Erlent

Kennari sat fyrir á sundfötum og var látinn fjúka

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr umræddri myndatöku Viktoriu Popovu.
Úr umræddri myndatöku Viktoriu Popovu. Skjáskot/Instagram

Rússneski kennarinn Viktoria Popova var rekin á dögunum fyrir að sitja fyrir á sundfötum. Samlandar Popovu hafa keppst við að lýsa yfir stuðningi við hana á samfélagsmiðlum eftir að greint var frá málinu í þarlendum fjölmiðlum.

Popova kenndi við skóla í rússnesku borginni Omsk. Skólastjórnendur sögðu hana hafa vanvirt bæði skólann og kennarastéttina með því að sitja fyrir á téðum myndum, sem birtar voru á Instagram.

Yfir þrjú þúsund manns hafa nú birt myndir af sér í sundfötum til að sýna samstöðu með Popovu. Myndunum er deilt undir myllumerkinu „Kennarar eru líka fólk“. Þá hafa fjölmargir lýst yfir andúð sinni á ákvörðun skólans og einn sagði hana „algjörlega klikkaða“, að því er fram kemur í frétt BBC.

Samfélagsmiðlafárið hefur nú orðið til þess að uppsögn Popovu hefur verið afturkölluð og stendur henni gamla starfið sitt til boða. Þá hefur fyrirsætuskrifstofan Plus Size Omsk einnig boðið henni starf og því ljóst að framtíð kennarans er björt. 

Hér að neðan má sjá myndir úr umræddri myndatöku auk færslu til stuðnings Popovu.

 
Этим летом я ещё не купалась в открытых водоёмах, поэтому решила загрузить это фото прошлых лет, чтобы поддержать общероссийский флешмоб #учителятожелюди Я считаю увольнение учительницы из Омска за фото в купальнике возмутительным примером ханжества, лицемерия, тупости, беззакония и маразма, царящих в различных организациях в нашей стране, а в системе образования особенно! Мы учителя, но мы тоже люди, поэтому имеем право выглядеть по-разному вне школы и в своих социальных сетях. #учителя #учительвкупальнике #учителяроссии #учитель #учителятожелюди #поддержимвикториюизомска #фотовкупальнике #поддержкаучителей #учительотдыхает #нетмаразму #нетлицемерию #нетханжеству
A post shared by Yulia Makarova (@julijamakarova1984) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.