Hækka verð vegna kjarasamninga Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Nýir kjarasamningar virðast hækka verð birgja. vísir/valli Mjög margir birgjar hafa hækkað verð hjá sér á síðustu dögum. Ástæðan er nýgerðir kjarasamningar launafólks við Samtök atvinnulífsins, hækkun á flutningskostanaði og hækkandi rafmagnsverð. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir nýgerða kjarasamninga geta haft áhrif á verðbólguna og minnkað kaupmátt almennings.„Það er ljóst að þeir kjarasamningar sem undirritaðir voru fyrir skömmu fara talsvert út fyrir það svigrúm sem er til launahækkana og því hætt við því að af þeim hljótist áhrif á verðbólguna,“ segir Þorsteinn. Alls hafa sautján birgjar hækkað verð hjá sér frá 20. júní. Flestir segja skýringuna vera hækkun launa og nýgerða kjarasamninga. Þetta kemur fram í lista Neytendasamtakanna. Listinn er ekki tæmandi því birgjar og verslanir þurfa ekki að senda tilkynningu á opinberan aðila þegar um verðhækkanir er að ræða.Þuríður Hjartardóttir Framkvæmdastjóri NeytendasamtakannaÞuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að þessum hækkunum hefði mátt búast við að einhverju leyti. „Menn eru að bera fyrir sig kjarasamninga og það var svo sem fyrirséð og spáð að kjarasamningarnir myndu hafa áhrif á vöruverð. Einnig höfum við verið að sjá skýringar á borð við hækkun flutningskostnaðar og hækkun rafmagnsverðs sem mögulega skýringu,“ segir Þuríður. Í vor lögðu tugir þúsunda launamanna niður vinnu til að krefjast hærri launa. Samtök atvinnulífsins héldu því fram að ekki væri svigrúm til svo mikilla launahækkana. Þær myndu þýða aukna verðbólgu og hækkun verðlags í landinu. Nú eru vísbendingar um að þau varnaðarorð hafi verið á rökum reist. „Síðustu vísitölumælingar hafa sýnt lága verðbólgu. Þessar hækkanir munu koma í ljós í lok júlí þegar næstu tölur koma frá Hagstofunni. Við spáum því að það verði meiri breytingar á verðbólgunni þá sem hefur áhrif á vöruverð og verðtryggð lán heimilanna. Þannig mun þetta vinda upp á sig og launahækkanir bíta í skottið á sér. Það skiptir máli að hagræða frekar en að hækka verð á vörum. Það mun verða þungt ef á að skella allri launahækkun út í vöruverð,“ segir Þuríður. Þorsteinn segist einnig vona að verslanir og fyrirtæki hagræði í rekstri. „Við bindum vonir til að verðbólguáhrif verði eins lítil og kostur er og að fyrirtæki leiti allra annarra leiða en að bregðast við með kostnaðarhækkunum. Þessi hætta er hins vegar mjög skýr og er fyrir hendi. Þetta bentum við á. Til þess að verðlag sé stöðugt verða kjarasamningar að vera ábyrgir og unnir innan þess svigrúms sem er til launabreytinga. Þessir samningar voru það ekki,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Mjög margir birgjar hafa hækkað verð hjá sér á síðustu dögum. Ástæðan er nýgerðir kjarasamningar launafólks við Samtök atvinnulífsins, hækkun á flutningskostanaði og hækkandi rafmagnsverð. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir nýgerða kjarasamninga geta haft áhrif á verðbólguna og minnkað kaupmátt almennings.„Það er ljóst að þeir kjarasamningar sem undirritaðir voru fyrir skömmu fara talsvert út fyrir það svigrúm sem er til launahækkana og því hætt við því að af þeim hljótist áhrif á verðbólguna,“ segir Þorsteinn. Alls hafa sautján birgjar hækkað verð hjá sér frá 20. júní. Flestir segja skýringuna vera hækkun launa og nýgerða kjarasamninga. Þetta kemur fram í lista Neytendasamtakanna. Listinn er ekki tæmandi því birgjar og verslanir þurfa ekki að senda tilkynningu á opinberan aðila þegar um verðhækkanir er að ræða.Þuríður Hjartardóttir Framkvæmdastjóri NeytendasamtakannaÞuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir að þessum hækkunum hefði mátt búast við að einhverju leyti. „Menn eru að bera fyrir sig kjarasamninga og það var svo sem fyrirséð og spáð að kjarasamningarnir myndu hafa áhrif á vöruverð. Einnig höfum við verið að sjá skýringar á borð við hækkun flutningskostnaðar og hækkun rafmagnsverðs sem mögulega skýringu,“ segir Þuríður. Í vor lögðu tugir þúsunda launamanna niður vinnu til að krefjast hærri launa. Samtök atvinnulífsins héldu því fram að ekki væri svigrúm til svo mikilla launahækkana. Þær myndu þýða aukna verðbólgu og hækkun verðlags í landinu. Nú eru vísbendingar um að þau varnaðarorð hafi verið á rökum reist. „Síðustu vísitölumælingar hafa sýnt lága verðbólgu. Þessar hækkanir munu koma í ljós í lok júlí þegar næstu tölur koma frá Hagstofunni. Við spáum því að það verði meiri breytingar á verðbólgunni þá sem hefur áhrif á vöruverð og verðtryggð lán heimilanna. Þannig mun þetta vinda upp á sig og launahækkanir bíta í skottið á sér. Það skiptir máli að hagræða frekar en að hækka verð á vörum. Það mun verða þungt ef á að skella allri launahækkun út í vöruverð,“ segir Þuríður. Þorsteinn segist einnig vona að verslanir og fyrirtæki hagræði í rekstri. „Við bindum vonir til að verðbólguáhrif verði eins lítil og kostur er og að fyrirtæki leiti allra annarra leiða en að bregðast við með kostnaðarhækkunum. Þessi hætta er hins vegar mjög skýr og er fyrir hendi. Þetta bentum við á. Til þess að verðlag sé stöðugt verða kjarasamningar að vera ábyrgir og unnir innan þess svigrúms sem er til launabreytinga. Þessir samningar voru það ekki,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira