Díselolía víkur fyrir rafmagni á hálendinu Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2019 20:15 RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson. Bensín og olía Orkumál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
RARIK mun leggja raflínu og ljósleiðara frá Bláfellshálsi upp í Kerlingarfjöll og Hveravelli í sumar sem mun gerbreyta aðstæðum ferðaþjónustu- og fjarskiptaþjónustufyrirtækja á hálendinu. Verkefnið varð mögulegt vegna hundrað milljón króna framlags frá stjórnvöldum en forsætisráðherra segir það vera í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. Samanlagt verða strengirnir frá Bláfellshálsi upp á Hveravelli og í Kerlingarfjöll 67 kílómetra langir. Verkefnið kostar um 300 milljónir króna en kostnaður dreifist sveitarfélög á svæðinu og fjármagnast einnig af tengigjöldum og áætlaðri notkun aðila á svæðinu. En það var ákvörðun stjórnvalda um að styrkja verkefnið um 100 milljónir króna sem gerði gæfumuninn að sögn hagsmunaaðila.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir þessar framkvæmdir í anda stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum. „Ástæða þess að við tökum þetta út fyrir sviga er að þetta rímar sömuleiðis við stefnu okkar um að byggja hér upp sjálfbæra ferðaþjónustu. Hingað er fólk að koma til að sjá ósnortna náttúru,“ segir forsætisráðherra. Áætlanir eru síðan uppi um að koma upp hleðslustöðvum fyrir rafknúin farartæki við veginn upp í Hveravelli og Kerlingafjöll. „Ég velti því hér upp áðan hvort það muni ekki gerbreyta upplifun okkar af því að ferðast um hálendið ef við getum gert það með til dæmis algerlega hljóðlausum hætti. Án þess að spúa frá okkur mengandi efnum á meðan,“ segir Katrín. Tryggvi Þór Haraldsson forstjóri RARIK segir mikilvægt að með þessu sé verið að spara keyrslu á díselvélum. Það gerbreyti aðstöðu í ferðamannaskálum á svæðinu sem og í tengivirkjum fjarskiptafyrirtækja sem í dag eru kynnt og lýst með olíu. „Það er hægt að halda þeim heitum eða frostfríum allt árið. Það skiptir auðvitað miklu máli. Það er dýrt að reka díselvélar og það er mjög erfitt að láta þær ganga allt árið. Það hafa fjarskiptafyrirtækin þurft að gera,“ segir Tryggvi. Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar segir þetta auka öryggi viðbragðsaðila og ferðamanna. Þetta sé einnig framlag til þeirra orkuskipta sem séu fram undan. Þetta lengi líka ferðamannatímabilið. „Hægt að hugsa sér meiri vetrarferðaþjónustu og þessháttar. Það er hægt að byggja þarna upp fleiri skála, stækka og breyta og auka þjónustustigið. Sem er mjög mikið kallað eftir,“ segir Helgi Kjartansson.
Bensín og olía Orkumál Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira