Erlent

Leikarinn John Hillerman er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Tom Selleck og John Hillerman í þáttunum Magnum PþI.
Tom Selleck og John Hillerman í þáttunum Magnum PþI.
Bandaríski leikarinn John Hillerman, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Magnum P.I., er látinn, 84 ára að aldri.

Hillerman fór með hlutverk hins enska Higgins í þáttunum Magnum P.I. sem voru með Tom Selleck í aðalhlutverki, en alls voru framleiddar átta þáttaraðir á níunda áratugnum. Hillerman vann bæði til Golden Globe verðlauna og Emmy-verðlauna fyrir hlutverkið.

Í frétt BBC segir að Hillerman hafi látist af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Houston í Texas í gær.

Áður en hann sló í gegn í Magnum P.I. fór hann meðal annars með smærri hlutverk í kvikmyndum á borð við The Last Picture Show, Blazing Saddles og Chinatown.

Síðasta kvikmyndahlutverk Hillerman var í myndinni A Very Brady Sequel frá árinu 1996.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×