Segjast glíma við nýja tegund útgerðarmanna Óli Kristján Ármannsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Útgerðarmenn segja fulltrúa félaga sjómanna hafa kosið að fresta viðræðum við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). vísir/stefán „Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerðanna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélaganna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS.Guðmundur Ragnarsson„Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun viðræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá Ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undanfarin ár í sjávarútvegi.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri SamherjaSFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Fulltrúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta viðræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“ Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira
„Við viljum hitta sem flesta félagsmenn og við munum ræða þá staðreynd að það mun ekkert fást frá útgerðinni nema henni verði stillt upp við vegg,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM – Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna. Á vef VM kemur fram að boðað verði til funda milli jóla og nýárs til að ræða stöðuna sem upp sé komin í kjaraviðræðum félaga sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), en þeim var frestað á föstudag. Sjómenn hafa verið samningslausir frá 2011. Guðmundur segir upp komna undarlega stöðu. Af hálfu útgerðanna sé með öllum ráðum unnið á móti tilraunum verkalýðsfélaganna til að spyrna við fótum á móti breytingum sem útgerðirnar hafi komið á um borð í skipunum. „Okkar félagsmenn hafa ekki lengur stöðu til að hafa skoðun eða setja fram sínar kröfur án hótana,“ segir hann. Dæmi séu um að mönnum hafi ekki bara verið hótað brottrekstri, heldur útilokun um ráðningu hjá öðrum útgerðum innan SFS.Guðmundur Ragnarsson„Við glímum nú við nýja tegund útgerðarmanna. Ég hef ekki kynnst neinu slíku frá því ég byrjaði að vinna við samningagerð,“ segir Guðmundur. Um sjö stórar útgerðir ráði öllu. „Staðan er sú að sjómenn andmæla ekki Þorsteini Má í Samherja, Gunnþóri í Síldarvinnslunni, eða þeim á Höfn eða í Vestmannaeyjum. Þetta er veruleikinn sem við glímum við.“ Í tilkynningu SFS um frestun viðræðnanna er áréttað að þeim hafi ekki verið slitið og þær séu áfram hjá Ríkissáttasemjara. „Frá því samningar voru lausir í ársbyrjun 2011 hafa sjómenn fengið hækkun kauptryggingar og kaupliða í samræmi við hækkanir á almennum markaði. Þótt samningar séu lausir gildir síðasti kjarasamningur þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður,“ segir þar og bent á að tekjur sjómanna ráðist af fiskverði á hverjum tíma. Þeir hafi því notið þess góðæris sem verið hafi undanfarin ár í sjávarútvegi.Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri SamherjaSFS hafi lýst sig reiðubúin til að reyna að ljúka samningum við sjómenn fyrir næstu áramót. Fulltrúar sjómanna telji ekki ástæðu til þess og hafi ákveðið að fresta viðræðum. „SFS er hins vegar ávallt reiðubúið til viðræðna við fulltrúa sjómanna um endurskoðun kjarasamninga.“
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Fleiri fréttir Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Sjá meira