Innlent

Vann rúmar átta milljónir í Víkingalottó

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Viðskiptavinur 10-11 er rúmum átta milljónum ríkari.
Viðskiptavinur 10-11 er rúmum átta milljónum ríkari. vísir/valli
Einn Íslendingur fékk bónusvinning í Víkingalottóinu í kvöld. Hinn heppni var með fimm tölur réttar auk bónustölunnar og fær því tæpar 8.335.000 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur í verslun 10-11 við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði.

Enginn var með allar tölurnar réttar í Jókernum en fjórir voru með fjórar réttar og hljóta hundraðþúsund krónur hver í sinn hlut. Einn miðinn var í áskrift en hinir voru keyptir í N1 Ísafirði og Ártúnshöfða en sá síðasti í Vídeomarkaðnum í Hamraborg í Kópavogi.

Það voru síðan Norðmaður og Dani sem voru með allar aðaltölurnar réttar í Víkingalottóinu og skipta þeir því rúmum 122 milljónum króna jafnt á milli sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×