Fleiri fréttir

Rætt um að Rauði krossinn haldi áfram rekstri sjúkrabíla

Þolinmæði rekstraraðila sjúkrabíla á landinu er áþrotum vegna ástands þeirra sem sagt er vera mjög slæmt. Engin endurnýjun hefur átt sér staðí rúma fjörutíu mánuði. Viðræður á milli heilbrigðisyfirvalda og Rauða krossins áÍslandi um reksturinn eru aftur komnar af stað.

Kannabisúrgangur fannst við Vífilsstaðarhlíð

Mikið magn sorps fannst við Vífilsstaðarhlíð nálægt Heiðmörk í gær en vegfarandi rambaði á úrganginn. Lögreglan telur sorpið vera úrgang undan kannabisræktun og staðfesti Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá höfuðborgarsvæðinu það.

Bjarni svarar gagnrýni Ágústs Ólafs

Framlög til málefnasviðsins örorka og málefni fatlaðs fólks hafa vaxið úr 45,7 milljörðum á ári upp í 69 milljarða í ár en samkvæmt áformum stefnir upphæðin að 77 milljörðum árið 2024. Þetta kemur fram í stuttum pistli fjármálaráðherra.

Segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins

Heiðveig María Einarsdóttir, sem fékk höfnun á framboði sínu til stjórnar Sjómannafélags Íslands, segir höfnunina ekki eiga sér stoð í lögum félagsins. Hún segir hana byggða á huglægu mati kjörstjórnar sem mun funda um málið á þriðjudaginn.

Ekki vitað hvernig íslensk yfirvöld komu að rannsókn á Assange

Ráðmenn íslenskra stjórnvalda segjast ekki hafa verið upplýstir um komu embættismanna bandaríska dómsmálaráðuneytisins og bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, hingað til lands í síðustu viku þar sem þeir ræddu við Sigurð Inga Þórðarson og fengu hann til skýrslutöku vegna vitneskju sinnar um samtökin.

Í áfalli vegna fjármálaáætlunar

Þingmaður Samfylkingarinnar segir breytingartillögur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, vegna breyttra aðstæðna í hagkerfinu og koma á óvart. Hann segir grunn hagstjórnar á Íslandi afskapleg veikan.

Óvíst hvort afsögn May breyti nokkru

Theresa May steig til hliðar sem leiðtogi breska Íhaldsflokksins í gær og mun sömuleiðis yfirgefa forsætisráðuneytið þegar nýr leiðtogi er valinn. Brexit varð henni að falli og afar erfitt verkefni bíður næsta leiðtoga.

Stríðið loksins háð fyrir opnum tjöldum

Ágreiningur milli ríkislögreglustjóra og lögregluembætta landsins hefur birst almenningi í fjölmiðlum í vikunni. Ríkislögreglustjóri hefur ráðið almannatengil hjá KOM sér til aðstoðar. Mikið mæðir á ráðuneytinu sem hefur eineltis

Breyta þurfi kennarastarfinu

Sérfræðingur í menntamálum á vegum OECD er staddur hér á landi til að ræða stöðu Íslands. Hann segir mikilvægt að breyta starfi kennarans og auka væntingar til nemenda.

Landsmenn hvattir til að fara í bústaðinn

Veðurfræðingur mælir með sumarbústaðarferðum um helgina, en allt stefnir í heiðskírt veður og logn víðast hvar á landinu. Hitinn nær hámarki á fimmtudag, gangi spár eftir. Hitamet gæti fallið.

Umhverfisráðherra Breta viðurkennir kókaínneyslu sína

Breski stjórnmálamaðurinn Michael Gove, sem gengt hefur stöðu umhverfisráðherra Bretlands, og er einn þeirra sem sækjast eftir stöðu leiðtoga Íhaldsflokksins eftir að Theresa May steig til hliðar, hefur viðurkennt að hafa neytt kókaíns á árum áður.

Lögreglumaður í Minnesota fangelsaður fyrir morð á vakt

Lögreglumaðurinn fyrrverandi, Mohamed Noor, sem starfaði í Minneapolis í Minnesota var í dag dæmdur til tólf og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa orðið hinni fertugu Justine Damond að bana í júlí árið 2017.

Tryggingasvik vaxandi vandi hér á landi

Tryggingasvik eru vaxandi vandi hér á landi en þau eru tíu prósent af útgreiddum tryggingabótum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja. Um sé að ræða svik sem erfitt hefur verið að koma auga á og uppræta en nú verði sett af stað átak í þeim málum.

Wikileaks rannsókn fór ekki á borð dómsmálaráðherra

Ritstjóri Wikileaks segist hafa heimildir um að íslenskar stofnanir hafi aðstoðað leyniþjónustu og dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna við rannsókn á Julian Assange hér á landi með því að hafa uppi á vitni og veita því réttaraðstoð. Dómsmálaráðherra hafði ekki vitneskju um málið. Sakamál sem þessi rati almennt ekki á borð ráðherra. Hún segir að samkvæmt lögum þurfi að veita réttaraðstoð í alþjóðlegum málum.

Sjá næstu 50 fréttir