárheimildir svo hægt sé að ráða fólk „Það er bara mjög brýnt og það hefur í raun og veru verið ljóst frá upphafi þessa embættis að fjárheimildir væru ekki nægar til þess að sinna þjónustunni eins og við vildum geta gert og segja að lög krefjist,“ segir Þórólfur. Í svari ráðherra til fréttastofu kemur fram að í gangi samvinna dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og sýslumannaráðs um heildstæða greiningu á rekstri og stöðu allra sýslumannsembætta landsins. Áætlað er að henni ljúki á haustmánuðum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmSvar dómsmálaráðherra við fyrirspurn fréttastofu í heild sinni „Dómsmálaráðherra hefur unnið með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið til að ná tökum á þeirri stöðu sem er uppi á fjölskyldusviði embættisins, þ.e. að ekki náist að afgreiða þau erindi sem þangað berast innan ásættanlegra tímamarka. Ég brást við þessari stöðu með aðgerðum strax í sumar, þ.e. að fela starfsmönnum annarra embætta að aðstoða Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu tímabundið við úrlausn einstakra málategunda á fjölskyldusviði. Þetta leiðir til dreifingar álags milli embættanna og kemur í veg fyrir enn frekari drátt á málsmeðferð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna sumarleyfa. Á síðasta ári var gripið til svipaðra aðgerða vegna stöðu á afgreiðslu þinglýsingamála hjá embættinu á höfuðborgarsvæðinu sem skiluðu góðum árangri. Sýslumannsembættin hafa vissulega glímt við ákveðna veikleika í rekstri frá árinu 2015 sem hafa leitt til hallareksturs sem ekki hefur tekist að mæta almennilega með þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í til þessa, t.d. í árslok 2016 þegar verulegur hluti hallans var felldur niður. Dómsmálaráðuneytið hefur því einnig átt í samtali við embættið, fjölskyldusvið og fagráð um sifjamál með það að markmiði að ná fram nauðsynlegri hagræðingu svo skapa megi ásættanlegan rekstrargrundvöll miðað við óbreytta starfsemi án þess að þjónustan líði fyrir. Verið er að leita leiða til að tryggja að sinna megi lögmæltum verkefnum innan eðlilegra tímamarka og um leið bæta þjónustu og afköst embættisins. Þá er í gangi samvinna dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og sýslumannaráðs um heildstæða greiningu á rekstri og stöðu allra sýslumannsembætta landsins, rafrænar lausnir og fleira. Áætlað er að henni ljúki á haustmánuðum. Sú greiningarvinna er grundvöllur framtíðarskipulags sýslumannsembættanna sem eins og áður sagði hafa staðið höllum fæti frá árinu 2015 og brýnt er að ráða bót á sem fyrst.“ Fjölskyldumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumenn berjast í bökkum um allt land Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. 2. apríl 2019 06:00 Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Helga Vala hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu og áhrifum tafa á börn. 30. apríl 2019 12:15 Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. 20. júlí 2019 21:00 Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu. 4. maí 2019 23:33 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir brýnt að ákveðið verði hvort embættið fái auknar fjárheimildir til þess að afgreiðsla mála tefjist ekki og vill ráða fleira fólk. Ástandið sé hvað verst á fjölskyldusviði og er sex vikna bið eftir viðtali vegna skilnaðar- og sambúðarslita. Álag á fjölskyldusviði Sýslumannsembættisins á höfuðborgarsvæðinu er það mikið að fólk bíður svo mánuðum skiptir, og jafnvel upp í ár eftir úrlausn sinna mála. Lögfræðingur í persónurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina, kerfið halda fólki í gíslingu. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna 2015 hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins en í skriflegu svari til fréttastofu segir hún meðal annars að brugðist hafi verið við þessari stöðu með aðgerðum strax í sumar. Starfsmönnum annarra embætta hafi verið falið að aðstoða Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu tímabundið við úrlausn einstakra málategunda á fjölskyldusviði.