Fleiri fréttir

Stormur í Frakklandi banar þremur björgunarmönnum

Stormurinn Miguel hefur náð til vesturstrandar Frakklands þar sem björgunarbátur hvolfdi í Atlantshafinu út undan vesturströnd landsins. Þrír áhafnarmeðlimir létust en vindurinn náði 36 m/s.

„Okkur finnst þetta dálítið óábyrg bókun“

Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, gagnrýnir bókun Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, varðandi fjölda ábendinga sem borist hafa Strætó síðastliðin þrjú ár.

R Kelly segist saklaus

Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist.

Líf og fjör um allt land yfir helgina

Mikil ferðahelgi er framundan, enda hvítasunnuhelgi og margir landsmenn í fríi fram á mánudag. Tvær bæjarhátíðir munu fara fram um helgina en það eru Kótelettan á Selfossi og Skjaldborg Folk Festival á Patreksfirði.

ASÍ áréttar að lægsta verðið sé oftast í Bónus

ASÍ hefur sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Fréttablaðsins í dag, sem einnig birtist á Vísi, þar sem fjallað var um gagnrýni framkvæmdastjóra Bónuss á framkvæmd verðlagskönnunar verðlagseftirlits ASÍ.

Macron reyndi að höfða til Donalds Trump við minningarathöfn

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi um ágæti alþjóðasamstarfs í ræðu sinni við minningarathöfn í Colleville-sur-Mer í gær og reyndi þannig, samkvæmt The Guardian, að höfða til Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem einnig var viðstaddur athöfnina.

Níu mánuðir án svara

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn þingmanns Sjálfstæðisflokksins um kaup RÚV á dagskrárefni. Samtök iðnaðarins hafa heldur engin svör fengið.

Hitinn gæti náð 18 stigum

Veðurstofan spáir því að hiti geti farið allt upp í 16 stig á Suðurlandi í dag en kaldara verður fyrir norðan og austan.

Afríkusambandið frysti aðild Súdans vegna aðgerða hersins

Aðild Súdans að Afríkusambandinu hefur verið fryst eftir að tugir mótmælenda féllu í árásum súdanska hersins. Illa hefur gengið að leysa deiluna en forsætisráðherra Eþíópíu kemur til landsins í dag til að reyna að miðla málum.

Bónus telur vísvitandi klekkt á fyrirtækinu

Krónan er ódýrasta matvöruverslunin á Íslandi samkvæmt nýjustu matarkörfu verðlagseftirlits ASÍ. Bónus er þriðja ódýrasta verslunin og er Fjarðarkaup næstódýrust, en aðeins nokkrum krónum munar á þeim og Bónus.

Alelda bíll austan við Vík í Mýrdal

Ökumaður og farþegi sem voru á ferð í bíl á þjóðvegi 1 austan við Vík í nótt sluppu ómeiddir þegar eldur kom upp í bílnum skömmu fyrir klukkan þrjú í nótt.

Úttekt gerð á stjórnsýslu vegna WOW

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis ákvað í gær að óska eftir skýrslu frá ríkisendurskoðanda um aðkomu Samgöngustofu og Isavia ohf. að starfsemi og rekstri WOW air í aðdraganda og í kjölfar gjaldþrots félagsins.

Telur formann skipulagsráðs brjóta lög vegna viðbyggingar

Fulltrúi í skipulags- og byggingarráði Hafnarfjarðar segir formann og fulltrúa ráðsins brjóta lög til að ná sínu fram. Sagðir samþykkja viðbyggingu húss á óskiljanlegum forsendum. Formaðurinn vísar gagnrýninni á bug.

Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan.

Sjá næstu 50 fréttir