Innlent

Búið að ná tökum á ástandinu: Vinna að því að gera efnið óskaðlegt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tökum á hættuástandi sem skapaðist vegna eiturefnaleka við húsnæði Olís við Héðinsgötu um hádegisbil. Um saltsýruleka var að ræða úr tanki sem var inni í gámi sem nýlega var komið með á svæðið og skapaðist nokkur hætta um tíma.

Guðmundur Halldórsson varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að búið sé að ná tökum á ástandinu. Efninu hefur verið dælt í annan tank og nú er unnið að því að hreinsa svæðið.

„Þetta er mjög hættulegt efni við innöndun, sterk stýra um 36 prósnet,“ segir Guðmundur. Hann segir gámnum hafa verið ekið á svæðið með bíl frá Eimskipum og sennilegast hafi byrjað að leka áður án þess að það hafi fengist staðfest. Verið sé að grennslast fyrir um það.

„Bílstjórinn kvartaði strax þegar gámurinn kom hingað að það læki eitthvað. Hann fann fyrir öndunarfærunum. Við erum að reyna að finna út hvar hann er,“ segir Guðmundur. Mennirnir sem veittu gámnum viðtöku hafi strax gert sér grein fyrir því hvað væri að gerast.

„Þeir opnuðu strax gáminn til að sjá hvað væri að gerast. Þá kom í ljós að einn tankurinn, sem var þúsund lítrar, var með götum á,“ segir Guðmundur. Tæmt hafi verið úr tankinum allt sem hægt var að tæma. 

Guðmundur segir nú unnið að því að núllstilla efni á svæðinu til að gera það óskaðlegt. Það sé mjög tímafrekt og kalli á marga menn.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×