Fleiri fréttir

Ný akleið opnast milli Mývatns og Húsavíkur

Landsvirkjun er að hefja lagningu heilsársvegar sem tengja mun Þeistareyki og Mývatnssveit. Þetta verður ein stærsta vegagerð ársins og mun opna áhugaverða hringleið fyrir ferðamenn.

Forseti NRA segir sér bolað burt

Fyrrverandi undirofurstinn Oliver North segist neyddur til að draga framboð sitt til áframhaldandi forsetastarfa fyrir bandarísku skotvopnasamtökin, NRA, til baka.

Einn látinn eftir skotárás í Kaliforníu

Karlmaður er í haldi lögreglu eftir að tilkynningar bárust um skothvelli skammt frá sýnagógu, bænahúsi gyðinga, í borginni Poway, skammt frá San Diego í Kaliforníu.

Kom að innpökkuðum hundi sínum eftir Íslandsferðina

Kona frá Dublin hefur hafið herferð fyrir því að hundahóteli sem hún kom hundi sínum fyrir á á meðan hún skrapp í stutta ferð til Íslands verði lokað. Þegar hún sneri aftur frá Íslandi hafði hundur hennar drepist í umsjá hundahótelsins og búið var að pakka hræinu inn í límband.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um morðið í Mehamn í Finnmörk í Norður-Noregi þar sem íslenskur maður lést eftir skotsár snemma í morgun.

Fulltrúi ungu kynslóðarinnar

Rýnt í feril Petes Buttigieg, mannsins með sérstaka nafnið sem er óvænt orðinn einn af sigurstranglegri frambjóðendunum í forkosningum Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2020. Áhersla á persónutöfra.

„Allt þetta er leikrit“

Sólveig Anna Jónsdóttir segir frá lífi sínu og átökunum í nýafstaðinni kjarabaráttu. "Ég hef unun af því þegar stéttaátökin er afhjúpuð,“ segir hún um harða gagnrýni á störf sín.

Zuckerberg óttast alræðisríki

Forstjóri Facebook óttast kröfur um að persónuleg gögn verði vistuð í gagnaverum í hverju landi fyrir sig. Vill ekki að alræðisríki geti stolið upplýsingum um þegna sína. Ætlar að hundsa allar slíkar kröfur.

Skoða þurfi áhrif á Finnafjörð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, segir mikilvægt að skoða vel alla þætti er snúa að umhverfi og náttúru í tengslum við hugmyndir um uppbyggingu hafnar í Finnafirði.

Hyggst ekki segja af sér

Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur ekki í huga að segja af sér. Ítarlega hefur verið fjallað um það undanfarna daga að srílanska leyniþjónustan fékk upplýsingar um að hryðjuverkaárásir gætu verið yfirvofandi.

Annar manndrápsstormur skellur á Mósambík

Að minnsta kosti einn er látinn eftir að hitabeltislægðin Kenneth gekk á land í Mósambík á fimmtudag. Frá þessu greindu stjórnvöld í Afríkuríkinu í gær.

Trump hvetur fólk til bólusetninga

Forseti Bandaríkjanna hafði áður sagt MMR-bóluefnið tengt einhverfu. Hugmyndin um að bóluefni gegn mislingum geti valdið einhverfu er afar lífseig en alröng. Mislingatilfelli í Bandaríkjunum ekki verið fleiri á þessari öld. Hlutfall bólusettra lækkar.

Ellefu listeríusýkingar á tveimur árum

Fimm hafa látist af völdum listeríusýkinga á síðustu tveimur árum, þar á meðal nýfætt barn. Sóttvarnalæknir segir sýkingar alvarlegar fyrir þá sem eru með veikt ónæmiskerfi. Matvælastofnun segir mikilvægt að bregðast hratt við þegar bakterían greinist í mat.

Ísland líklega dýrast fyrir ferðamenn

Ísland er um þessar mundir dýrasta land Evrópu og að öllum líkindum einn dýrasti áfangastaður heims fyrir ferðamenn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka.

Flótti meðal leikskólakennara breytir leikskólum í gæsluvelli

Leikskólakennurum hefur fækkað um 89 í Reykjavík á síðustu fjórum árum. Formaður Félags leikskólakennara segir að gera þurfi laun og starfsumhverfi sambærileg því sem gerist hjá öðrum sérfræðingum. Borgarfulltrúi segir leikskóla breytast í gæsluvelli ef Reykjavíkurborg bregst ekki við þessari þróun.

Telur sig ekki hafa farið illa með Anitu Hill

Joe Biden fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi segist ekki hafa farið illa með Anitu Hill, lögfræðinginn sem sakaði Clarence Thomas, þáverandi Hæstaréttardómaraefni, um kynferðislega áreitni árið 1991.

Bæta þarf úrræði fyrir konur sem koma úr fangelsum

Fá úrræði eru í boði fyrir konur með fjölþættan vanda og að aflokinni fangelsisvist. Talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, og yfirlæknir á Vogi eru sammála um að gera þurfi úrbætur í málum kvenna í þessari stöðu.

Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu

RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingafjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu.

Spáir stöðugleika framundan á Spáni

Kosningar fara fram á Spáni á sunnudag. Prófessor í stjórnmálafræði telur að loksins komist stöðugleiki á eftir mörg ár af efnahagslegum og stjórnmálalegum óstöðugleika.

Engin ummerki um leka til RÚV í tölvupóstum Más

Ekkert í tölvupósthólfum Más Guðmundssonar Seðlabankastjóra, fyrrverandi aðstoðarbankastjóra eða gögnum í skjalakerfi bankans bendir til þess að bankinn hafi veitt Ríkisútvarpinu trúnaðarupplýsingar um fyrirhugaða húsleit hjá Samherja í mars árið 2012.

Sjá næstu 50 fréttir