Innlent

Viðgerð lokið á byggðalínuhringnum

Atli ísleifsson skrifar
Viðgerð er að ljúka á Kópaskerslínu og verður hún komin aftur í rekstur í kvöld.
Viðgerð er að ljúka á Kópaskerslínu og verður hún komin aftur í rekstur í kvöld. Mynd/Landsnet
Raforkuafhending Landsnets er að komast í eðlilegra horf eftir að viðgerð lauk á byggðalínuhringnum sem fór í sundur á tveimur stöðumí óveðrinu í fyrrakvöld.

Í tilkynningu frá Landsneti segir að viðgerð sé einnig að ljúka á Kópaskerslínu og verður hún komin aftur í rekstur í kvöld.

„Þá er viðgerð hafin á Breiðadalslínu 1 sem er í sundur í Dýrafirði þar sem 17 möstur brotnuðu vegna ísingar og vindálags í fyrrakvöld.

Norðanverðir Vestfirðir fá rafmagn frá varaaflsstöðinni í Bolungarvík meðan á viðgerð stendur og því er ekkert rafmagnsleysi lengur hjá viðskiptavinum Landsnets og raforkuafhending að færast í eðlilegra horf á ný eftir óveðrið í fyrrakvöld,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×