Sérfræðingar þrifu ælu til að létta móralinn Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 21. apríl 2016 07:00 Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, biðst afsökunar á auglýsingu. Fréttablaðið/Stefán Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding Whale Watching óskaði nýverið eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Umrædd auglýsing var nýlega send út á opinn póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Fram kemur að auk vísindastarfa eigi starfsfólkið að annast afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum. Það þurfi að vinna allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir. Í auglýsingunni er sérstaklega tekið fram að umsækjendur þurfi að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna sem feli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum. BHM krefst þess að Elding greiði þeim sem ráðnir verða að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, segir um mistök að ræða. Ekki hafi átt að greina frá í verklýsingu kröfu um þrif og vinnu á bar. „Ég vissi ekki af því að þetta hefði verið tiltekið í auglýsingunni. Biðst afsökunar á því. Við erum með samning við Háskóla Íslands um að veita háskólanemendum aðstöðu til að stunda rannsóknir og viðhalda gagnagrunni sem unninn var upphaflega af nema sem var hjá okkur,“ útskýrir Rannveig. „Rannsóknarkrakkar koma með okkur frítt í ferðir og hafa aðstöðu hér. Þessir rannsóknarkrakkar hafa svo hjálpað til og unnið þessi verk, þrifin og fleira til að létta á móralnum. Það var oft þungur mórall meðal áhafnar um að hafa þau með.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir svör framkvæmdastjórans ekki duga. Störfin verða að vera launuð. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnumálastofnunar í gær. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfa í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði hann. Að sögn Halldórs er þetta fólk látið vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sé ekki boðið annað en fæði og húsnæði sem endurgjald. „Engir ráðningarsamningar eru gerðir, engir launaseðlar og oft er vinnudagurinn mjög langur,“ sagði Halldór og gagnrýndi Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Aðgerðaleysi þeirra er áberandi.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira
Hvalaskoðunarfyrirtækið Elding Whale Watching óskaði nýverið eftir tveimur sérfræðingum í ólaunuð sjálfboðastörf við rannsóknir á hegðun hvala. Umrædd auglýsing var nýlega send út á opinn póstlista vísindamanna sem stunda rannsóknir á sjávarspendýrum. Fram kemur að auk vísindastarfa eigi starfsfólkið að annast afgreiðslustörf og þrif um borð í hvalaskoðunarbátum. Það þurfi að vinna allt að 14 klukkustundir á dag og fái aðeins fæði og húsnæði fyrir. Í auglýsingunni er sérstaklega tekið fram að umsækjendur þurfi að vera sterkbyggðir, tilbúnir til að þrífa salerni og jafnvel ælu. Vinna á bar og færa til þunga hluti. BHM gerir alvarlegar athugasemdir við auglýsinguna sem feli í sér skýrt brot á kjarasamningum og lögum. BHM krefst þess að Elding greiði þeim sem ráðnir verða að lágmarki þau laun sem kjarasamningar tilgreina. Framkvæmdastjóri Eldingar, Rannveig Grétarsdóttir, segir um mistök að ræða. Ekki hafi átt að greina frá í verklýsingu kröfu um þrif og vinnu á bar. „Ég vissi ekki af því að þetta hefði verið tiltekið í auglýsingunni. Biðst afsökunar á því. Við erum með samning við Háskóla Íslands um að veita háskólanemendum aðstöðu til að stunda rannsóknir og viðhalda gagnagrunni sem unninn var upphaflega af nema sem var hjá okkur,“ útskýrir Rannveig. „Rannsóknarkrakkar koma með okkur frítt í ferðir og hafa aðstöðu hér. Þessir rannsóknarkrakkar hafa svo hjálpað til og unnið þessi verk, þrifin og fleira til að létta á móralnum. Það var oft þungur mórall meðal áhafnar um að hafa þau með.“ Erna Guðmundsdóttir, lögmaður BHM, segir svör framkvæmdastjórans ekki duga. Störfin verða að vera launuð. Halldór Grönvold, aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar, ræddi hagnýtingu ferðaþjónustufyrirtækja á sjálfboðaliðum á málþingi Vinnumálastofnunar í gær. „Nýjasta uppfinningin í þessari brotastarfsemi er erlent ungt fólk sem er fengið hingað til sjálfboðaliðastarfa í starfsþjálfun en er bara notað til undirboða á vinnumarkaði,“ sagði hann. Að sögn Halldórs er þetta fólk látið vinna við efnahagslega starfsemi, framleiðslu á vöru og þjónustu á markaði þar sem kjarasamningar gildi en sé ekki boðið annað en fæði og húsnæði sem endurgjald. „Engir ráðningarsamningar eru gerðir, engir launaseðlar og oft er vinnudagurinn mjög langur,“ sagði Halldór og gagnrýndi Samtök fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ég hef orðið fyrir vonbrigðum. Aðgerðaleysi þeirra er áberandi.“Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 21. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Fleiri fréttir Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Sjá meira