Erlent

Prófessor við Stanford sagður hafa aðstoðað við umdeilda tilraun

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Tilraunir Jiankui hafa verið fordæmdar víða um heim.
Tilraunir Jiankui hafa verið fordæmdar víða um heim. Nordicphotos/Gettty
Stanford-háskóli í Kaliforníu hefur hafið athugun á því hvort einn af starfsmönnum háskólans hafi aðstoðað kínverska erfðafræðinginn He Jiankui við að breyta erfðum tveggja lífvænlegra fósturvísa sem síðar urðu að tveimur stúlkubörnum.Vísindamaðurinn sem um ræðir heitir Stephen Quake, en hann er heims­þekktur lífefnaverkfræðingur, eðlisfræðingur og prófessor við Stanford-háskóla.Quake var lærimeistari Jiankui en samskipti vísindamannanna eru rakin í umfjöllun The New York Times. Þar segir að Jiankui hafi tilkynnt Quake að tekist hefði að koma fósturvísunum fyrir og að erfðabreytingaferlið hefði heppnast.„Vá, það er mikið afreksverk,“ svaraði Quake. „Vonandi mun meðgangan ganga vel.“Tilraunir Jiankui hafa verið fordæmdar afdráttarlaust af vísindamönnum víða um heim. Kínversk yfirvöld rannsaka nú tilraunir hans.Rannsókn Stanford-háskóla hófst eftir að forseti kínverska háskólans þar sem Jiankui starfaði fullyrti að Quake hefði tekið þátt í tilraunum Jiankui með því að hjálpa honum með undirbúning og framkvæmd þeirra.Í samtali við The New York Times þvertekur Quake fyrir að hafa aðstoðað Jiankui.„Ég hafði ekkert að gera með þetta,“ hefur miðillinn eftir Quake. „Ég reyni alltaf að fylgja siðferðilegum viðmiðum.“Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.