Erlent

Þrír ákærðir í Flint

Samúel Karl Ólason skrifar
Bill Schuette, dómsmálaráðherra Michigan.
Bill Schuette, dómsmálaráðherra Michigan. Vísir/AFP
Þrír menn hafa hafa verið ákærðir vegna vatnsmengunarinnar í Flint í Bandaríkjunum. Um er að ræða tvo starfsmenn Michigan og einn starfsmann borgarinnar. Þeir eru sakaðir um að hafa meðal annars að hafa átt við sönnunargögn, brot í starfi og að hafa afvegaleitt yfirvöld við rannsókn á blýmenguninni í drykkjarvatni borgarinnar.

Bill Schuette, dómsmálaráðherra Michigan, segir að von sé á fleiri ákærum vegna málsins.

Alvarleg mengun hefur verið í vatni bæjarins í tvö ár, eða eftir að bæjaryfirvöld ákváðu að spara sér fé með því að ná í vatnið úr Flint-fljóti frekar en úr Huron-vatni. Bæjaryfirvöld viðurkenndu þennan vanda þó ekki fyrr en í október síðastliðnum.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa tveir mannanna lýst yfir sakleysi sínu og ganga þeir nú lausir gegn tryggingu.

Málið hefur leitt til þess að háttsettir embættismenn í Flint og Michigan hafa verið sakaðir um rasisma þar sem flestir þeirra sem þurftu að nota mengað drykkjarvatn voru svartir. Þá voru yfirvöld lengi að bregðast við vandanum og hefur blý fundist í börnum af svæðinu. Það getur til lægri greindarvísitalna og hegðunarvandamála.


Tengdar fréttir

Ameríski draumurinn sem varð að eitruðu drykkjarvatni

Það var vorið 2014 sem að íbúar í borginni Flint í Michigan í Bandaríkjunum fóru að taka eftir því að vatnið sem kom úr krananum í íbúðum þeirra lyktaði illa og var stundum blátt, grænt eða brúnt á litinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×