Fleiri fréttir

Ólafur Ragnar án Ólafíu

Ólafur Ragnar hefur notið góðs af kröftum Ólafíu í gegnum tíðina, sem og aðrir stjórnmálamenn, en hún gegnir nú formennsku í VR.

Allt útlit fyrir forsetaslag Clinton og Trump

Eftir úrslit gærdagsins í forvalskosningu tveggja stærstu flokka Bandaríkjana fyrir forsetakosningarnar í ár virðist vera sem Bernie Sanders og Ted Cruz séu úr leik. Ekki er þó öll von úti enn.

Ekki undanþága vegna sparnaðar í útlöndum

Lög og reglur um gjaldeyrishöft heimila ekki einstaklingum að flytja fé af innlendum bankareikningi á sparnaðarreikning í útlöndum. Ekki liggja fyrir gögn um hvernig greiðslum var háttað í eftirlaunasjóð Júlíusar Vífils Ingvarssonar.

Reyndu að laumast um borð í skip í Sundahöfn

Lögreglan handtók þrjá erlenda karlmenn við athafnasvæði Eimskips við Korngarða í Sundahöfn á þriðja tímanum í nótt. Þeir gerðu sig líklega til að komast um borð í flutningaskip, sem þar er við bryggju og á að sigla vestur um haf og ætluðu þeir að komast með því sem laumufarþegar.

Mikið undir hjá forsetaframbjóðendum í New York-fylki

Niðurstöður úr forvalskosningum í New York-fylki sem fram fór í gær gætu skipt sköpum fyrir frambjóðendur, en því er spáð í skoðanakönnunum að Hillary Clinton muni bera sigur úr býtum meðal demókrata en Donald Trump meðal repúblíkana.

Erlent vinnuafl streymir aftur til Íslands

Hlutfall erlendra ríkisborgara af vinnuafli nam átta prósentum eftir hrun en nemur nú milli níu til tíu prósentum. Þörf er á allt að tvö til þrjú þúsund erlendum starfsmönnum á ári næstu árin.

Þarf spretthörku til að sigra Ólaf Ragnar

Tveir hafa hætt við forsetaframboð eftir að Ólafur Ragnar Grímsson tilkynnti um endurkjör. Viðmælendur Fréttablaðsins eru sammála um að framboð Ólafs gerbreyti landslaginu. Guðni Th. Jóhannesson, sem hugleitt hefur framboð, kynnir ákvörðun sína síðar í vikunni.

Lausanne-búar prófa borgarlaun

Svissneska borgin Lausanne ætlar að fylgja fordæmi Utrecht í Hollandi og gera tilraun sem felst í því að veita íbúum borgarinnar svokölluð borgaralaun.

Segir hjólreiðamenn hornreka á götum og stígum

Formaður Hjólreiðafélags Reykjavíkur segir sprengingu í fjölda hjólreiðamanna á götum kalla á betra samtal vegfarenda. Sveitarfélög fara í hjólastígagerð í vor. Allir sammála um að kappakstur eigi ekki heima meðal gangandi vegfarenda.

Eru ungir, einhleypir og fáfróðir um trúmál

Skjöl, sem stolið var frá Daish-samtökunum, innihalda upplýsingar um meira en fjögur þúsund einstaklinga sem gengu til liðs við samtökin á árunum 2013 til 2014. Einn mannanna segist hafa búsetu á Íslandi en ekki íslenskt ríkisfang.

Hænuskref stigin í viðræðunum

"Segja má að þetta hafi mjakast hænuskref áfram, en það er langt í land enn þá,“ segir Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, um samningafund með fulltrúum Isavia og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. "En það er svo sem ekki mikið að frétta af þessu.“

Samdist við Rússa um þorsk

Ísland og Rússland undirrituðu á miðvikudag samning um veiðar íslenskra skipa í rússneskri lögsögu á árinu 2016 og munu Íslendingar samkvæmt honum geta veitt allt að 8.158 tonn af þorski.

Mikið hefur dregið úr notkun rafmagns á íslenskum heimilum

Þökk sé orkusparandi perum og sparneytnari heimilistækjum að árleg meðaltalsnotkun heimila á rafmagni hefur minnkað úr 4,9 megavattstundum (MWh) árið 2009 niður í 4,5 MWh árið 2014. Rafmagnsnotkun heimila hefur því minnkað um átta prósent frá 2009.

Bollakökur og vélmenni

Boðið var upp á óvenju líflega útskrift úr einum áfanga í verkfræðideild Háskóla Íslands í dag þegar einn leikenda í Star Wars myndunum sást líða um gangana og borvél nýttist við að skreyta bollakökur.

Guðni og Guðrún voru komin á fullan skrið

Þrír forsetaframbjóðendur eru hættir við að bjóða sig fram eftir ákvörðun forsetans um að gefa kost á sér í sjötta sinn. Aðrir sterkir kandídatar sem voru að íhuga framboð segja að ákvörðun forsetans hafi breytt stöðunni mikið og óvíst sé hvort þeir gefi kost á sér.

Segir rökstuðning Ólafs barnalegan og aðrar ástæður búi að baki

Forsetinn tilkynnti engum öðrum en nánustu fjölskyldumeðlimum um ákvörðun sína fyrirfram. Fyrrverandi ráðherra segir rökstuðning forsetans fyrir því að fara fram í sjötta sinn vera barnalegan og aðrar ástæður hljóti að búa að baki ákvörðun hans.

Frestuðu umræðu um fjármál Reykjanesbæjar

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar ætlaði að funda í dag um það hvort innanríkisráðuneytið ætti að skipa fjárhaldsstjórn yfir sveitarfélaginu og taka yfir fjármál bæjarins.

Sjá næstu 50 fréttir