Bæta þarf öryggi við vinsælar leiðir 8. febrúar 2017 10:00 Jónas Guðmundsson öryggismál Slysasaga, landfræðilegar aðstæður og fjöldi útivistarfólks á Esjunni gefur fullt tilefni til þess að eftirlit og vöktun og merkingar á fjallinu séu teknar til skoðunar. Borgarstjóri hvetur til þess að heimild í lögum sé nýtt og stofnuð verði sérstök nefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um úrbætur á svæðinu með tilliti til öryggismála. Veðurstofa Íslands útilokar ekki sérstaka snjóflóðaspár en fjármagn þarf að koma til. Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins rétt fyrir mánaðamótin þegar um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit eftir að snjóflóð féll í hlíðum Esjunnar og hreif með sér þrjá menn. Ungur maður lést í flóðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði af því tilefni Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, bréf þar sem hann sagði spurningar vakna um eftirlit og snjóflóðavöktun á svæðinu, sem er eitt vinsælasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Lagði hann til að hlutaðeigandi stofnanir tækju atvikið til skoðunar og að ráðherra nýtti heimild í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum til að skipa nefnd vegna slyssins og „... er það mat Reykjavíkurborgar að þetta alvarlega slys gefi fullt tilefni til þess að skipa slíka rannsóknarnefnd,“ segir í bréfi borgarstjóra sem staðfestir við Fréttablaðið að enn þá hafi svar ekki borist við erindi hans. Jónas Guðmundsson, sérfræðingur í slysavörnum hjá Landsbjörg, segir málið margþætt. Fólk verði að sækja sér þekkingu og reynslu til að fara á fjöll – og „Esjan er sannarlega alvöru fjall þar sem lítið þarf að bera út af svo illa fari“. Jónas segir jafnframt að þegar fólk kemur á staðinn þurfi að vera til staðar upplýsingar sem segir viðkomandi hvaða leið sé auðveld og hver ekki – og hvaða tíma það taki að ganga viðkomandi leið og hvaða hættur geta leynst á hverri þeirra. „Það er lítið um þetta almennt hér á landi, þetta er að finna í þjóðgörðum og nokkrum stöðum að auki. En þarna vantar upp á hjá okkur, og sérstaklega ef við berum okkur saman við það sem tíðkast víða erlendis þar sem þessar upplýsingar eru nákvæmlega útlistaðar,“ segir Jónas og bætir við að sérstakar aðstæður gefi tilefni til að skoða eftirlit og vöktun. Jónas segir að það sem vanti upp á hér á landi sé að viðvaranir séu almennar en ekki sértækar – það séu til dæmis ekki gefnar út veðurspár fyrir vinsæl útivistarsvæði. Veðurstofan sé að gera góða hluti, en þetta vanti og allt snúist þetta um fjárveitingar til slíkra öryggisatriða. Snjóflóðaspár þurfi líka að vera til staðar og fleira. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
öryggismál Slysasaga, landfræðilegar aðstæður og fjöldi útivistarfólks á Esjunni gefur fullt tilefni til þess að eftirlit og vöktun og merkingar á fjallinu séu teknar til skoðunar. Borgarstjóri hvetur til þess að heimild í lögum sé nýtt og stofnuð verði sérstök nefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins um úrbætur á svæðinu með tilliti til öryggismála. Veðurstofa Íslands útilokar ekki sérstaka snjóflóðaspár en fjármagn þarf að koma til. Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum á suðvesturhorni landsins rétt fyrir mánaðamótin þegar um 160 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit eftir að snjóflóð féll í hlíðum Esjunnar og hreif með sér þrjá menn. Ungur maður lést í flóðinu. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifaði af því tilefni Björt Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra, bréf þar sem hann sagði spurningar vakna um eftirlit og snjóflóðavöktun á svæðinu, sem er eitt vinsælasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu. Lagði hann til að hlutaðeigandi stofnanir tækju atvikið til skoðunar og að ráðherra nýtti heimild í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum til að skipa nefnd vegna slyssins og „... er það mat Reykjavíkurborgar að þetta alvarlega slys gefi fullt tilefni til þess að skipa slíka rannsóknarnefnd,“ segir í bréfi borgarstjóra sem staðfestir við Fréttablaðið að enn þá hafi svar ekki borist við erindi hans. Jónas Guðmundsson, sérfræðingur í slysavörnum hjá Landsbjörg, segir málið margþætt. Fólk verði að sækja sér þekkingu og reynslu til að fara á fjöll – og „Esjan er sannarlega alvöru fjall þar sem lítið þarf að bera út af svo illa fari“. Jónas segir jafnframt að þegar fólk kemur á staðinn þurfi að vera til staðar upplýsingar sem segir viðkomandi hvaða leið sé auðveld og hver ekki – og hvaða tíma það taki að ganga viðkomandi leið og hvaða hættur geta leynst á hverri þeirra. „Það er lítið um þetta almennt hér á landi, þetta er að finna í þjóðgörðum og nokkrum stöðum að auki. En þarna vantar upp á hjá okkur, og sérstaklega ef við berum okkur saman við það sem tíðkast víða erlendis þar sem þessar upplýsingar eru nákvæmlega útlistaðar,“ segir Jónas og bætir við að sérstakar aðstæður gefi tilefni til að skoða eftirlit og vöktun. Jónas segir að það sem vanti upp á hér á landi sé að viðvaranir séu almennar en ekki sértækar – það séu til dæmis ekki gefnar út veðurspár fyrir vinsæl útivistarsvæði. Veðurstofan sé að gera góða hluti, en þetta vanti og allt snúist þetta um fjárveitingar til slíkra öryggisatriða. Snjóflóðaspár þurfi líka að vera til staðar og fleira. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent