Fleiri fréttir

Rauði krossinn: Neyðarsöfnun vegna ofsaflóða í sunnanverðri Afríku enn í gangi

Alvarlegt ástand ríkir enn í sunnanverði Afríku eftir að fellibylurinn Idai skall á svæðið fyrir rúmum fjórum vikum. Flóðin sem fylgdu fellibylnum ollu gríðarlegum skaða í Mósambík, Malaví og Simbabwe en af þessum þremur ríkjum er ástandið hvað verst í Mósambik og þar breiðist smitsjúkdómurinn kólera hratt út.

Þrenn jarðgöng grafin samtímis í Færeyjum

Færeyingar eru að hefjast handa við enn ein jarðgöngin, Hvalbiargöngin. Þessi jarðgangagerð bætist við tvær aðrar risaframkvæmdir; gerð tveggja neðansjávarganga.

Yfirlýsing meirihluta sögð ljót og taktlaus

Mannréttinda- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar varar við mýtum og fordómum í garð geðfatlaðra í yfirlýsingu vegna undirskriftasöfnunar íbúa í Seljahverfi. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir viðbrögðin taktlaus.

Nokkur fjöldi bíður enn

Allar áætlanir til og frá Keflavíkurflugvelli stóðust í gær. Rúmlega 3.600 farþegar Icelandair sátu fastir vegna veðurs á föstudaginn og fram á seinnipartinn á laugardaginn.

Snúin staða eftir tvísýnar þingkosningar í Finnlandi

Stjórnarmyndun gæti reynst erfið eftir þingkosningar í Finnlandi sem fram fóru í gær. Miðflokkur forsætisráðherrans Juha Sipilä tapaði miklu fylgi en Jafnaðarmenn og Finnaflokkurinn berjast um að verða stærsti flokkurinn á þinginu.

Vann skemmdarverk á lögreglustöðinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í annarlegu ástandi á tólfta tímanum í gærkvöldi í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu.

Aðeins fjórir mótmæltu hvalveiðum

Aðeins hafa verið haldin ein mótmæli við íslenskt sendiráð í kjölfar ákvörðunar Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra um að leyfa áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til ársins 2023.

Fiskistofu skortir heimildir til að þvinga fram gögn frá Hval

Fiskistofa hefur ekki fengið allt að fimm ára gamlar dagbækur skipstjóra hvalveiðiskipa Hvals hf. vegna veiða á rúmlega 400 stórhvelum. Fiskistofustjóri segist ekki geta beitt fyrirtækið þvingunarúrræðum vegna skorts á lagaheimildum.

Ávarpaði þróunarnefnd

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ávarpaði þróunarnefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á fundi hennar í Washington um helgina.

Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag

Formaður VR segist treysta félagsmönnum sínum til að taka upplýsta ákvörðun í atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning. Þeir geri sér líka grein fyrir því hvaða þýðingu það hefði að hafna samningnum.

Telur Trump ekki hafa vitað af handtöku Assange

Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist ekki halda að forsetinn hafi vitað að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, yrði handtekinn af bresku lögreglunni.

Strokufangi náðist á hlaupum frá fangelsinu á Akureyri

Fangi í fangelsinu á Akureyri gerði fyrr í dag tilraun til að strjúka. Fanginn komst út úr fangelsinu en var hlaupinn uppi af vöskum fangaverði. Um er að ræða fyrsta strokið af lokuðu fangelsi frá árinu 2012 þegar Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni skömmu fyrir jól.

Skrópuðu í skólanum til að mótmæla á Selfossi

Fjöldi nemenda í efstu bekkjum Sunnulækjarskóla á Selfossi mætti á ráðhúströppurnar við Ráðhús Árborgar á Selfossi og létu í sér heyra, bæði með hvatningarópum og kröfuspjöldum, sem þau báru.

Sjá næstu 50 fréttir