Sjaldnast veitt ráðgjöf er lyf eru keypt í apótekum sýnir rannsókn Snærós Sindradóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Starfsfólk apótekanna hafði frumkvæði að ráðgjöf um lausasölulyf í 13 prósent tilfella. vísir/getty Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leiðbeiningar þegar keypt voru ólyfseðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfsfólk apóteka frumkvæði að ráðgjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráðgjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyfseðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánudag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, að lyfjafræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölulyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráðgjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inntöku vægra verkjalyfja, ofnæmislyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkjalyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paracetamol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarksskammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotkunin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leiðbeiningar þegar keypt voru ólyfseðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfsfólk apóteka frumkvæði að ráðgjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráðgjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyfseðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánudag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, að lyfjafræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölulyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráðgjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inntöku vægra verkjalyfja, ofnæmislyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkjalyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paracetamol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarksskammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotkunin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira