Áreitti Lily Allen í sjö ár: Ætlaði að skera hana í andlitið og drepa hana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 14:51 Lily Allen á bresku tískuverðlaununum í fyrra. vísir/getty Alex Gray, eltihrellir sem áreitti bresku söngkonuna Lily Allen í alls sjö ár, var á dögunum dæmdur fyrir áreitið en enn á eftir að kveða upp úr um hversu langan dóm hann hlýtur. Allen tjáði sig í fyrsta skipti um áreitið í viðtali við The Observer um liðna helgi þar sem hún gagnrýndi meðal annars rannsókn lögreglu á málinu harðlega. Allen ákvað að stíga fram og segja sína sögu þar sem talið er að allt að 700 þúsund konur lendi í eltihrellum árlega í Bretlandi en aðeins um 1 prósent málanna koma inn á borð til lögreglu. Í kjölfarið á viðtalinu í The Observer fékk Allen tölvupóst frá lögreglumanni í bresku lögreglunni þar sem sagði að sú mikla athygli sem mál hennar hefði fengið myndi mögulega letja önnur fórnarlömb eltihrella frá því að kæra. Í tilfinningaþrungnu viðtali við fréttaskýringaþáttinn Newsnight á BBC í gærkvöldi sagði Allen að sér þætti þessi orð lögreglumannsins bera þess merki að hann kenndi henni um hvernig málið hefði farið og ætti að skammast sín fyrir það.Fékk ekki að sjá almennilega hjá lögreglu hvernig maðurinn leit út Allen segist hafa áhyggjur af því að hún hafi þurft að berjast fyrir því að málið yrði tekið til rannsóknar, maðurinn kærður og dæmdur. Hún, sem heimsþekkt söngkona, hafi haft efni á því að ráða sér færan lögfræðing til að fylgja málinu eftir en það hafi ekki allar konur efni á því. Gray var ákærður fyrir áreiti og að brjótast inn til Allen. Áreitið byrjaði með tísti til Allen árið 2009 en síðan hann átti eftir að senda henni fjölmörg bréf og orðsendingar, bæði til plötufyrirtækisins hennar, umboðsskrifstofunnar, í búð sem systir hennar rekur og heim til hennar.Gray kom á tónleika hjá Allen og hélt uppi skilti sem á stóð "I wrote The Fear", eða „Ég skrifaði lagið The Fear.“ Lagið er eitt þekktasta lag Allen og má heyra hér að neðan.Allen vissi hins vegar ekki hver maðurinn var þar sem lögreglan hafði einungis sýnt henni mynd af honum fyrir mörgum árum í stutta stund en leyfði henni ekki að halda myndinni. Þá hafði lögreglan kannað mál hennar eftir að Allen hafði tilkynnt áreitið en rannsókn málsins leiddi ekki til þess að Gray var ákærður. Söngkonan áttaði sig þess vegna ekki á því að eltihrellir hennar væri kominn inn í svefnherbergið hennar þegar hann braust inn heima hjá henni í október síðastliðnum. Vinur Allen og börnin hennar tvö voru einnig heima. Fyrir dómi sagðist Gray hafa ætlað að skera Allen í andlitið með hníf þegar hann braust inn til hennar.„Hvað hefurðu gert við pabba minn helvítis tíkin þín?“ „Ég ligg í rúminu mínu og sé að hurðarhúnninn byrjar að hreyfast. Síðast ryðst hann inn og byrjar að öskra „Hvar er pabbi minn? Hvar er pabbi minn? Hvað hefurðu gert við pabba minn helvítis tíkin þín?“ Ég var í sjokki á þessum tímapunkti. Ég vissi ekki hvaða maður þetta var. Ég hafði áhyggjur af honum því ég sá að hann var mjög áhyggjufullur og í uppnámi en reiðin beindist öll að mér,“ sagði Allen í viðtalinu við BBC. Gray nálgaðist hana síðan þar sem hún lá í rúminu og reif sængina frá. Þá stökk Allen upp úr rúminu og hljóp í hinn enda herbergisins. Gray hélt hins vegar áfram að öskra á hana. Vinur Allen kom henni til bjargar og Gray stakk af en daginn eftir lét Allen lögregluna vita. Hún sagðist telja að þarna væri eltihrellir hennar til margra ára kominn en lögreglan var ekki á sama máli.Lily Allen á tónleikum.vísir/gettyÞað var ekki fyrr en Allen komst að því að handtöskunni hennar hefði verið stolið af manninum sem lögreglan fór að skoða málið. Þá var nefnilega um innbrot að ræða. Töskunni var síðan skilað tveimur dögum seinna en kveikt hafði verið í henni. Myndavélum var þá komið upp við hús hennar og daginn eftir var Gray handtekinn.Langaði að hjálpa honum Systir Gray hafði tilkynnt lögreglunni í Skotlandi að hann væri horfinn og móðir hans hafði sent lögreglunni tölvupóst sem hún hafði fengið frá honum þar sem hann kvaðst vera í London og ætlaði að myrða fræga manneskju. Allen er handviss um að hann hafi ætlað að drepa hana. Í vasa hans fannst mynd af Allen í Halloween-búningi en Gray var viss um að söngkonan væri að senda honum skilaboð með búningnum. Allen segist vera fegin því að nú eigi að dæma Gray. „Já, ég mun verða fegin ef hann verður dæmdur og meðhöndlaður sem andlega veikur einstaklingur því ef það er ekki gert þá er hvorki ég né börnin mín örugg. Ég er alls ekki reið út í Alex Gray. Ég sá um leið og hann kom inn í svefnherbergið mitt að hann væri veikur og að hann þarfnaðist hjálpar. Mig langaði að hjálpa honum þar sem ég fann strax að það væri eitthvað mikið að hjá honum og mér leið eins og kerfið hefði brugðist honum og mér,“ sagði Allen.Hluta úr viðtali Newsnight við Allen má sjá hér að neðan. Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Alex Gray, eltihrellir sem áreitti bresku söngkonuna Lily Allen í alls sjö ár, var á dögunum dæmdur fyrir áreitið en enn á eftir að kveða upp úr um hversu langan dóm hann hlýtur. Allen tjáði sig í fyrsta skipti um áreitið í viðtali við The Observer um liðna helgi þar sem hún gagnrýndi meðal annars rannsókn lögreglu á málinu harðlega. Allen ákvað að stíga fram og segja sína sögu þar sem talið er að allt að 700 þúsund konur lendi í eltihrellum árlega í Bretlandi en aðeins um 1 prósent málanna koma inn á borð til lögreglu. Í kjölfarið á viðtalinu í The Observer fékk Allen tölvupóst frá lögreglumanni í bresku lögreglunni þar sem sagði að sú mikla athygli sem mál hennar hefði fengið myndi mögulega letja önnur fórnarlömb eltihrella frá því að kæra. Í tilfinningaþrungnu viðtali við fréttaskýringaþáttinn Newsnight á BBC í gærkvöldi sagði Allen að sér þætti þessi orð lögreglumannsins bera þess merki að hann kenndi henni um hvernig málið hefði farið og ætti að skammast sín fyrir það.Fékk ekki að sjá almennilega hjá lögreglu hvernig maðurinn leit út Allen segist hafa áhyggjur af því að hún hafi þurft að berjast fyrir því að málið yrði tekið til rannsóknar, maðurinn kærður og dæmdur. Hún, sem heimsþekkt söngkona, hafi haft efni á því að ráða sér færan lögfræðing til að fylgja málinu eftir en það hafi ekki allar konur efni á því. Gray var ákærður fyrir áreiti og að brjótast inn til Allen. Áreitið byrjaði með tísti til Allen árið 2009 en síðan hann átti eftir að senda henni fjölmörg bréf og orðsendingar, bæði til plötufyrirtækisins hennar, umboðsskrifstofunnar, í búð sem systir hennar rekur og heim til hennar.Gray kom á tónleika hjá Allen og hélt uppi skilti sem á stóð "I wrote The Fear", eða „Ég skrifaði lagið The Fear.“ Lagið er eitt þekktasta lag Allen og má heyra hér að neðan.Allen vissi hins vegar ekki hver maðurinn var þar sem lögreglan hafði einungis sýnt henni mynd af honum fyrir mörgum árum í stutta stund en leyfði henni ekki að halda myndinni. Þá hafði lögreglan kannað mál hennar eftir að Allen hafði tilkynnt áreitið en rannsókn málsins leiddi ekki til þess að Gray var ákærður. Söngkonan áttaði sig þess vegna ekki á því að eltihrellir hennar væri kominn inn í svefnherbergið hennar þegar hann braust inn heima hjá henni í október síðastliðnum. Vinur Allen og börnin hennar tvö voru einnig heima. Fyrir dómi sagðist Gray hafa ætlað að skera Allen í andlitið með hníf þegar hann braust inn til hennar.„Hvað hefurðu gert við pabba minn helvítis tíkin þín?“ „Ég ligg í rúminu mínu og sé að hurðarhúnninn byrjar að hreyfast. Síðast ryðst hann inn og byrjar að öskra „Hvar er pabbi minn? Hvar er pabbi minn? Hvað hefurðu gert við pabba minn helvítis tíkin þín?“ Ég var í sjokki á þessum tímapunkti. Ég vissi ekki hvaða maður þetta var. Ég hafði áhyggjur af honum því ég sá að hann var mjög áhyggjufullur og í uppnámi en reiðin beindist öll að mér,“ sagði Allen í viðtalinu við BBC. Gray nálgaðist hana síðan þar sem hún lá í rúminu og reif sængina frá. Þá stökk Allen upp úr rúminu og hljóp í hinn enda herbergisins. Gray hélt hins vegar áfram að öskra á hana. Vinur Allen kom henni til bjargar og Gray stakk af en daginn eftir lét Allen lögregluna vita. Hún sagðist telja að þarna væri eltihrellir hennar til margra ára kominn en lögreglan var ekki á sama máli.Lily Allen á tónleikum.vísir/gettyÞað var ekki fyrr en Allen komst að því að handtöskunni hennar hefði verið stolið af manninum sem lögreglan fór að skoða málið. Þá var nefnilega um innbrot að ræða. Töskunni var síðan skilað tveimur dögum seinna en kveikt hafði verið í henni. Myndavélum var þá komið upp við hús hennar og daginn eftir var Gray handtekinn.Langaði að hjálpa honum Systir Gray hafði tilkynnt lögreglunni í Skotlandi að hann væri horfinn og móðir hans hafði sent lögreglunni tölvupóst sem hún hafði fengið frá honum þar sem hann kvaðst vera í London og ætlaði að myrða fræga manneskju. Allen er handviss um að hann hafi ætlað að drepa hana. Í vasa hans fannst mynd af Allen í Halloween-búningi en Gray var viss um að söngkonan væri að senda honum skilaboð með búningnum. Allen segist vera fegin því að nú eigi að dæma Gray. „Já, ég mun verða fegin ef hann verður dæmdur og meðhöndlaður sem andlega veikur einstaklingur því ef það er ekki gert þá er hvorki ég né börnin mín örugg. Ég er alls ekki reið út í Alex Gray. Ég sá um leið og hann kom inn í svefnherbergið mitt að hann væri veikur og að hann þarfnaðist hjálpar. Mig langaði að hjálpa honum þar sem ég fann strax að það væri eitthvað mikið að hjá honum og mér leið eins og kerfið hefði brugðist honum og mér,“ sagði Allen.Hluta úr viðtali Newsnight við Allen má sjá hér að neðan.
Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira