Erlent

Þrír slasaðir eftir að keyrt var á hóp nemenda í Frakklandi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lögreglumaður að störfum í Frakklandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögreglumaður að störfum í Frakklandi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Getty
Þrír eru slasaðir eftir að bílstjóri keyrði inn í hóp nemenda í Toulouse í Frakklandi. Einn eða tveir nemendanna eru sagðir alvarlega slasaðir en ekki er vitað meira um ástand þeirra að svo stöddu. Samkvæmt frétt BBC er talið að nemendurnir séu öll af kínverskum uppruna. 

Samkvæmt lögreglu keyrði maðurinn viljandi á hóp nemenda fyrir utan skóla í Blagnac hverfinu. Maðurinn sem grunaður er um árásina er 28 ára gamall og var handtekinn nokkrum mínútum síðar. Nemendurnir voru 22 og 23 ára gömul og voru öll flutt á sjúkrahús.

Í frétt BBC kemur fram að grunað er að maðurinn eigi við geðræn vandamál að stríða en hann hefur áður framið glæpi, tengda fíkniefnum. Jean-Luc Moudenc bæjarstjóri Toulouse skrifaði færslu á Twitter:

„Í áfalli yfir árásinni á nemendurna í Blagnac. Við bjóðum þeim og ástvinum þeirra okkar stuðning.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×