Fleiri fréttir

Áttatíu milljónir króna í sanngirnisbætur vegna Kópavogshælis

Alls eru 80 milljónir króna á fjárlögum þessa árs eyrnamerktar til þess að greiða út sanngirnisbætur til þeirra sem vistaðir voru á Kópavogshæli en sláandi skýrsla um aðbúnað og daglegt líf á hælinu, sem starfrækt var frá árinu 1952 til 1993, var kynnt í gær.

Lögreglan staðfestir í samtali við The Independent að skipverjinn þrífi bílinn á bryggjunni

Einar Guðberg Jónsson, rannsóknarlögreglumaður, staðfestir í samtali við breska miðilinn The Independent í gærkvöldi að skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur, sjáist laugardagsmorguninn 14. janúar á eftirlitsmyndavélum á bryggjunni við Hafnarfjarðarhöfn þrífa rauða Kia Rio-bílinn sem hann hafði á leigu í um sólarhring.

Vilja skoða kosti innanlandsflugs í Keflavík

"Það er ljóst að verði af slíkri framkvæmd mun hún kosta tugi milljarða. Það getur varla talist réttlætanlegt þegar hægt væri að koma upp aðstöðu fyrir innanlandsflug fyrir brot af þessum kostnaði.“

36 milljóna sekt vegna Airbnb

Ólögleg leiga á ellefu íbúðum í Amsterdam í gegnum Airbnb kostaði bæði eigandann og leigusalann 297 þúsundir evra samtals í sekt eða um 36 milljónir íslenskra króna.

Ákærður fyrir hótanir gegn lögreglustjóra

Maður hefur verið ákærður fyrir að hóta Páleyju Bergþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum, barsmíðum og öðrum lögreglumanni á vakt þann 7. september 2015 lífláti.

Fell í Hæstarétt

Deilan um kaup ríkisins á Felli í Suðursveit er komin fyrir Hæstarétt eftir að Héraðsdómur Suðurlands vísaði málinu frá.

Bræður ákærðir fyrir laus naut

Bændur í Dalvíkurbyggð hafa verið ákærðir fyrir brot á lögum um búfjárhald og vörslu búfjár. Í tvö ár héldu þeir geldneyti á jörð í eigin eigu en tryggðu hvorki öryggi þeirra né annarra.

Sekt vegna of mikils álags

Sveitarfélagið í Karlstad á að greiða jafnvirði 3,8 milljóna íslenskra króna í sekt vegna of mikils vinnuálags í þremur framhaldsskólum.

Gagnrýna tvískinnung í norsku fiskeldi

Landssamband veiðifélaga lýsir þungum áhyggjum af fyrirætlunum laxeldisfyrirtækisins Arctic Sea Farm um stóraukið laxeldi í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði.

Ferðakostnaður gæti haft áhrif á kosningar

Kosið verður um formann KSÍ á laugardag. Þá verður kosið í aðalstjórn, kosnir aðalfulltrúar landsfjórðunga, varamenn í aðalstjórn og kosið í nefndir. 153 fulltrúar hafa rétt til þingsetu en ekki koma allir.

Seldi kvóta úr Grímsey og fimmtán störf fjúka

Útgerðarfyrirtækið Borgarhöfði hefur verið selt og flyst kvóti því úr Grímsey. Átti kvóta fyrir um milljarð og var einn burðarása atvinnulífs í eynni sem verður því fyrir mikilli blóðtöku. Fimmtán stöðugildi hverfa.

Fundu efni til að aflífa dýr í gæludýrafóðri

Innkalla hefur þurft gæludýrafóður frá bandarískum framleiðanda í stórum stíl eftir að efni sem notað er til þess að aflífa dýr fannst í fóðrinu. Um er að ræða efnið pentobarbital sem vanalega er notað til þess að lóga hundum, köttum og hestum.

Bjargað úr sjálfheldu í Krossöxl

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Norðurlandi voru kallaðar út um klukkan fimm síðdegis í dag vegna manns sem var í sjálfheldu í Krossöxl ofan Ljósavatns.

Hans Rosling látinn

Sænski vísindamaðurinn Hans Rosling lést í dag, 68 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein í brisi en Rosling var prófessor í lýðheilsu við Karolinska Institutet í Stokkhólmi og tölfræðingur.

Ari Eldjárn nýr stjórnandi Sinfó

Sinfóníuhljómsveit Íslands og Ari Eldjárn, skemmtikraftur, leiða saman hesta sína í nýju verki sem verður frumsýnt í Hörpu á fimmtudag.

Tók undir gagnrýni Páls Magnússonar á Silfrið

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á þingi í dag að honum þætti fréttamat fjölmiðla svolítið bjagað og nefndi í því samhengi sérstaklega þáttinn Silfrið sem var á dagskrá RÚV síðastliðinn sunnudag og umfjöllun um sjómannaverkfallið þar.

Vistmenn á Kópavogshæli máttu þola ofbeldi og vanlíðan

Börn sem vistuð voru á fullorðinsdeildum Kópavogshælis á árunum 1952-1993 þurftu í verulegum mæli að þola líkamlegt og andlegt ofbeldi og vanrækslu af ýmsu tagi, að því marki að lífi þeirra og heilsu hafi verið stofnað í alvarlega hættu.

Sjá næstu 50 fréttir