Á fjórða hundrað börn komast á beinu brautina eftir meðferð Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Fjögur hundruð fjölskyldur hafa tekið þátt í MST meðferð vegna bráðs vímuefna og/eða hegðunarvanda barns. Langflest þeirra eru hætt skaðlegri hegðun eftur fjögurra mánaða meðferð. Mynd/Nordicphotos Rúmlega fjögur hundruð börn á aldrinum12 til 18 ára í alvarlegum hegðunar- og/eða vímuefnavanda hafa byrjað í svokallaðri fjölkerfameðferð (MST) á vegum Barnaverndarstofu. Um þrjú hundruð og fimmtíu þeirra hafa lokið meðferðinni og flest með góðum árangri.Fer fram á heimili barnsins „Ein helsta ástæða þess að Barnaverndarstofa ákvað að innleiða meðferðina hér á landi árið 2008 var að gera meðferð hegðunar- og vímuefnavanda unglinga í nærumhverfi aðgengilega og draga úr þörf fyrir vistun utan heimilis,“ segir Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu.Halldór Hauksson sálfræðingur hjá Barnaverndarstofuvísir/valliHann segir MST miða að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið þurfi ekki neyðarvistun. Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Þerapisti hittir foreldra (og stundum barn) á heimili þeirra eftir samkomulagi og þá hafa foreldrar aðgengi að honum í síma allan sólarhringinn. Meðferðin tekur um fjóra til fimm mánuði.Árangur á öllum sviðum Í nýrri skýrslu til velferðarráðuneytis um árangur MST var skoðaður hópur 218 barna þar sem 18 mánuðir voru liðnir frá lokum meðferðar. Við upphaf meðferðar voru tólf af rúmlega tvö hundruð börnum í skóla eða vinnu. Við lok meðferðar voru 82% þeirra komin í skóla eða vinnu, eða 178 börn. Börn sem beittu ekki ofbeldi eða hótunum um slíkt voru 67 við upphaf meðferðar en 198 í lok meðferðar. Þá notuðu 90% barnanna ekki vímuefni og misnotuðu ekki áfengi eftir meðferðina. Einnig dró umtalsvert úr lögregluafskiptum.Staðan við lok meðferðar er metin út frá upplýsingum frá lögreglu, skóla, foreldrum og starfsmönnum Barnaverndarstofu sem tengjast ekki MST. Vistunum á stofnunum fækkar Halldór segir að undanfarin ár hafi meirihluti þeirra barna sem fá meðferð vegna alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda fengið MST-meðferð á heimilum sínum án þess að vera vistuð utan heimilis. „Það er stefna Barnaverndarstofu að bæta aðgengi að viðeigandi meðferð og fækka vistunum barna utan heimilis,“ segir hann og bendir á að það sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að eingöngu skuli vista barn á stofnun ef það er talin viðeigandi meðferð. Nú dvelja eingöngu þau börn á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum sem eru í mjög mikilli áhættu og geta ekki nýtt sér meðferð í heimaumhverfi. Fyrstu árin spannaði þjónustusvæðið um 100 km fjarlægð frá Reykjavík en frá og með febrúar á þessu ári stendur meðferðin til boða á landinu öllu.Nýtt meðferðarheimili Velferðarráðuneytið hefur nýlega fjallað um tillögur Barnaverndarstofu um breytingar á stofnanameðferð og falið stofnuninni að hefja undirbúning að stofnun nýs meðferðarheimilis svo það megi fjölga í hópi barna sem nýta kosti þess að vera í tengslum við fjölskyldu. „Í meðferð barna og unglinga skiptir mestu máli að styrkja fjölskylduna, það er best gert í nærumhverfi barnsins, hvort sem það er í MST eða á stofnun. “Hvað er MST?Fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda.Meðferð tekur 4 til 5 mánuði.Um 400 fjölskyldur hafa lokið meðferðinni en 80 prósent ljúka henni að jafnaði.Biðtími er stuttur og um 35 til 40 fjölskyldur fá þjónustu á hverjum tíma.MST er talin viðeigandi meðferð þegar vandi barns kemur fram í vímuefnanotkun eða misnotkun áfengis, afskiptum lögreglu, afbrotum eða refsiverðri hegðun. Líkamlegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi gegn öðrum á heimili, í nærumhverfi eða í skóla. Skrópi í skóla eða verulegum skólaerfiðleikum.MST miðar að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið færist ekki á jaðar samfélagsins eða þurfi neyðarvistun.Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Rúmlega fjögur hundruð börn á aldrinum12 til 18 ára í alvarlegum hegðunar- og/eða vímuefnavanda hafa byrjað í svokallaðri fjölkerfameðferð (MST) á vegum Barnaverndarstofu. Um þrjú hundruð og fimmtíu þeirra hafa lokið meðferðinni og flest með góðum árangri.Fer fram á heimili barnsins „Ein helsta ástæða þess að Barnaverndarstofa ákvað að innleiða meðferðina hér á landi árið 2008 var að gera meðferð hegðunar- og vímuefnavanda unglinga í nærumhverfi aðgengilega og draga úr þörf fyrir vistun utan heimilis,“ segir Halldór Hauksson, sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðar- og fóstursviðs hjá Barnaverndarstofu.Halldór Hauksson sálfræðingur hjá Barnaverndarstofuvísir/valliHann segir MST miða að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið þurfi ekki neyðarvistun. Meðferðin fer fram á heimili barnsins. Þerapisti hittir foreldra (og stundum barn) á heimili þeirra eftir samkomulagi og þá hafa foreldrar aðgengi að honum í síma allan sólarhringinn. Meðferðin tekur um fjóra til fimm mánuði.Árangur á öllum sviðum Í nýrri skýrslu til velferðarráðuneytis um árangur MST var skoðaður hópur 218 barna þar sem 18 mánuðir voru liðnir frá lokum meðferðar. Við upphaf meðferðar voru tólf af rúmlega tvö hundruð börnum í skóla eða vinnu. Við lok meðferðar voru 82% þeirra komin í skóla eða vinnu, eða 178 börn. Börn sem beittu ekki ofbeldi eða hótunum um slíkt voru 67 við upphaf meðferðar en 198 í lok meðferðar. Þá notuðu 90% barnanna ekki vímuefni og misnotuðu ekki áfengi eftir meðferðina. Einnig dró umtalsvert úr lögregluafskiptum.Staðan við lok meðferðar er metin út frá upplýsingum frá lögreglu, skóla, foreldrum og starfsmönnum Barnaverndarstofu sem tengjast ekki MST. Vistunum á stofnunum fækkar Halldór segir að undanfarin ár hafi meirihluti þeirra barna sem fá meðferð vegna alvarlegs hegðunar- og vímuefnavanda fengið MST-meðferð á heimilum sínum án þess að vera vistuð utan heimilis. „Það er stefna Barnaverndarstofu að bæta aðgengi að viðeigandi meðferð og fækka vistunum barna utan heimilis,“ segir hann og bendir á að það sé í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að eingöngu skuli vista barn á stofnun ef það er talin viðeigandi meðferð. Nú dvelja eingöngu þau börn á Stuðlum og öðrum meðferðarheimilum sem eru í mjög mikilli áhættu og geta ekki nýtt sér meðferð í heimaumhverfi. Fyrstu árin spannaði þjónustusvæðið um 100 km fjarlægð frá Reykjavík en frá og með febrúar á þessu ári stendur meðferðin til boða á landinu öllu.Nýtt meðferðarheimili Velferðarráðuneytið hefur nýlega fjallað um tillögur Barnaverndarstofu um breytingar á stofnanameðferð og falið stofnuninni að hefja undirbúning að stofnun nýs meðferðarheimilis svo það megi fjölga í hópi barna sem nýta kosti þess að vera í tengslum við fjölskyldu. „Í meðferð barna og unglinga skiptir mestu máli að styrkja fjölskylduna, það er best gert í nærumhverfi barnsins, hvort sem það er í MST eða á stofnun. “Hvað er MST?Fjölkerfameðferð (Multisystemic therapy) er meðferðarúrræði á vegum Barnaverndarstofu fyrir fjölskyldur barna á aldrinum 12 til 18 ára sem glíma við alvarlegan hegðunar- og/eða vímuefnavanda.Meðferð tekur 4 til 5 mánuði.Um 400 fjölskyldur hafa lokið meðferðinni en 80 prósent ljúka henni að jafnaði.Biðtími er stuttur og um 35 til 40 fjölskyldur fá þjónustu á hverjum tíma.MST er talin viðeigandi meðferð þegar vandi barns kemur fram í vímuefnanotkun eða misnotkun áfengis, afskiptum lögreglu, afbrotum eða refsiverðri hegðun. Líkamlegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi gegn öðrum á heimili, í nærumhverfi eða í skóla. Skrópi í skóla eða verulegum skólaerfiðleikum.MST miðar að því að efla bjargráð foreldra og í nærumhverfi, draga úr vandanum og auka styrkleika svo barnið færist ekki á jaðar samfélagsins eða þurfi neyðarvistun.Meðferðin fer fram á heimili barnsins.
Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent