Fleiri fréttir

„Komum út í smá gróða“

Eigendur Basic House Effect luku við uppgjör vegna Sumargleðinnar í gær og gáfu Barnaspítala Hringsins 100 þúsund krónur.

Átök vegna garðaþjónustu

Lögreglan kölluð til vegna ósættis á milli húseiganda og útlendings sem hafði boðið þjónustu sína við að lagfæra garðinn við húsið.

Hækka verð vegna kjarasamninga

Vísbendingar eru um að nýgerðir kjarasamningar á vinnumarkaði hækki verðlag í landinu. Birgjar eru að hækka verð. "Þetta bentum við á,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna biður um hagræðingu í stað verðhækka

Þriðjungur frumvarpa frá ríkisstjórninni dagar uppi

Af 123 lagafrumvörpum ríkisstjórnarinnar á nýyfirstöðnu þingi voru 90 samþykkt. Á meðal stórra mála sem ekki kláruðust eru húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra. Um helmingur allra frumvarpa verður að lögum.

Ráðherrann vill ekki áfrýja í túlkamálinu

Menntamálaráðherra mælir ekki með því að áfrýja máli þar sem ríkið var dæmt til að greiða fatlaðri stúlku miskabætur og útlagðan kostnað við túlkaþjónustu.

Meira af kókaíni í ár en tvö síðustu ár

Kókaínfíklum hefur ekki fjölgað í meðferð hjá SÁÁ þrátt fyrir aukningu í haldlagningu fíkniefnisins. Neysla á kókaíni dróst saman eftir efnahagshrunið 2008. Yfirlæknir segir að aukin haldlagnin geti þýtt fleiri fíkla í meðferð innan tíðar.

Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist

Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun.

ISIS-liðar hengdir

Dómstóll í Bagdad í Írak hefur dæmt tuttugu og fjóra menn til dauða fyrir morð á hundruðum írakskra hermanna í borginni Tikrit í júní í fyrra.

Vinir á traktor þekkja leyndarmálið á bakvið góða vináttu

Þeir Karl og Grétar hafa verið vinir frá því þeir voru fimm ára gamlir, þeir voru saman í sveit á bænum Valdarási í Húnavatnssýslu og unnu þar sveitastörf. Vináttan er þeim mikils virði og þeir vita vel hvert leyndarmálið á bak við góða vináttu er; einlægni og hjálpfýsi.

Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta

Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá.

Sjá næstu 50 fréttir