Fleiri fréttir

Trump lofar að fara hvergi

„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær.

VIRK vill aukinn hlut í aðgerðaáætlun

VIRK starfsendurhæfingarsjóður telur mikilvægt að sjóðurinn fá aukna aðkomu að þeim lið aðgerðaáætlunar stjórnvalda í geðheilbrigðismálum sem snýr að ráðningu ríkis og sveitarfélaga á fólki sem lent hefur utan vinnumarkaðar vegna langvinnra geðsjúkdóma.

Markmið að færa fé út á land

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir það markmið tillagna meirihluta nefndarinnar að færa fé út á land. Styrkja þurfi grunnstoðir samfélaga vítt og breitt um landið. aæsdfjkæklsjfklæsdklfklsdfklskldfklskldfklsdklfksdfkks

Grátið og klappað við dómsuppsögu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Ástu Kristínu Andrésdóttur hjúkrunarfræðing af ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Hún segist alltaf hafa vonast eftir þeirri niðurstöðu. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga kallar eftir ranns

Sjá mengunarmökkinn veltast áfram

Stefán Úlfarsson býr í Peking ásamt eiginkonu og dóttur. Þar ríkir ófremdarástand dögum saman vegna loftmengunar. Svo alvarlegt er ástandið að fólk flytur frá borginni. Stefán segir það orðið koma til greina að flýja ófremdarástand.

Segjast glíma við nýja tegund útgerðarmanna

Formaður VM segir útgerðir hafa hótað sjómönnum sem lýst hafi skoðunum eða sett fram kröfur í kjaramálum. Viðræðum hefur verið frestað. SFS segir að ekki standi á þeim. Samningar lausir frá 2011.

Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum

Biokraft ehf. vill reisa þrettán 149 metra vindmyllur norðan Þykkvabæjar þar sem tvær vindmyllur fyrirtækisins hafa framleitt rafmagn frá 2014. Uppsett afl verður 45 MW miðað við 1,2 MW í dag. Aflið er svipað og í Írafossvirkjun.

Ásökun um kynferðisbrot ekki endilega meiðyrði

Enginn hefur verið dæmdur til greiðslu miskabóta í Hæstarétti fyrir að tjá sig um eigin reynsu af kynferðisbroti, segir Sigrún Jóhannsdóttir lögmaður konu sem hefur verið krafin um greiðslu vegna ummæla um meint fyrnd kynferðisbrot á Facebook.

Sjá ávinning í að efla starfsmenntun

Fram undan er átak í að fjölga nemendum sem ljúka starfsnámi. Til þess að svo verði þarf að koma á markvissu námi sem höfðar til nemenda, tryggja nemendum vinnustaðanám og stofna fagháskólastig þannig að ungt fólk líti á starfsnám sem lykil í áframhaldandi nám á háskólastigi, þetta kom fram á fundi Menntamálastofnunar og Rannís á miðvikudaginn undir yfirskriftinni: Átak í starfsmenntun – starfsgreinaráðin, skólarnir og stoðkerfið.

Skordýr og timbur í fiskafóðri framtíðar

Leitað er nýrra leiða til að framleiða fóður fyrir eldisfisk. Hvatinn er sívaxandi fiskeldi sem mun mæta þörfum mannkyns fyrir meira fiskmeti í framtíðinni en meira verður ekki tekið af villtum stofnum.

Segist vera stríðsmaður barnanna

Robert Lewis Dear sem ákærður er fyrir að hafa skotið þrjá til bana og sært níu í skotárás á læknastofu þar sem fóstureyðingar fara fram í Colorado í Bandaríkjunum, segist vera sekur.

Varla þurrt auga í salnum

Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk.

Ólafur Ragnar sagði það ekki tíðkast að svipta menn fálkaorðunni

Forseti Íslands sagði árið 2012 að það tíðkaðist ekki að svipta menn fálkaorðunni. Formaður orðunefndar forsetans segist sjálfur hafa lagt það til að svipta Sigurð Einarsson réttinum til að bera orðuna, en engin fordæmi eru fyrir slíkri ákvörðun hér á landi.

Viðgerð lokið á byggðalínuhringnum

Raforkuafhending Landsnets er að komast í eðlilegra horf eftir að viðgerð lauk á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðum í óveðrinu í fyrrakvöld.

Umræða um fjórtán ára ólétt flóttabarn í Noregi

Norsk yfirvöld brugðust ekkert við eftir að sýrlenskt par sótti um hæli í landinu fyrir tveimur vikum. Parið á átján mánaða son og á von á öðru barni, en mamman er einungis fjórtán ára gömul.

Sjá næstu 50 fréttir