Innlent

Sæmundur fróði hífður upp

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá björgunaraðgerðum á vettvangi í Reykjavíkurhöfn.
Frá björgunaraðgerðum á vettvangi í Reykjavíkurhöfn. Vísir/Pjetur
Unnið hefur verið að því síðdegis að hífa bátinn Sæmund fróða upp úr gömlu höfninni við Ægisgarð í Reykjavík. Báturinn er annar tveggja sem sukku í óveðrinu sem gekk yfir landið aðfaranótt þriðjudags en hinn báturinn var hífður upp í gær.

Sæmundur fróði er í eigu Háskóla Íslands. H alldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjunum og umsjónarmaður Sæmundar fróða, sagði um mikið áfall og töluvert tjón að ræða fyrir skólann í samtali við Vísi í gær.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×