Fleiri fréttir

Niðurlægður í Krónunni og krefst betra aðgengis að salerni

Karlmaður varð fyrir þeirri ömurlegu og niðurlægjandi lífsreynslu að kúka á sig eftir að starfsfólk Krónunnar meinaði honum notkun á salerni verslunarinnar. Maðurinn glímir við svæsinn meltingarfærasjúkdóm. Hann vill að stjórnvöld gefi út skírteini fyrir fólk í slíkri aðstöðu sem veiti því forgang á salerni.

Norðurkóreskir miðlar segja að þvingunum verði aflétt

Ríkisdagblað Norður-Kóreu segir frá fundi Donalds Trump og Kim Jong-un í hástemmdri og gagnrýnislausri umfjöllun. Miðillinn í mótsögn við Bandaríkjaforseta þegar kemur að afléttingu viðskiptaþvingana. Bandaríkjaforseti segir þó fundinn með leiðtoga Norður-Kóreu hafa verið áhugaverðan og jákvæða reynslu.

Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað

Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá.

Hæsta þorskveiðiráðgjöf frá því aflamarkskerfi var tekið upp

Ráðlagður heildarafli á þorski á næsta fiskveiðiári er einn sá mesti sem Hafrannsóknarstofnun hefur lagt til frá því aflamarkskerfið var tekið upp. Þrátt fyrir það eru ekki horfur á að þorskstofninn vaxi mjög hratt á næstu árum að mati sérfræðinga stofnunarinnar.

Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust

Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður.

Banaslys í Hestfirði

Einn lést í umferðarslysi sem varð í botni Hestfjarðar skömmu fyrir klukkan fjögur í dag.

Deilur um lyfjanotkun Íslendinga

Mikil notkun þunglyndislyfja á Íslandi er ekki áhyggjuefni að mati sérfræðings. Formaður Hugarafls er á öðru máli og segir þunglyndislyf ein og sér ekki vera neina töfralausn.

Hvassviðri og slydda í kortunum

Bílstjórar ökutækja sem taka á sig mikinn vind sérstaklega varaðir við hvössum vindstrengjum víða um land á morgun.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Það vantar 200 leikskólakennara í Reykjavík að sögn leikskólastjóra og því eru markmið nýs meirihluta í borginni, um að fjölga leikskólaplássum, talin óraunhæf. Rætt verður við leikskólastjóra í kvöldfréttatíma Stöðvar 2.

May vill herða aðgerðirnar gegn Rússum

Breski forsætisráðherrann ætlar að leggja til að aðgerðunum verði viðhaldið og þær jafnvel hertar á leiðtogafundi ESB síðar í þessum mánuði.

Vara við notkun raftækja á HM í Rússlandi

Bresk og bandarísk yfirvöld vara við hættunni á rússneskum hökkurum, jafnt glæpamönnum sem stjórnvöldum, sem gætu ásælst persónuupplýsingar á raftækjum.

Ákærður fyrir að skjóta óvart mann á dansgólfi

Alríkislögreglumaðurinn Chase Bishop hefur verið ákærður fyrir alvarlega líkamsárás vegna voðaskots þar sem hann skaut óvart mann á dansgólfi skemmtistaðar þegar hann stökk heljarstökk.

Sjá næstu 50 fréttir