Hvað gera stjórnvöld í loftslagsmálum? Svavar Hávarðsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Markmið Íslands í orði eru metnaðarfull en á borði er ekkert áþreifanlegt um aðgerðir til að ná þeim. NordicPhotos/AFP Fulltrúar rúmlega 150 þjóða munu undirrita loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna við hátíðlega athöfn í New York á morgun. Þeirra á meðal er Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, sem undirritar samninginn fyrir hönd Íslands. Á sama tíma er engin heildstæð áætlun til um það hvernig Íslendingar ætla að standa undir þeirri skuldbindingu sem í samkomulaginu felst eða hvenær samningurinn verður fullgiltur af Alþingi. Stórt skrefEngum dylst að þjóðir heims stigu stórt skref í París í desember þar sem skrifað var undir loftslagssamning um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við tvær gráður. Þó að undirritunin í dag sé gleðiefni og söguleg að því leyti að aldrei hafa fleiri lönd undirritað alþjóðasamning á sama tíma áður, þá verður Parísarsamkomulagið ekki skuldbindandi samkvæmt alþjóðalögum fyrr en ekki færri en 55 ríki sem losa 55% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda hafa fullgilt það. Frakkar, og FranÇois Hollande, forseti Frakklands, ekki síst, hafa einsett sér að ná því takmarki áður en þeir skila af sér formennsku loftslagsnefndarinnar í nóvember þegar Marokkó tekur við keflinu. Getum fullgilt samninginn straxÁrni FinnssonÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á að þetta sé metnaðarfullt markmið en alls ekki útilokað að ná því. Mest er um vert að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína hafa sterklega gefið það í skyn að ríkin muni fullgilda Parísarsamkomulagið á þessu ári – og er þá mikið unnið. Hið sama gildir um tugi ríkja í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu, auk þess sem lítil eyríki munu tilkynna um fullgildingu við undirritun á morgun. „Parísarsamkomulagið frá desember virðist hafa leyst úr læðingi mjög jákvæða krafta innan Sameinuðu þjóðanna. Árangurinn í París var ótvíræður. Þess er hins vegar ekki að vænta að Evrópusambandið fullgildi samkomulagið á þessu ári eða jafnvel ekki því næsta. Þar er um að kenna skussum meðal ríkja Austur-Evrópu sem munu tefja ferlið innan ESB,“ segir Árni en bendir á að Ísland fylgi einmitt ESB að málum í gegnum loftslagsstefnu sambandsins. „En ekkert hindrar Ísland í að fullgilda samninginn strax í vor og verða á meðal fyrstu ríkjanna sem það gera. Að því ætti ríkisstjórn Sigurðar Inga skilyrðislaust að stefna,“ segir Árni. Stefnuleysið algjört?Undirritun felur vissulega í sér stefnumörkun en áður en stjórnvöld geta leyft sér að hnykla vöðvana að einhverju marki þarf Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu um fullgildingu samkomulagsins. Þá þingsályktunartillögu skal utanríkisráðherra leggja fram, en Lilja Alfreðsdóttir hefur ekki minnst á loftslagsmál þegar hún hefur verið innt eftir því hvaða mál hún setji í forgang á þeim mánuðum sem hún hefur til góðra verka. Árni tekur undir þetta en segir það hálfu verra að hvergi sé að sjá heildstæða stefnu Íslands í loftslagsmálum „heldur dundar hver ráðherra í sínu horni. Þannig er unnið að orkuskiptum í samgöngum á vegum iðnaðarráðherra en það starf virðist á engan hátt samhæft við sameiginlegt markmið ríkisstjórnarinnar, svo dæmi sé tekið. Umhverfisráðherrar hafa hver á fætur öðrum lagt fyrir ríkisstjórn stefnumið og aðgerðaáætlanir sem hafa verið samþykktar eftir þó nokkurt japl, jaml og fuður en umhverfisráðuneytið hefur ekki verið í stöðu til að fylgja þeim áætlunum eftir,“ segir Árni. Áætlun eða orðin tómÁ síðustu dögum hefur umhverfisráðuneytið skrifað undir „samkomulag um gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði“, og sett af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum. Spurður um sóknaráætlunina segir Árni að sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var nokkrum dögum fyrir Parísarfundinn, beri þess öll merki að hafa verið klambrað saman á örfáum dögum enda fátt bitastætt þar að finna innan um óljós loforð um skýrsluskrif og rannsóknir. „Það sem vantar er kjöt á beinin – áætlanir og raunhæfar aðgerðir sem samrýmast yfirlýsingum okkar um að uppfylla þau markmið sem í Parísarsamkomulaginu felast,“ segir Árni Finnsson. Verkefni sóknaráætlunar til að draga úr nettólosun á ÍslandiOrkuskipti í samgöngum: Aðgerðaáætlun til næstu ára vegna orkuskipta, jafnt á landi sem á hafi, verður lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi 2016. Rafbílar – efling innviða á landsvísu: Átak verður gert til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu á komandi árum. Vegvísir íslensks sjávarútvegs um samdrátt í losun: Vegvísirinn verður unninn á vegum Hafsins – Öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins. Loftslagsvænni landbúnaður: Unninn verður vegvísir um minnkun losunar í landbúnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Efling skógræktar og landgræðslu: Sett verður aukið fjármagn til skógræktar og landgræðslu. Endurheimt votlendis: Sett verður á fót verkefni um endurheimt votlendis. Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri: Styrkt verða verkefni sem miða að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri. Átak gegn matarsóun. Landsmarkmið Íslands: að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fulltrúar rúmlega 150 þjóða munu undirrita loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna við hátíðlega athöfn í New York á morgun. Þeirra á meðal er Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra, sem undirritar samninginn fyrir hönd Íslands. Á sama tíma er engin heildstæð áætlun til um það hvernig Íslendingar ætla að standa undir þeirri skuldbindingu sem í samkomulaginu felst eða hvenær samningurinn verður fullgiltur af Alþingi. Stórt skrefEngum dylst að þjóðir heims stigu stórt skref í París í desember þar sem skrifað var undir loftslagssamning um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda svo halda megi hlýnun lofthjúpsins innan við tvær gráður. Þó að undirritunin í dag sé gleðiefni og söguleg að því leyti að aldrei hafa fleiri lönd undirritað alþjóðasamning á sama tíma áður, þá verður Parísarsamkomulagið ekki skuldbindandi samkvæmt alþjóðalögum fyrr en ekki færri en 55 ríki sem losa 55% af heimslosun gróðurhúsalofttegunda hafa fullgilt það. Frakkar, og FranÇois Hollande, forseti Frakklands, ekki síst, hafa einsett sér að ná því takmarki áður en þeir skila af sér formennsku loftslagsnefndarinnar í nóvember þegar Marokkó tekur við keflinu. Getum fullgilt samninginn straxÁrni FinnssonÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, bendir á að þetta sé metnaðarfullt markmið en alls ekki útilokað að ná því. Mest er um vert að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína hafa sterklega gefið það í skyn að ríkin muni fullgilda Parísarsamkomulagið á þessu ári – og er þá mikið unnið. Hið sama gildir um tugi ríkja í Afríku, Suður-Ameríku og Asíu, auk þess sem lítil eyríki munu tilkynna um fullgildingu við undirritun á morgun. „Parísarsamkomulagið frá desember virðist hafa leyst úr læðingi mjög jákvæða krafta innan Sameinuðu þjóðanna. Árangurinn í París var ótvíræður. Þess er hins vegar ekki að vænta að Evrópusambandið fullgildi samkomulagið á þessu ári eða jafnvel ekki því næsta. Þar er um að kenna skussum meðal ríkja Austur-Evrópu sem munu tefja ferlið innan ESB,“ segir Árni en bendir á að Ísland fylgi einmitt ESB að málum í gegnum loftslagsstefnu sambandsins. „En ekkert hindrar Ísland í að fullgilda samninginn strax í vor og verða á meðal fyrstu ríkjanna sem það gera. Að því ætti ríkisstjórn Sigurðar Inga skilyrðislaust að stefna,“ segir Árni. Stefnuleysið algjört?Undirritun felur vissulega í sér stefnumörkun en áður en stjórnvöld geta leyft sér að hnykla vöðvana að einhverju marki þarf Alþingi að samþykkja þingsályktunartillögu um fullgildingu samkomulagsins. Þá þingsályktunartillögu skal utanríkisráðherra leggja fram, en Lilja Alfreðsdóttir hefur ekki minnst á loftslagsmál þegar hún hefur verið innt eftir því hvaða mál hún setji í forgang á þeim mánuðum sem hún hefur til góðra verka. Árni tekur undir þetta en segir það hálfu verra að hvergi sé að sjá heildstæða stefnu Íslands í loftslagsmálum „heldur dundar hver ráðherra í sínu horni. Þannig er unnið að orkuskiptum í samgöngum á vegum iðnaðarráðherra en það starf virðist á engan hátt samhæft við sameiginlegt markmið ríkisstjórnarinnar, svo dæmi sé tekið. Umhverfisráðherrar hafa hver á fætur öðrum lagt fyrir ríkisstjórn stefnumið og aðgerðaáætlanir sem hafa verið samþykktar eftir þó nokkurt japl, jaml og fuður en umhverfisráðuneytið hefur ekki verið í stöðu til að fylgja þeim áætlunum eftir,“ segir Árni. Áætlun eða orðin tómÁ síðustu dögum hefur umhverfisráðuneytið skrifað undir „samkomulag um gerð vegvísis um minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði“, og sett af stað verkefni um endurheimt votlendis í samræmi við sóknaráætlun í loftslagsmálum. Spurður um sóknaráætlunina segir Árni að sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar, sem kynnt var nokkrum dögum fyrir Parísarfundinn, beri þess öll merki að hafa verið klambrað saman á örfáum dögum enda fátt bitastætt þar að finna innan um óljós loforð um skýrsluskrif og rannsóknir. „Það sem vantar er kjöt á beinin – áætlanir og raunhæfar aðgerðir sem samrýmast yfirlýsingum okkar um að uppfylla þau markmið sem í Parísarsamkomulaginu felast,“ segir Árni Finnsson. Verkefni sóknaráætlunar til að draga úr nettólosun á ÍslandiOrkuskipti í samgöngum: Aðgerðaáætlun til næstu ára vegna orkuskipta, jafnt á landi sem á hafi, verður lögð fram á Alþingi sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi 2016. Rafbílar – efling innviða á landsvísu: Átak verður gert til að efla innviði fyrir rafbíla á landsvísu á komandi árum. Vegvísir íslensks sjávarútvegs um samdrátt í losun: Vegvísirinn verður unninn á vegum Hafsins – Öndvegisseturs um sjálfbæra nýtingu og verndun hafsins. Loftslagsvænni landbúnaður: Unninn verður vegvísir um minnkun losunar í landbúnaði með samvinnu stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands. Efling skógræktar og landgræðslu: Sett verður aukið fjármagn til skógræktar og landgræðslu. Endurheimt votlendis: Sett verður á fót verkefni um endurheimt votlendis. Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri: Styrkt verða verkefni sem miða að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri. Átak gegn matarsóun. Landsmarkmið Íslands: að taka þátt í sameiginlegu markmiði Evrópuríkja um 40% minnkun losunar til 2030 miðað við 1990.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira