Á fjórða hundrað börn komast á beinu brautina eftir meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Fjögur hundruð fjölskyldur hafa tekið þátt í MST meðferð vegna bráðs vímuefna og/eða hegðunarvanda barns. Langflest þeirra eru hætt skaðlegri hegðun eftur fjögurra mánaða meðferð. Mynd/Nordicphotos Rúmlega fjögur hundruð börn á aldrinum12 til 18 ára í alvarlegum hegðunar- og/eða vímuefnavanda hafa byrjað í svokallaðri fjölkerfameðferð (MST) á vegum Barnaverndarstofu. Um þrjú hundruð og fimmtíu þeirra hafa lokið meðferðinni og flest með góðum árangri.Fer fram á heimili barnsins „Ein helsta ástæða þess að Barnaverndarstofa ákvað að innleiða meðferðina hér á landi árið 2008 var að gera meðferð hegðunar- og vímuefnavanda unglinga í nærumhverfi aðgengilega og draga úr þörf fyrir vistun utan heimilis,“ segir Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu.Halldór Hauksson sálfræðingur hjá Barnaverndarstofuvísir/valliHann segir MST miða að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið þurfi ekki neyðarvistun. Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Þerapisti hittir foreldra (og stundum barn) á heimili þeirra eftir samkomulagi og þá hafa foreldrar aðgengi að honum í síma allan sólarhringinn. Meðferðin tekur um fjóra til fimm mánuði.Árangur á öllum sviðum Í nýrri skýrslu til velferðarráðuneytis um árangur MST var skoðaður hópur 218 barna þar sem 18 mánuðir voru liðnir frá lokum meðferðar. Við upphaf meðferðar voru tólf af rúmlega tvö hundruð börnum í skóla eða vinnu. Við lok meðferðar voru 82% þeirra komin í skóla eða vinnu, eða 178 börn. Börn sem beittu ekki ofbeldi eða hótunum um slíkt voru 67 við upphaf meðferðar en 198 í lok meðferðar. Þá notuðu 90% barnanna ekki vímuefni og misnotuðu ekki áfengi eftir meðferðina. Einnig dró umtalsvert úr lögregluafskiptum.Staðan við lok meðferðar er metin út frá upplýsingum frá lögreglu, skóla, foreldrum og starfsmönnum Barnaverndarstofu sem tengjast ekki MST. Vistunum á stofnunum fækkar Halldór segir að undanfarin ár hafi meirihluti þeirra barna sem fá meðferð vegna alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda fengið MST-meðferð á heimilum sínum án þess að vera vistuð utan heimilis. „Það er stefna Barnaverndarstofu að bæta aðgengi að viðeigandi meðferð og fækka vistunum barna utan heimilis,“ segir hann og bendir á að það sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að eingöngu skuli vista barn á stofnun ef það er talin viðeigandi meðferð. Nú dvelja eingöngu þau börn á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum sem eru í mjög mikilli áhættu og geta ekki nýtt sér meðferð í heimaumhverfi. Fyrstu árin spannaði þjónustusvæðið um 100 km fjarlægð frá Reykjavík en frá og með febrúar á þessu ári stendur meðferðin til boða á landinu öllu.Nýtt meðferðarheimili Velferðarráðuneytið hefur nýlega fjallað um tillögur Barnaverndarstofu um breytingar á stofnanameðferð og falið stofnuninni að hefja undirbúning að stofnun nýs meðferðarheimilis svo það megi fjölga í hópi barna sem nýta kosti þess að vera í tengslum við fjölskyldu. „Í meðferð barna og unglinga skiptir mestu máli að styrkja fjölskylduna, það er best gert í nærumhverfi barnsins, hvort sem það er í MST eða á stofnun. “Hvað er MST?Fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda.Meðferð tekur 4 til 5 mánuði.Um 400 fjölskyldur hafa lokið meðferðinni en 80 prósent ljúka henni að jafnaði.Biðtími er stuttur og um 35 til 40 fjölskyldur fá þjónustu á hverjum tíma.MST er talin viðeigandi meðferð þegar vandi barns kemur fram í vímuefnanotkun eða misnotkun áfengis, afskiptum lögreglu, afbrotum eða refsiverðri hegðun. Líkamlegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi gegn öðrum á heimili, í nærumhverfi eða í skóla. Skrópi í skóla eða verulegum skólaerfiðleikum.MST miðar að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið færist ekki á jaðar samfélagsins eða þurfi neyðarvistun.Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Rúmlega fjögur hundruð börn á aldrinum12 til 18 ára í alvarlegum hegðunar- og/eða vímuefnavanda hafa byrjað í svokallaðri fjölkerfameðferð (MST) á vegum Barnaverndarstofu. Um þrjú hundruð og fimmtíu þeirra hafa lokið meðferðinni og flest með góðum árangri.Fer fram á heimili barnsins „Ein helsta ástæða þess að Barnaverndarstofa ákvað að innleiða meðferðina hér á landi árið 2008 var að gera meðferð hegðunar- og vímuefnavanda unglinga í nærumhverfi aðgengilega og draga úr þörf fyrir vistun utan heimilis,“ segir Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu.Halldór Hauksson sálfræðingur hjá Barnaverndarstofuvísir/valliHann segir MST miða að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið þurfi ekki neyðarvistun. Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Þerapisti hittir foreldra (og stundum barn) á heimili þeirra eftir samkomulagi og þá hafa foreldrar aðgengi að honum í síma allan sólarhringinn. Meðferðin tekur um fjóra til fimm mánuði.Árangur á öllum sviðum Í nýrri skýrslu til velferðarráðuneytis um árangur MST var skoðaður hópur 218 barna þar sem 18 mánuðir voru liðnir frá lokum meðferðar. Við upphaf meðferðar voru tólf af rúmlega tvö hundruð börnum í skóla eða vinnu. Við lok meðferðar voru 82% þeirra komin í skóla eða vinnu, eða 178 börn. Börn sem beittu ekki ofbeldi eða hótunum um slíkt voru 67 við upphaf meðferðar en 198 í lok meðferðar. Þá notuðu 90% barnanna ekki vímuefni og misnotuðu ekki áfengi eftir meðferðina. Einnig dró umtalsvert úr lögregluafskiptum.Staðan við lok meðferðar er metin út frá upplýsingum frá lögreglu, skóla, foreldrum og starfsmönnum Barnaverndarstofu sem tengjast ekki MST. Vistunum á stofnunum fækkar Halldór segir að undanfarin ár hafi meirihluti þeirra barna sem fá meðferð vegna alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda fengið MST-meðferð á heimilum sínum án þess að vera vistuð utan heimilis. „Það er stefna Barnaverndarstofu að bæta aðgengi að viðeigandi meðferð og fækka vistunum barna utan heimilis,“ segir hann og bendir á að það sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að eingöngu skuli vista barn á stofnun ef það er talin viðeigandi meðferð. Nú dvelja eingöngu þau börn á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum sem eru í mjög mikilli áhættu og geta ekki nýtt sér meðferð í heimaumhverfi. Fyrstu árin spannaði þjónustusvæðið um 100 km fjarlægð frá Reykjavík en frá og með febrúar á þessu ári stendur meðferðin til boða á landinu öllu.Nýtt meðferðarheimili Velferðarráðuneytið hefur nýlega fjallað um tillögur Barnaverndarstofu um breytingar á stofnanameðferð og falið stofnuninni að hefja undirbúning að stofnun nýs meðferðarheimilis svo það megi fjölga í hópi barna sem nýta kosti þess að vera í tengslum við fjölskyldu. „Í meðferð barna og unglinga skiptir mestu máli að styrkja fjölskylduna, það er best gert í nærumhverfi barnsins, hvort sem það er í MST eða á stofnun. “Hvað er MST?Fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda.Meðferð tekur 4 til 5 mánuði.Um 400 fjölskyldur hafa lokið meðferðinni en 80 prósent ljúka henni að jafnaði.Biðtími er stuttur og um 35 til 40 fjölskyldur fá þjónustu á hverjum tíma.MST er talin viðeigandi meðferð þegar vandi barns kemur fram í vímuefnanotkun eða misnotkun áfengis, afskiptum lögreglu, afbrotum eða refsiverðri hegðun. Líkamlegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi gegn öðrum á heimili, í nærumhverfi eða í skóla. Skrópi í skóla eða verulegum skólaerfiðleikum.MST miðar að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið færist ekki á jaðar samfélagsins eða þurfi neyðarvistun.Meðferðin fer fram á heimili barnsins.
Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira