Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
 

Staða Katrínar Jakobsdóttur í viðræðum flokka um myndun ríkisstjórnar hefur styrkst eftir að Samfylkingin, Píratar og Viðreisn mynduðu með sér bandalag í dag. Þeir flokkar eru tilbúnir til myndunar ríkisstjórnar með Vinstri grænum og Framsóknarflokknum en ætla annars að vinna saman í stjórnarandstöðu. Í fréttum Stöðvar 2 verður fjallað ítarlega um stöðuna í pólitíkinni.

Í fréttatímanum hittum við líka fyrrverandi landsliðskonu í fótbolta, sem hefur á síðustu mánuðum glímt við slæmar afleiðingar höfuðhöggs, og segir nauðsynlegt að setja á fót úrræði fyrir íþróttafólk í hennar stöðu. Hún hefur áhyggjur af þekkingarleysi þegar kemur að höfuðáverkum og segir að þó að ekki séu merki um áverka í fyrstu geti höfuðhögg haft alvarleg áhrif.

Við fjöllum einnig um lengingu hringvegarins, sem lengist á miðnætti um tíu kílómetra og malarkaflar hans um 24 kílómetra, allt vegna númerabreytingar á Austurlandi. Þá kíkjum við út fyrsta snjóinn sunnan heiða sem vakti mismikla lukku í morgun.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18.30.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×