Erlent

Danskur prestur sekur um kynferðisbrot gegn börnum

Atli Ísleifsson skrifar
Kirkjan í Tømmerup er vestast á Sjálandi
Kirkjan í Tømmerup er vestast á Sjálandi Google Street view
Dómstóll í Danmörku hefur dæmt 47 ára gamlan prest sekan um kynferðisbrot gegn átta börnum og unglingum á aldrinum tólf til sextán ára.

DR greinir frá því að maðurinn hafi starfað sem prestur í bænum Tømmerup vestast á Sjálandi. Á maðurinn að hafa komst í kynni við börnin í kirkjunni, meðal annars í fermingarfræðslu.

Ákæran var í þrjátíu liðum og var hann sýknaður af nokkrum ákæruliðum. Búist er við að tilkynnt verði um refsingu mannsins um miðjan mánuðinn.

Brotin voru framin í prestshúsinu og beindust gegn einni stúlku og sjö drengjum og ná yfir tíu ára tímabil. Þá fannst mikið magn barnakláms í tölvu mannsins.

Lögregla hóf rannsókn á manninum á síðasta ári eftir að faðir drengs tilkynnti að sonur hans hafi verið misnotaður af prestinum. Presturinn hafði starfað í kirkjunni frá árinu 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×