Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:15 RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson. Bensín og olía Orkumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson.
Bensín og olía Orkumál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira