Fleiri fréttir

Forsætisráðherrann sagður fangi Sádi-Araba

Líbanska ríkisstjórnin telur að Saad al-Hariri, fráfarandi forsætisráðherra Líbanons sem tilkynnti um afsögn sína um síðustu helgi, sé haldið gegn vilja sínum í Sádi-Arabíu.

Norðfjarðargöng opna á morgun

Norðfjarðargöng verða opnuð á morgun klukkan 13:30 þegar Jón Gunnarsson samgönguráðherra mun klippa á borða með aðstoð Hreins Haraldssonar vegamálastjóra.

Hnerripest í hundum og köttum hér á landi

Undanfarnar vikur hefur töluvert verið um væga öndunarfærasýkingu meðal hunda og katta á höfuðborgarsvæðinu og nú virðist hún vera komin líka út á land.

Þjálfunarstyrkir nema hjá Fjölsmiðjunni hækka

Borgarráð samþykkti í dag að hækka þjálfunarstyrki hjá Fjölsmiðjunni en Fjölsmiðjan er vinnusetur fyrir ungt fólk sem hefur flosnað upp úr námi eða hefur ekki náð fótfestu á vinnumarkaði.

Samningsstaða Katrínar styrkist með bandalagi þriggja flokka

Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu.

Leikarinn John Hillerman er látinn

Bandaríski leikarinn John Hillerman, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Magnum P.I., er látinn, 84 ára að aldri.

Telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja fari á Bessastaði í dag

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, telur ólíklegt að einhver formannanna þriggja, það er að annað hvort hún, formaður Framsóknarflokksins eða formaður Sjálfstæðisflokksins, fari til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag og fái umboð til stjórnarmyndunar.

Snjórinn kominn til að vera í bili

Fyrsti snjór vetrarins féll á höfuðborgarsvæðinu í gær og mun hann lifa eitthvað áfram samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.

Sjá næstu 50 fréttir