Innlent

„Komum út í smá gróða“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Eigendur Basic House Effect luku við uppgjör vegna Sumargleðinnar í gær og gáfu Barnaspítala Hringsins 100 þúsund krónur.
Eigendur Basic House Effect luku við uppgjör vegna Sumargleðinnar í gær og gáfu Barnaspítala Hringsins 100 þúsund krónur.
„Við kláruðum bara að gera upp hátíðina í gær og í ljós kom að við komum út í smá gróða,“ segir Bjarni Hallgrímsson, einn eiganda viðburðarfyrirtækisins Basic House Effect. Fyrirtækið stóð í júní fyrir Sumargleðinni, grunnskólaballi nemenda í áttunda til tíunda bekk, og gaf Barnaspítala Hringsins 100 þúsund króna ágóða af hátíðinni í dag.

Greint var frá því á dögunum að hátíðin hefði undanfarin tvö ár verið auglýst undir formerkjum þess að allur ágóði af henni rynni óskertur til Barnaspítala Hringsins. Forsvarsmenn kvenfélags Hringsins sögðust þó ekkert kannast við viðburðinn. Ekkert fé hefði runnið til félagsins og gaf Bjarni þær skýringar að hátíðin hefði aldrei komið út í gróða. Hann hefði stórtapað á henni í fyrra og í ár hefði hún komið út á núlli. Ballið hafi aldrei verið styrktarball sem slíkt.

„Við höfðum bara miðað við mætingu og annað og töldum því að enginn ágóði hefði verið af hátíðinni. Þannig að þetta kom okkur á óvart en við erum ánægðir með þetta og vonumst til að geta margfaldað þessa upphæð á næsta ári,“ útskýrir Bjarni.

„Við töluðum við Hringinn og þarna var bara um misskilning að ræða. Við höfðum látið spítalann sjálfan vita af þessu öllu saman en vissum ekki að við þyrftum að hafa sérstaklega samband við góðgerðarfélag Hringsins. Þannig að í dag eru allir sáttir og ætlum að halda áfram samstarfi okkar við Hringinn,“ bætir hann við.

Í dag gáfum við Barnaspítala Hringsins gjöf!Þó gjöfin hafi ekki verið sú stærsta telur allt og vonumst við svo...

Posted by Basic House Effect on 9. júlí 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×