Silfurhringur og snældusnúðar meðal þess sem upp hefur komið við Lækjargötu Bjarki Ármannsson skrifar 9. júlí 2015 11:18 Birna Lárusdóttir með tvo af þeim fjórum snældusnúðum sem hafa fundist í uppgreftrinum. Vísir/GVA Ýmis konar minjar hafa fundist í fornleifauppgreftrinum við Lækjargötu, þar sem talið er að skáli hafi staðið á landnámstímanum. Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, segist búast við því að meira komi upp á næstu dögum þegar farið verður að vinna í gólfi skálans. „Við erum að vonast til að fá einhverja gripi eða bein sem við getum aldursgreint nánar,“ segir Lilja Björk. „Þangað til eru svona ákveðnar vísbendingar um að þetta sé frá fyrstu tíð. En það er erfitt að segja svona í miðjum uppgreftri, því ýmislegt á eftir að koma í ljós.“Hrönn Konráðsdóttir skoðar gjóskulög.Vísir/GVAMeðal þess sem komið hefur í ljós í greftrinum eru fjórir snældusnúðar, sá síðasti í gær. Þeir fundust allir í skálanum þegar verið var að hreinsa svokölluð yfirborðslög, lög sem urðu eftir milli þess sem skálinn var yfirgefinn og bærinn Lækjarkot var reistur árið 1799, í burtu.Sjá einnig: Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur„Snældusnúður er notaður til þess að vinna band,“ útskýrir Lilja Björk. „Þeir finnast mjög oft við svona uppgrefti. Þeir geta verið af mismunandi stærð og lögunin getur líka verið örlítið kantaðri. Það er oft talað um að hægt sé að tímasetja út frá stærðinni á gatinu en við förum frekar eftir jarðlögunum sem þetta finnst í. Því svona efni getur verið í notkun í lengri tíma og svolítið erfitt að tímasetja nákvæmlega út frá því.“Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar tvö, mætti á svæðið í gær.Í uppgreftrinum hafa einnig fundist silfurhringur, sem lítið er vitað um að svo stöddu, og nokkur brýni, semsagt búnaður til að brýna hnífa og slíkt. Brýnin eru meðal annars merkileg fyrir þær sakir að þau eru úr innfluttu norsku grjóti, sem hægt er að tímasetja til fyrri hluta landnáms á Íslandi. Gjóskulögin sem finnast í veggjum skálans eru aðallega úr gjósku sem féll árið 871, en tveimur árum getur munað til eða frá. Lilja segir að ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hvort skálinn hafi verið byggður fimmtíu eða tvö hundruð árum á eftir, en tímaramminn mun þrengjast þegar hægt verður að aldurgreina fleiri muni.Skálinn nær nokkurnveginn yfir allt greftrarsvæðið. Hér má sjá móta fyrir eldstæði skálans.Vísir/GVA Tengdar fréttir Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur "Okkur datt ekki í hug að það væri eitthvað þarna,“ segir fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftri við Lækjargötu. 8. júlí 2015 14:30 Grafa upp leifar Lækjarkots Munu vinna í uppgreftri við Lækjargötu fram á sumar. 23. maí 2015 09:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Ýmis konar minjar hafa fundist í fornleifauppgreftrinum við Lækjargötu, þar sem talið er að skáli hafi staðið á landnámstímanum. Lilja Björk Pálsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, segist búast við því að meira komi upp á næstu dögum þegar farið verður að vinna í gólfi skálans. „Við erum að vonast til að fá einhverja gripi eða bein sem við getum aldursgreint nánar,“ segir Lilja Björk. „Þangað til eru svona ákveðnar vísbendingar um að þetta sé frá fyrstu tíð. En það er erfitt að segja svona í miðjum uppgreftri, því ýmislegt á eftir að koma í ljós.“Hrönn Konráðsdóttir skoðar gjóskulög.Vísir/GVAMeðal þess sem komið hefur í ljós í greftrinum eru fjórir snældusnúðar, sá síðasti í gær. Þeir fundust allir í skálanum þegar verið var að hreinsa svokölluð yfirborðslög, lög sem urðu eftir milli þess sem skálinn var yfirgefinn og bærinn Lækjarkot var reistur árið 1799, í burtu.Sjá einnig: Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur„Snældusnúður er notaður til þess að vinna band,“ útskýrir Lilja Björk. „Þeir finnast mjög oft við svona uppgrefti. Þeir geta verið af mismunandi stærð og lögunin getur líka verið örlítið kantaðri. Það er oft talað um að hægt sé að tímasetja út frá stærðinni á gatinu en við förum frekar eftir jarðlögunum sem þetta finnst í. Því svona efni getur verið í notkun í lengri tíma og svolítið erfitt að tímasetja nákvæmlega út frá því.“Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar tvö, mætti á svæðið í gær.Í uppgreftrinum hafa einnig fundist silfurhringur, sem lítið er vitað um að svo stöddu, og nokkur brýni, semsagt búnaður til að brýna hnífa og slíkt. Brýnin eru meðal annars merkileg fyrir þær sakir að þau eru úr innfluttu norsku grjóti, sem hægt er að tímasetja til fyrri hluta landnáms á Íslandi. Gjóskulögin sem finnast í veggjum skálans eru aðallega úr gjósku sem féll árið 871, en tveimur árum getur munað til eða frá. Lilja segir að ekki sé hægt að segja til um það að svo stöddu hvort skálinn hafi verið byggður fimmtíu eða tvö hundruð árum á eftir, en tímaramminn mun þrengjast þegar hægt verður að aldurgreina fleiri muni.Skálinn nær nokkurnveginn yfir allt greftrarsvæðið. Hér má sjá móta fyrir eldstæði skálans.Vísir/GVA
Tengdar fréttir Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur "Okkur datt ekki í hug að það væri eitthvað þarna,“ segir fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftri við Lækjargötu. 8. júlí 2015 14:30 Grafa upp leifar Lækjarkots Munu vinna í uppgreftri við Lækjargötu fram á sumar. 23. maí 2015 09:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Sjá meira
Óvæntur fornleifafundur breytir byggðasögu Reykjavíkur "Okkur datt ekki í hug að það væri eitthvað þarna,“ segir fornleifafræðingur sem stýrir uppgreftri við Lækjargötu. 8. júlí 2015 14:30