Fleiri fréttir

Segir Ólaf Ragnar skipa sér á bekk með Mugabe

Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti sé með ákvörðun sinni um að gefa kost á sér á ný að skipa sér á bekk með þaulsetnustu forsetum heims á borð við Mugabe. Hún gefur lítið fyrir rök forseta um óvissuástand í samfélaginu og segir að hann hefði átt að sýna öðrum frambjóðendum virðingu með því að vera heiðarlegur í sínu máli.

Mælt með meiri öryggisgæslu

Fjölgun ferðamanna, hælisleitenda og flóttamanna kallar á viðbrögð af hálfu stjórnvalda og löggæsluyfirvalda að því er segir í matsskýrslu ríkislögreglustjóra um Schengen-samstarfið fyrir innanríkisráðherra.

Greiði ávallt markaðsverð fyrir nýtingu auðlinda

Ísland þarf að breyta lögum til að tryggja að fyrirtæki sem nýta náttúruauðlindir í almannaeigu til raforkuframleiðslu greiði ávallt markaðsverð fyrir. Þetta er niðurstaða ákvörðunar sem Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) kynnti í gær.

Icewear skoðar undirverktaka

Icewear hefur samið við alþjóðlega eftirlitsfyrirtækið SGS um reglubundna skoðun og eftirlit með 14 fyrirtækjum, fataverksmiðjum og saumastofum sem starfa fyrir Icewear í Asíu og Evrópu.

Sérfræðingar þrifu ælu til að létta móralinn

Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding auglýsti eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð störf við rannsóknir á hegðun hvala. Umsækjendur eiga að vilja vinna allt að fjórtán tíma á dag. Framkvæmdastjóri Eldingar segir nú auglýsinguna mistök.

Fölsuð vörumerki geta verið hagvexti skeinuhætt

Vörum frá fölsuðum vörumerkjum hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og er markaðurinn fyrir vörurnar nú metinn á allt að 461 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði 17.000 milljarða íslenskra króna, samkvæmt nýrri skýrslu frá efnahags- og framfarastofnuninni OECD.

Hillir undir sigur hjá Clinton og Trump

Bernie Sanders fékk verri útreið í New York en fyrirfram var talið og þykir nú vart eiga möguleika lengur gegn Clinton. Donald Trump þykir sömuleiðis orðinn nokkuð öruggur með útnefningu.

Suðrænir gestir sestir upp

Niðurstöður úr marsralli Hafrannsóknastofnunar sýna að ýmsar suðlægar tegundir hafa fest sig í sessi við landið – þeirra á meðal svartgóma og litla brosma.

Sameiginlegt tölvuútboð sparaði ríkinu stórfé

Verulegur sparnaður náðist í nýafstöðnu sameiginlegu útboði stofnana ríkisins á tölvum og ljósritunarpappír. Niðurstaða fyrsta sameiginlega útboðsins á tölvum liggur nú fyrir og er veittur afsláttur um 50% miðað við listaverð seljenda og innkaupsverð 27% lægra en besta verð sem ríkinu hefur áður boðist.

Þrír ákærðir í Flint

Saksóknarar segja von á fleiri ákærum vegna vatnsmengunarinnar í Flint í Bandaríkjunum.

Sjá næstu 50 fréttir