Nýttir sem ólöglegt vinnuafl í uppvaski Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Alda Hrönn greindi á skýran hátt frá birtingarmyndum vinnumansals á Íslandi á málþingi Vinnumálastofnunar. Fréttablaðið/Stefán Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðallögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir vísbendingar um að hælisleitendur séu nýttir sem ólöglegt vinnuafl, til að mynda í uppvaski á hótelum. Alda talaði í gær á málþingi Vinnumálastofnunar um stöðu erlends vinnuafls á Íslandi. Að sögn Öldu eykst hætta á vinnumansali með aukinni eftirspurn eftir erlendu starfsfólki, vexti í ferðaþjónustu og auknum fjölda flóttamanna. Hún gagnrýndi aðkomu ríkisins varðandi undirboð á vinnumarkaði og að ekki hefði verið innleidd tilskipun frá Evrópusambandinu um að hagnýting falli undir hegningarlög. „Þetta er fólk í mjög viðkvæmri stöðu,“ sagði Alda. Þolendur mansals í heiminum væru 20,9 milljónir, þar af tíu prósent í ríkisgeiranum. Undirboð í ríkisrekstri„Þetta er nokkuð sem við þurfum að huga að, hvar við eigum að byrja að sporna gegn mansali. Til dæmis þegar ríkisfyrirtæki, stjórnvöld, stofnanir og bæjaryfirvöld eru að semja við þrifþjónustufyrirtæki. Þá er verið að undirbjóða það sem er búið að reikna að kosti að þrífa byggingar. Það er lítill kostnaður í þrifum annar en starfsfólkið, hver höldum við þá að sé að tapa?“ sagði Alda um útboð hjá ríkisfyrirtækjum um þrif í stórum stofnunum á borð við Landspítala. Alda gagnrýndi einnig að hér á landi hefði enn ekki verið innleidd tilskipun Evrópusambandsins frá í apríl 2011 sem á að sporna við mansali og vernda fórnarlömbin. „Ísland er eitt landa í Evrópu sem hefur ekki innleitt hana í sína löggjöf,“ sagði Alda. Vegna þess að Ísland hefði ekki innleitt tilskipunina væru nauðungarhjónabönd, betl, húsþrælar og skipulögð brotastarfsemi ekki skilgreind sem mansal. Alda minnti á skilgreiningu á vinnumansali. „Vinnumansal eru þær aðstæður þar sem einstaklingur hefur verið neyddur til að vinna með því að beita ofbeldi eða hótunum um ofbeldi eða öðrum aðferðum svo sem uppsöfnum skulda, sviptingu persónuskilríkja eða hótunum um tilkynningu til útlendingayfirvalda,“ sagði Alda. Þá útskýrði hún hvernig uppsöfnun skulda er skipulögð í vinnumansali. Um sé að ræða nokkurs konar verndartolla. Samlandi bjóði gjarnan starf gegn greiðslu sem síðan þarf að endurgreiða. Oft hlaðist fleiri greiðslur ofan á. Tólf á sex fermetrum Viðkvæmir hópar eru helst útsettir fyrir vinnumansali. „Við erum að sjá það töluvert mikið að það er ólöglegt vinnuafl í uppvaski á hótelum. Það eru ákveðnar vísbendingar um það til dæmis að það sé verið að nýta hælisleitendur sem eru ekki með atvinnuleyfi og þá í svartri vinnu,“ sagði hún. Að sögn Öldu fær lögregla sífellt ábendingar um slæmar aðstæður verkafólks. „Jafnvel að í sex, sjö fermetrum sé tíu til tólf manns staflað í einhverjar kojur,“ sagði hún. Vændi fylgir aukinni eftirspurn ferðamanna, útskýrði hún. „Í dag er talið að tíu þúsund börn séu týnd í Evrópu. Hvar eru þessi börn?“ spurði Alda. „Þetta snýst um að bera kennsl á það sem við sjáum og trúa því.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira