Öllu nema jólakettinum stolið af Langlegg og Skjóðu: „Þetta er alveg ömurlegt“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2015 21:27 Hljóðfærum upp á 350.000 var stolið en blessunarlega slapp jólakötturinn. Vísir/Andri Marinó Óprúttinn aðili braust inn í bíl Andreu Aspar Karlsdóttur á aðfaranótt mánudags við Brautarholt í Reykjavík og lét þar greipar sópa um leikmuni og hljóðfæri sem Andrea og félagar hennar, Langleggur og Skjóða nota til að skemmta börnum víðsvegar um landið. „Þetta er alveg ömurlegt. Í bílnum voru öll hljóðfæri, hljóðnemar og nánast allir leikmunir fyrir Langlegg og Skjóðu.“ Andrea, jólakötturinn, jólasveinar, Langleggur og Skjóða sjá um að halda jólaböll og skemmtanir fyrir börn og höfðu nýlokið tveimur sýningum. Því var allt hafurtaskið í bíl Andreu en nágranni hennar lét hana vita að því að búið væri að brjótast inn í bíl hennar. „Ég var að vinna heima um morguninn. Um hádegi bankar nágranni minn upp á hjá mér og spyr hvort að það sé búið að brjótast inn í bílinn minn. Ég segi bara „ha, nei!“, hleyp út og sé að það er búið að brjóta hliðarrúðu í bílnum.“Blessunarlega var jólakettinum ekki stolið.Jólakötturinn slapp Verðmæti þess sem var stolið er hátt í 350.000 krónur en meðal þess sem var tekið var nýtt rafmagnspíanó, hljóðnemar og nánast allir leikmunir sem notaðir eru í sýningu leikhóps Andreu sem sér þó ljósið í myrkrinu því að jólakötturinn, sem sjá má hér til hægri, slapp undan þjófunum. „Ég er búinn að eyða alveg endalausum tíma í jólaköttinn og sem betur fer var hann inni hjá mér. Það var smá rifa á brúðunni og ég tók hann inn með mér til þess að laga hann.“ Eins og við er að búast er nóg að gera hjá þeim öllum í desember enda mikið um jólaböll og skemmtanir. Því mætti ef til vill búast við að desember væri hreinlega ónýtur fyrir hópinn. Svo er ekki enda kom hjálp úr óvæntri átt. „Vegna óveðursins á mánudeginum var búið að fresta öllum sýningum á þriðjudaginn. Ég gat því reddað öllu því sem við þurfum til þess að halda sýningar. Ég gat meira að segja látið laga bílinn minn en snillingarnir á bílrúðuverkstæðinu tóku hann inn fyrir mig á mánudeginum og redduðu þessu.“Biður fólk um að hafa augin opin fyrir því sem var stoliðAndrea er blessunarlega tryggð fyrir stuldinum og hefur kært málið til lögreglu. Hún á reyndar ekki endilega von á því að þjófurinn eða þjófarnir finnist en í þjófnaðinum var hanski skilinn eftir. Hún vill þó endilega endurheimta því sem var stolið og biðlar til allra að hafa augun opin. „Ég er búin að setja upplýsingar um það sem var stolið á allar þessar helstu síður þar sem hljóðfæri eru seld. Það er mjög mikilvægt að fólk komist ekki upp með að stela bara hlutum.“ Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Óprúttinn aðili braust inn í bíl Andreu Aspar Karlsdóttur á aðfaranótt mánudags við Brautarholt í Reykjavík og lét þar greipar sópa um leikmuni og hljóðfæri sem Andrea og félagar hennar, Langleggur og Skjóða nota til að skemmta börnum víðsvegar um landið. „Þetta er alveg ömurlegt. Í bílnum voru öll hljóðfæri, hljóðnemar og nánast allir leikmunir fyrir Langlegg og Skjóðu.“ Andrea, jólakötturinn, jólasveinar, Langleggur og Skjóða sjá um að halda jólaböll og skemmtanir fyrir börn og höfðu nýlokið tveimur sýningum. Því var allt hafurtaskið í bíl Andreu en nágranni hennar lét hana vita að því að búið væri að brjótast inn í bíl hennar. „Ég var að vinna heima um morguninn. Um hádegi bankar nágranni minn upp á hjá mér og spyr hvort að það sé búið að brjótast inn í bílinn minn. Ég segi bara „ha, nei!“, hleyp út og sé að það er búið að brjóta hliðarrúðu í bílnum.“Blessunarlega var jólakettinum ekki stolið.Jólakötturinn slapp Verðmæti þess sem var stolið er hátt í 350.000 krónur en meðal þess sem var tekið var nýtt rafmagnspíanó, hljóðnemar og nánast allir leikmunir sem notaðir eru í sýningu leikhóps Andreu sem sér þó ljósið í myrkrinu því að jólakötturinn, sem sjá má hér til hægri, slapp undan þjófunum. „Ég er búinn að eyða alveg endalausum tíma í jólaköttinn og sem betur fer var hann inni hjá mér. Það var smá rifa á brúðunni og ég tók hann inn með mér til þess að laga hann.“ Eins og við er að búast er nóg að gera hjá þeim öllum í desember enda mikið um jólaböll og skemmtanir. Því mætti ef til vill búast við að desember væri hreinlega ónýtur fyrir hópinn. Svo er ekki enda kom hjálp úr óvæntri átt. „Vegna óveðursins á mánudeginum var búið að fresta öllum sýningum á þriðjudaginn. Ég gat því reddað öllu því sem við þurfum til þess að halda sýningar. Ég gat meira að segja látið laga bílinn minn en snillingarnir á bílrúðuverkstæðinu tóku hann inn fyrir mig á mánudeginum og redduðu þessu.“Biður fólk um að hafa augin opin fyrir því sem var stoliðAndrea er blessunarlega tryggð fyrir stuldinum og hefur kært málið til lögreglu. Hún á reyndar ekki endilega von á því að þjófurinn eða þjófarnir finnist en í þjófnaðinum var hanski skilinn eftir. Hún vill þó endilega endurheimta því sem var stolið og biðlar til allra að hafa augun opin. „Ég er búin að setja upplýsingar um það sem var stolið á allar þessar helstu síður þar sem hljóðfæri eru seld. Það er mjög mikilvægt að fólk komist ekki upp með að stela bara hlutum.“
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira