Segjast glíma við nýja tegund útgerðarmanna Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Útgerðarmenn segja fulltrúa félaga sjómanna hafa kosið að fresta viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). vísir/stefán „Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerðanna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélaganna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS.Guðmundur Ragnarsson„Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun viðræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá Ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undanfarin ár í sjávarútvegi.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri SamherjaSFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Fulltrúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta viðræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“ Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
„Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerðanna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélaganna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS.Guðmundur Ragnarsson„Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun viðræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá Ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undanfarin ár í sjávarútvegi.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri SamherjaSFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Fulltrúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta viðræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira