Fleiri fréttir

Vilja stærri skref stigin í tollalækkun

Félag atvinnurekenda hefur gefið út skýrslu um tolla á matvæli. Leggur félagið til fimmtíu prósenta lækkun almennra tolla á matvæli og afnám að fullu á alifugla- og svínakjöti.

Þjónusta á eins og mögulegt er

„Ég get staðfest að ég sendi bréf á einn yfirlækni. Nánar get ég ekki farið út í þau mál,“ segir Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Gunnari Inga Gunnarssyni yfirlækni heilsugæslunnar í Árbæ barst umrætt bréf í fyrradag þar sem hann fékk áminntur vegna framgangs í verkfalli móttökuritara stöðvarinnar. Honum gæti verið sagt upp vegna málsins.

Nauðsynlegt að vera meðvituð um sorg þeirra sem skilja

Guðný Hallgrímsdóttir prestur hefur skrifað bók til að styðja þá sem skilja í átt til betra lífs. Skilnaður þarf ekki að vera það versta sem kemur fyrir fólk. Fólk þarf að vanda sig betur þegar það hefur ákveðið að skilja.

Segir lekann koma frá Landspítala

Landspítalinn gaf Útlendingastofnun upplýsingar um foreldra sem eignuðust barn á spítalanum. Í kjölfarið óskaði stofnunin eftir lögreglurannsókn. Ekki er vitað hver á spítalanum hringdi í stofnunina.

Þurfum útlendinga í 5.000 störf

Íslendingar hafa þurft erlent vinnuafl frá árinu 2012 og munu þurfa það áfram. Hagvöxtur verður yfir 5 prósent í ár, en mun svo minnka. Hugsanlegt að mikil fjárfesting í hótelum dragi úr íbúðafjárfestingu.

Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir

Sjö einstaklingar frá Hvíta-Rússlandi voru sendir úr landi með endurkomubanni í byrjun október. Fólkið sótti hér um hæli, með fölsuð vegabréf, til að stela vörum á meðan hælisumsóknin væri í ferli. Þýfi fannst fyrir tvær milljónir við húsleit hjá fólkinu.

Biden býður sig ekki fram

"Þó að ég verði ekki frambjóðandi mun ég ekki þegja,“ sagði Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, í ræðu fyrir utan Hvíta húsið í gær. Í ræðunni tilkynnti hann um að hann myndi ekki leita eftir tilnefningu Demókrataflokksins til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna.

Landlæknir á móti frumvarpi

Embætti landlæknis sér ástæðu til að ítreka afstöðu sína gegn þeirri breytingu sem lögð er fram í frumvarpi til laga um sölu áfengis í almennum verslunum. Vitnað er til umræðu á Alþingi í því sambandi.

Verulega hægir á vexti makríls

Vaxtarhraða og holdafari makríls í Norðaustur-Atlantshafi hefur hrakað jafnt og þétt síðan árið 2004. Síaukin samkeppni um takmarkaða fæðu er talin vera helsta orsökin.

Tuttugu og einn bíll skemmdur í Skeifunni

Lögreglu var tilkynnt um að brotnar hefðu verið sex rúður í bílum á bílaplani í Skeifunni í byrjun október. Tveimur dögum síðar voru rúður brotnar í fimmtán bílum til viðbótar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur málið til rannsóknar.

Halldór sitji ekki beggja vegna borðsins

Fráfarandi formaður Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, gagnrýnir að Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borginni, sitji beggja vegna borðs þar sem hann sé á sama tíma oddviti og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þetta kom fram á aðalfundi Varðar á þriðjudag.

Háir verndartollar þótt vörurnar séu ekki framleiddar hér

Stór hluti verndartolla leggst á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eru ekki framleiddar í fullnægjandi magni eða teljast ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin missir því marks og skaðar eingöngu neytendur og samkeppni, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Félags atvinnurekenda.

Boða aðgerðir á húsnæðismarkaði

Búast má við því að byggingarreglugerð verði breytt og hugmyndasamkeppni sett af stað um hagkvæmar húsnæðislausnir, til að lækka byggingarkostnað. Þetta kom fram á fjölmennum samráðsfundi stjórnvalda um aðgerðir á sviði húsnæðismála.

Hægur gangur í viðræðunum

Ríkið hefur boðið sambærilegar hækkanir og á almenna markaðnum, en félögin krefjast sömu hækkana og gerðardómur dæmdi öðrum ríkisstarfsmönnum.

Sjá næstu 50 fréttir