Fleiri fréttir

Mikilvægt að fylgjast vel með breytingum í Múlakvísl

Litlar breytingar hafa átt sér stað í Múlakvísl, en almannavarnardeild ríkislögreglustjóra varaði við hlaupi í vikunni. Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir að þó sé enn hætta á hlaupi og mikilvægt að fylgjast vel með ef til breytinga kemur.

Sjáðu þegar ný þyrla gæslunnar lenti í Reykjavík

Landhelgisgæslan tekur brátt í notkun aðra Airbus H225 þyrlu en nýja þyrlan, sem hlotið hefur nafnið TF-GRO lenti í fyrsta skipti á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi. Hin þyrlan af sömu gerð er TF-EIR sem kom til landsins í mars og fór í sitt fyrsta útkall fyrir tæpum mánuði.

Súld fyrir norðan en þurrt sunnan heiða

Aftur verður fínasta veður á stærsta hluta landsins en líkt og í gær verður þurrt og bjart sunnan heiða með hita að 20 stigum þegar best lætur en jafnvel rétt rúmlega það.

Kosið í Grikklandi í sjötta sinn frá hruni

Þingkosningar fara fram í Grikklandi í dag en sitjandi forsætisráðherra, Alexis Tsipras úr Syriza flokknum boðaði til kosninga eftir að flokkur hans laut í lægra haldi í evrópuþingkosningunum í maí.

Ástralskur stúdent sakaður um njósnir sleppt úr haldi í Norður-Kóreu

Alex Sigley stundaði nám við háskóla í Pyongyang og starfaði sem leiðsögumaður þegar fjölskylda hans og vinir hættu að geta náð í hann á samfélagsmiðlum. Sigley deildi oft frásögnum af lífi sínu í Norður-Kóreu á samfélagsmiðlum og á heimasíðu ferðaskrifstofu sinnar.

Íbúar í Árborg verða 10 þúsund um áramótin

Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg fjölgar hratt og stefnir í að fjöldi íbúa verði komin upp í tíu þúsund manns um næstu áramót. Það sem af er ári hefur íbúum fjölgað að meðaltali um fimm prósent í hverjum mánuði.

Nautahlaupshátíðin hefst í Pamplóna

Hin árlega nautahlaupahátíð, San Fermín, í Pamplona hófst í gær með hinni árlegu flugeldum sem marka upphaf níu daga veislu sem nær hámarki með nautahlaupinu sjálfu.

Draga ekki stefnuna á hendur Eldum rétt til baka að svo stöddu

Forsvarsmenn og lögmenn Eflingar og Eldum rétt funduð í gær í leit að sáttum en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hafnað sáttartilboði samkvæmt yfirlýsingu frá Eflingu. Framkvæmdastjóri Eldum rétt segir yfirlýsinguna ekki í takt við raunveruleikann.

Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis

Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu

Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum

Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi.

Heimsmet í fjölda kvenna í lögreglunni

Á lögreglustöðinni á Vínlandsleið starfa fleiri konur en karlar og er það líklega eini staðurinn í heiminum þar sem hlutfall kvenna er hærra en karla í lögreglunni. Endurnýjun starfsfólks og aukin aðsókn kvenna sögð ástæðan.

Margir teknir í óleyfi í utanlandsferðum

Mjög algengt er að Vinnumálastofnun grípi fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur í utanlandsferðum í leyfisleysi. Ýmis úrræði til eftirlits. Margir atvinnuleysisbótaþegar vita ekki að tilkynna þurfi utanlandsferð til stofnunarinnar.

Útlit fyrir sól og allt að 22 stiga hita

Hæð vestur af landinu mun ráða mestu um veðrið í dag, laugardag einnar stærstu ferðahelgar ársins. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Skógarbændur segja geitur vera skaðræðisskepnur

"Örfáir landeigendur á Héraði hafa verið að fá sér geitur og hafa undirritaðir átt í vök að verjast undan ágangi þeirra,“ segir í bréfi tveggja skógarbænda til Fljótsdalshrepps.

Samkomulag í Súdan

Herforingjastjórnin sem hefur verið við völd í Súdan frá því Omar al-Bashir var steypt af stóli í apríl síðastliðnum komst í gær að samkomulagi við stjórnarandstöðuna í landinu um að fylkingarnar tvær muni deila völdum.

Erfið reynsla býr til samstöðu

Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með veglegum hátíðahöldum. Íris Róbertsdóttir er fyrst kvenna til að gegna stöðu bæjarstjóra í bænum. Hún er fædd í Eyjum og var rúmlega ársgömul í gosinu.

Hóta kyrrsetningu á bresku skipi á móti

Stjórnvöld í Íran foxill vegna kyrrsetningar olíuflutningaskips við Gíbraltar. Ráðgjafi æðstaklerks hótar kyrrsetningu bresks skips á móti. Segja að aðgerðin hafi verið sjórán.

Sjá næstu 50 fréttir