Þórólfur Halldórsson, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinuVísir/BaldurVandinn hefur blasað við frá upphafi „Hefur sú aðstoð skilað sér? Það er auðvitað þannig að þessi málaflokkur sérstaklega hann er kannski vandmeðfarinn hvað þetta varðar heldur en ýmislegt annað. En við erum fyrst og fremst að reyna að valda þessu sjálf og vinna úr þeirri stöðu sem við búum við. það er alveg ljóst að til þess að vel væri þá þurfum við að fá aukið fjármagn til þess að ráða fólk,“ segir Þórólfur Halldórsson, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í svari ráðherra til fréttastofu að ráðuneytið hafi átt í samtali við embættið, fjölskyldusvið og fagráð um sifjamál með það að markmiði að ná fram nauðsynlegri hagræðingu svo skapa megi ásættanlegan rekstrargrundvöll miðað við óbreytta starfsemi án þess að þjónustan líði fyrir. Líkt og skýrsla Ríkisendurskoðunar, sem gefin var út í vor sýnir, hafa sýslumannsembættin á landinu hafa öll glímt við mikla fjárhagserfiðleika frá sameiningu. Á Austurlandi þurfti embættið að segja upp öllum starfsmönnum og ráða þá aftur í lægra starfshlutfalli til þess að halda sér innan fjárheimilda.Aðsetur Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/VilhelmBrýnt að auka fjárheimildir svo hægt sé að ráða fólk „Það er bara mjög brýnt og það hefur í raun og veru verið ljóst frá upphafi þessa embættis að fjárheimildir væru ekki nægar til þess að sinna þjónustunni eins og við vildum geta gert og segja að lög krefjist,“ segir Þórólfur. Í svari ráðherra til fréttastofu kemur fram að í gangi samvinna dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og sýslumannaráðs um heildstæða greiningu á rekstri og stöðu allra sýslumannsembætta landsins. Áætlað er að henni ljúki á haustmánuðum.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra.Vísir/VilhelmSvar dómsmálaráðherra við fyrirspurn fréttastofu í heild sinni „Dómsmálaráðherra hefur unnið með sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu undanfarið til að ná tökum á þeirri stöðu sem er uppi á fjölskyldusviði embættisins, þ.e. að ekki náist að afgreiða þau erindi sem þangað berast innan ásættanlegra tímamarka. Ég brást við þessari stöðu með aðgerðum strax í sumar, þ.e. að fela starfsmönnum annarra embætta að aðstoða Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu tímabundið við úrlausn einstakra málategunda á fjölskyldusviði. Þetta leiðir til dreifingar álags milli embættanna og kemur í veg fyrir enn frekari drátt á málsmeðferð hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu vegna sumarleyfa. Á síðasta ári var gripið til svipaðra aðgerða vegna stöðu á afgreiðslu þinglýsingamála hjá embættinu á höfuðborgarsvæðinu sem skiluðu góðum árangri. Sýslumannsembættin hafa vissulega glímt við ákveðna veikleika í rekstri frá árinu 2015 sem hafa leitt til hallareksturs sem ekki hefur tekist að mæta almennilega með þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í til þessa, t.d. í árslok 2016 þegar verulegur hluti hallans var felldur niður. Dómsmálaráðuneytið hefur því einnig átt í samtali við embættið, fjölskyldusvið og fagráð um sifjamál með það að markmiði að ná fram nauðsynlegri hagræðingu svo skapa megi ásættanlegan rekstrargrundvöll miðað við óbreytta starfsemi án þess að þjónustan líði fyrir. Verið er að leita leiða til að tryggja að sinna megi lögmæltum verkefnum innan eðlilegra tímamarka og um leið bæta þjónustu og afköst embættisins. Þá er í gangi samvinna dómsmálaráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis og sýslumannaráðs um heildstæða greiningu á rekstri og stöðu allra sýslumannsembætta landsins, rafrænar lausnir og fleira. Áætlað er að henni ljúki á haustmánuðum. Sú greiningarvinna er grundvöllur framtíðarskipulags sýslumannsembættanna sem eins og áður sagði hafa staðið höllum fæti frá árinu 2015 og brýnt er að ráða bót á sem fyrst.“
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sýslumenn berjast í bökkum um allt land Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. 2. apríl 2019 06:00 Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Helga Vala hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu og áhrifum tafa á börn. 30. apríl 2019 12:15 Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. 20. júlí 2019 21:00 Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu. 4. maí 2019 23:33 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Sjá meira
Sýslumenn berjast í bökkum um allt land Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. 2. apríl 2019 06:00
Ráðast verði í átak til að sporna gegn „ófremdarástandi“ á sifjadeildinni Helga Vala hefur áhyggjur af stöðu sifjadeildar hjá Sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu og áhrifum tafa á börn. 30. apríl 2019 12:15
Segir sýslumannsembættið halda fólki í gíslingu Kerfið heldur fólki í gíslingu með langri bið við afgreiðslu mála á fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, að mati lögmanns sem sérhæfir sig í persónurétti. Ástandið sé grafalvarlegt og sameining sýslumannaembættanna hafi eingöngu haft neikvæð áhrif. 20. júlí 2019 21:00
Minnkuðu hlutfall allra starfsmanna Sýslumannsins á Austurlandi Sýslumaðurinn á Austurlandi hefur minnkað starfshlutfall allra starfsmanna embættisins til þess að halda rekstri innan fjárheimilda. Staðgengill sýslumanns segir að niðurskurðurinn muni hafa áhrif á afgreiðslu mála hjá embættinu. 4. maí 2019 23:33