Innlent

Áreksturinn í Straumsvík: Fólkið komið úr öndunarvél

Atli ísleifsson skrifar
Þrír í öðrum bílnum og einn í hinum.
Þrír í öðrum bílnum og einn í hinum. MYND/VINI ABAZI
Tveir eru enn á gjörgæslu eftir áreksturinn sem varð á Reykjanesbraut við álverið í Straumsvík um hádegisbil í gær.

Hvorugur þeirra er lengur í öndunarvél og er líðan ágæt, að sögn Gúðnýjar Helgu Herbertsdóttur, upplýsingafulltrúa Landspítalans.

Guðný Helga segir í samtali við Vísi að búið sé að útskrifa þann þriðja sem var á gjörgæslu eftir slysið og hefur sá verið færður á aðra deild með beinbrot.

Alls voru fjórir fluttir á Landspítalann í Fossvogi eftir slysið og voru þrír á gjörgæslu síðdegis í gær. Sá fjórði var fluttur á aðra deild með minni meiðsl.

Slysið varð þegar tveir bílar rákust saman eftir að hafa verið ekið úr gagnstæðri átt og annar farið yfir á hinn vegarhelminginn. Þrír í öðrum bílnum og einn í hinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×