1.000 hestafla Aston Martin RapidE Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2015 10:41 Aston Martin RapidE. Automobil Magazine Aston Martin vinnur ekki bara að fyrsta jeppa sínum, DBX, því heyrst hefur að fyrirtækið ætli líka að smíða 1.000 hestafla rafmagnsbíl uppúr Rapide bíl sínum. Hann fengi nafnið Aston Martin RapidE og yrði með rafmagnsmótora á öllum hjólum þar sem svona mikið afl væri of mikið fyrir aðeins annan öxul bílsins. Meiningin er að smíða fyrst tilraunabíl sem sæi dagsljósið árið 2017 og hann yrði aðeins með 550 hestafla drifrás knúin rafmagni. Það er sama afl og er í Aston Martin Rapide með 12 strokka bensínmótor. Þessi bíll yrði afturhjóladrifinn og kæmist um 320 kílómetra á hverri hleðslu. Öflugri útgáfa hans kæmist hinsvegar styttri vegalengd á fullri hleðslu. Aston Martin er ekki að fela þá staðreynd að bílnum verði ætlað að keppa við Tesla Model S. Meiningin er að smíða um 400 bíla ári og selja 100 þeirra í Kína. Verðið yrði kringum 200.000 pund, eða 39 milljónir króna. Það er miklu meira en Tesla Model S kostar. Þessi nýi rafmagnsbíll Aston Martin er ekki síst ætlaður til að mæta ströngum kröfum um minna mengandi bíla fyrirtækisins, en allar bílgerðir þess í dag eru með ógnarstórar vélar sem menga mikið. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent
Aston Martin vinnur ekki bara að fyrsta jeppa sínum, DBX, því heyrst hefur að fyrirtækið ætli líka að smíða 1.000 hestafla rafmagnsbíl uppúr Rapide bíl sínum. Hann fengi nafnið Aston Martin RapidE og yrði með rafmagnsmótora á öllum hjólum þar sem svona mikið afl væri of mikið fyrir aðeins annan öxul bílsins. Meiningin er að smíða fyrst tilraunabíl sem sæi dagsljósið árið 2017 og hann yrði aðeins með 550 hestafla drifrás knúin rafmagni. Það er sama afl og er í Aston Martin Rapide með 12 strokka bensínmótor. Þessi bíll yrði afturhjóladrifinn og kæmist um 320 kílómetra á hverri hleðslu. Öflugri útgáfa hans kæmist hinsvegar styttri vegalengd á fullri hleðslu. Aston Martin er ekki að fela þá staðreynd að bílnum verði ætlað að keppa við Tesla Model S. Meiningin er að smíða um 400 bíla ári og selja 100 þeirra í Kína. Verðið yrði kringum 200.000 pund, eða 39 milljónir króna. Það er miklu meira en Tesla Model S kostar. Þessi nýi rafmagnsbíll Aston Martin er ekki síst ætlaður til að mæta ströngum kröfum um minna mengandi bíla fyrirtækisins, en allar bílgerðir þess í dag eru með ógnarstórar vélar sem menga mikið.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent