Sjaldnast veitt ráðgjöf er lyf eru keypt í apótekum sýnir rannsókn Snærós Sindradóttir skrifar 8. febrúar 2017 07:00 Starfsfólk apótekanna hafði frumkvæði að ráðgjöf um lausasölulyf í 13 prósent tilfella. vísir/getty Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leiðbeiningar þegar keypt voru ólyfseðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfsfólk apóteka frumkvæði að ráðgjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráðgjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyfseðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánudag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, að lyfjafræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölulyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráðgjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inntöku vægra verkjalyfja, ofnæmislyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkjalyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paracetamol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarksskammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotkunin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Tæplega sjötíu prósent viðskiptavina lyfjaverslana hér á landi fengu ekki ráðgjöf eða leiðbeiningar þegar keypt voru ólyfseðilsskyld lyf í fyrra. Samkvæmt rannsókn sem hópur innan Samtaka verslunar og þjónustu lét gera hafði starfsfólk apóteka frumkvæði að ráðgjöf í 13,4 prósent tilvika. Í rannsókninni kemur jafnframt fram að ríflega 93 prósent þátttakenda sem ekki fengu ráðgjöf þótti það ekki skipta máli. Hópurinn, sem vill auka frelsi í viðskiptum með lausasölulyf þannig að almennar verslanir geti selt minni pakkningar af vægum lyfjum sem ekki eru lyfseðilskyld, lét gera rannsóknina í upphafi síðasta árs. Þátttakendur voru tæplega sex þúsund talsins. Í Fréttablaðinu á mánudag voru hugmyndir hópsins viðraðar. Þar sagði Lóa María Magnúsdóttir, formaður Lyfjafræðingafélags Íslands, að lyfjafræðingar teldu mikilvægt að auka ekki frelsið frekar vegna þess öryggis sem fælist í því að lyfjafræðingur á vakt í apóteki bæri ábyrgð á sölunni. Brynjúlfur Guðmundsson, sem fer fyrir hópnum um lausasölulyfin, segir að rannsóknin varpi ljósi á það hversu lítið er um ráðgjöf og leiðbeiningar til handa viðskiptavinum. Viðskiptavinir sem vilji leiðbeiningar um inntöku vægra verkjalyfja, ofnæmislyfja og magalyfja, komi enn til með að geta leitað til apóteka eftir aðstoð. Brynjúlfur segir að uppi séu hugmyndir um að auka framboð af smærri pakkningum verkjalyfja ef sala á lausasölulyfjum verður gefin frjáls. Sem dæmi séu hugmyndir um að selja paracetamol með tíu skömmtum. „Það er 1,6 sinnum hámarksskammtur samkvæmt leiðbeiningum frá Lyfjastofnun en það sem þú getur keypt í apótekum núna er fimmfaldur og allt upp í ríflega þrjátíufaldur hámarksskammtur. Þannig að það eru miklu meiri líkur á að misnotkunin verði af völdum pakkninga sem eru seldar í apótekum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira