Vilja stærri skref stigin í tollalækkun Sveinn Arnarsson skrifar 22. október 2015 10:00 Útgjöld meðalstórrar fjölskyldu gætu snarlækkað ef tollar á innflutt matvæli verða afnumdir eða lækkaðir stórlega, að mati Félags atvinnurekenda. vísir/gva Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér skýrslu þar sem lögð er til stórfelld lækkun matartolla til hagsbóta fyrir neytendur í landinu. Leggur félagið til að almennir tollar á innfluttar búvörur verði lækkaðir um helming, á svína- og alifuglakjöt verði tollar afnumdir að fullu sem og búvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Formaður Framsýnar á Húsavík fullyrðir að afnám tolla muni fækka afurðastöðvum og skapa atvinnuleysi í greininni. Skýrslan, sem ber heitið Matartollar, verndarstefna eða samkeppni og valfrelsi neytenda? er unnin af starfsmönnum Félags atvinnurekenda með það að markmiði að sýna stjórnvöldum fram á hagræn áhrif þess að lækka stórlega tolla á matvæli. Þar kemur fram að verð á matvælum á Íslandi gæti lækkað um allt að 28 prósent. Í skýrslunni segir að stór hluti verndartolla leggist á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eða teljist ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin skaði því neytendur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Þetta er að okkar mati rétti tímapunkturinn til að herða á umræðunni, leggja fram tillögur og hvetja stjórnvöld til að skilja matvæli ekki út undan í áformum sínum um afnám tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Einnig er að finna í skýrslunni gagnrýni á kvótafyrirkomulag í innflutningi matvæla. Innflytjendur þurfi að bjóða í svokallaða tollkvóta og hefur eftirspurnin eftir þeim verið svo mikil undanfarin ár að lítill sem enginn ávinningur hefur fengist af þeim fyrir íslenska neytendur. Ef þessar tillögur myndu ná fram að ganga yrði það líklegast mikið strandhögg fyrir alifugla- og svínarækt í landinu. Ólafur telur samt sem áður að til lengri tíma litið sé frjáls verslun öllum til hagsbóta. „Ef tollar yrðu aflagðir á kjúkling og svín yrði greinin annaðhvort að hagræða hjá sér eða keppa á gæðum og bjóða þá betri vöru. Hitt er svo annað mál að það er ástæðulaust að vernda óhagkvæmar atvinnugreinar með tollum. Fyrir því eru færð gild rök í skýrslu starfshóps sem lagði til afnám tolla á öðrum vörum en matvælum. Það eru hins vegar engin önnur lögmál með innflutt matvæli og aðrar vörur.“Segir afnám tolla valdið skaða í landbúnaðiAðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, telur að afnám tolla á matvæli gæti stórskaðað landbúnaðarhéruð, fólk misst vinnuna og afurðastöðvum myndi óhjákvæmilega fækka. Matvælaiðnaður á Íslandi er með um 17 prósent af heildarveltu í iðnaði og á síðasta ári störfuðu um 4.000 manns við matvælaframleiðslu á landinu. „Landbúnaðarráðherra hefur stórlækkað tolla á matvæli. Ég fullyrði það að stjórnvöld rannsökuðu ekki á nokkurn hátt hvaða afleiðingar þessi samningur við ESB gæti haft í för með sér og gagnrýni þannig vinnubrögð. Tollalækkun á matvæli mun fækka starfsfólki í greininni og valda atvinnuleysi í landbúnaðarhéruðum alls staðar á landinu, ekki bara hér á starfssvæði Framsýnar,“ segir Aðalsteinn Árni.Staðreyndir umtolla á valda matvöruSætar kartöflur eru ekki ræktaðar á Íslandi. Samt sem áður er lagður þrjátíu prósenta tollur á sætar kartöflur sem fluttar eru til landsins. Algengt útsöluverð í dag á kílói af sætum kartöflum er 360-490 krónur en með afnámi tolla gæti kílóið lækkað niður í 280-390 krónur. 59 prósenta verðtollur er lagður á innflutt kartöflusnakk. Tvö fyrirtæki framleiða kartöflusnakk á Íslandi. Neysla hérlendis á kartöflusnakki er mun meiri en sem nemur framleiðslu þessara tveggja fyrirtækja ár hvert. Hins vegar er enginn tollur lagður á snakk sem gert er úr maís ef varan kemur frá EES. Enginn framleiðir maíssnakk hérlendis. Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Félag atvinnurekenda hefur sent frá sér skýrslu þar sem lögð er til stórfelld lækkun matartolla til hagsbóta fyrir neytendur í landinu. Leggur félagið til að almennir tollar á innfluttar búvörur verði lækkaðir um helming, á svína- og alifuglakjöt verði tollar afnumdir að fullu sem og búvörur sem ekki eru framleiddar hér á landi. Formaður Framsýnar á Húsavík fullyrðir að afnám tolla muni fækka afurðastöðvum og skapa atvinnuleysi í greininni. Skýrslan, sem ber heitið Matartollar, verndarstefna eða samkeppni og valfrelsi neytenda? er unnin af starfsmönnum Félags atvinnurekenda með það að markmiði að sýna stjórnvöldum fram á hagræn áhrif þess að lækka stórlega tolla á matvæli. Þar kemur fram að verð á matvælum á Íslandi gæti lækkað um allt að 28 prósent. Í skýrslunni segir að stór hluti verndartolla leggist á vörur sem ýmist eru ekki framleiddar hér á landi eða teljist ekki til hefðbundinnar búvöruframleiðslu. Verndin skaði því neytendur.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.„Þetta er að okkar mati rétti tímapunkturinn til að herða á umræðunni, leggja fram tillögur og hvetja stjórnvöld til að skilja matvæli ekki út undan í áformum sínum um afnám tolla,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Einnig er að finna í skýrslunni gagnrýni á kvótafyrirkomulag í innflutningi matvæla. Innflytjendur þurfi að bjóða í svokallaða tollkvóta og hefur eftirspurnin eftir þeim verið svo mikil undanfarin ár að lítill sem enginn ávinningur hefur fengist af þeim fyrir íslenska neytendur. Ef þessar tillögur myndu ná fram að ganga yrði það líklegast mikið strandhögg fyrir alifugla- og svínarækt í landinu. Ólafur telur samt sem áður að til lengri tíma litið sé frjáls verslun öllum til hagsbóta. „Ef tollar yrðu aflagðir á kjúkling og svín yrði greinin annaðhvort að hagræða hjá sér eða keppa á gæðum og bjóða þá betri vöru. Hitt er svo annað mál að það er ástæðulaust að vernda óhagkvæmar atvinnugreinar með tollum. Fyrir því eru færð gild rök í skýrslu starfshóps sem lagði til afnám tolla á öðrum vörum en matvælum. Það eru hins vegar engin önnur lögmál með innflutt matvæli og aðrar vörur.“Segir afnám tolla valdið skaða í landbúnaðiAðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar á Húsavík, telur að afnám tolla á matvæli gæti stórskaðað landbúnaðarhéruð, fólk misst vinnuna og afurðastöðvum myndi óhjákvæmilega fækka. Matvælaiðnaður á Íslandi er með um 17 prósent af heildarveltu í iðnaði og á síðasta ári störfuðu um 4.000 manns við matvælaframleiðslu á landinu. „Landbúnaðarráðherra hefur stórlækkað tolla á matvæli. Ég fullyrði það að stjórnvöld rannsökuðu ekki á nokkurn hátt hvaða afleiðingar þessi samningur við ESB gæti haft í för með sér og gagnrýni þannig vinnubrögð. Tollalækkun á matvæli mun fækka starfsfólki í greininni og valda atvinnuleysi í landbúnaðarhéruðum alls staðar á landinu, ekki bara hér á starfssvæði Framsýnar,“ segir Aðalsteinn Árni.Staðreyndir umtolla á valda matvöruSætar kartöflur eru ekki ræktaðar á Íslandi. Samt sem áður er lagður þrjátíu prósenta tollur á sætar kartöflur sem fluttar eru til landsins. Algengt útsöluverð í dag á kílói af sætum kartöflum er 360-490 krónur en með afnámi tolla gæti kílóið lækkað niður í 280-390 krónur. 59 prósenta verðtollur er lagður á innflutt kartöflusnakk. Tvö fyrirtæki framleiða kartöflusnakk á Íslandi. Neysla hérlendis á kartöflusnakki er mun meiri en sem nemur framleiðslu þessara tveggja fyrirtækja ár hvert. Hins vegar er enginn tollur lagður á snakk sem gert er úr maís ef varan kemur frá EES. Enginn framleiðir maíssnakk hérlendis.
Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira