Fleiri fréttir

Pútín fór fyrr af G20 fundinum

„Ég þarf fjögurra tíma svefn áður en ég mæti aftur til vinnu í Moskvu,“ sagði Rússlandsforesti um ástæður þess að hann yfirgæfi fundinn.

Sammæltust um að þrýsta á Rússa

Leiðtogar Bandaríkjanna, Japans og Ástralíu voru sammála um að standa saman í kröfu sinni um að Rússar hættu afskiptum á Krímskaga.

Kölluð gleðikona því hún er frá Póllandi

Innflytjendur í Reykjavík upplifa töluverða fordóma í sinn garð og telja nauðsynlegt að efla fræðslu í þeim efnum í skólum og á vinnustöðum borgarinnar. Þetta er meðal þess sem kom fram á Fjölmenningarþingi sem haldið var í ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Gagnrýnir bréf formanns BHM

Guðmundur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir sérstakt að forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði og formaður Bandalags háskólamanna hafi sent frá sér bréf vegna Fiskistofu.

„Helmingurinn af storminum er ekki kominn fram“

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja að umræða um álit umboðsmanns Alþingis um samskipti innanríkisráðherra og lögreglustjóra í lekamálinu geti skaðað ráðherrann enn frekar sama hver niðurstaðan verður. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur þegar ákveðið að boða ráðherrann á fund nefndarinnar þegar álitið liggur fyrir.

Cosby afboðar sig eftir ásakanir um nauðganir

Búið er að afboða komu Bill Cosby, leikara og grínista, í sjónvarpsþáttinn Late Show með David Letterman á CBS. Talið er að það tengist ásökunum um kynferðislegt ofbeldi og nauðgunum.

Geimfarið náði að senda gögnin

Geimfarið sem lenti á halastjörnunni sem fengið hefur nafnið P67 rétt náði að senda annan skammt af upplýsingum til jarðar í morgun áður en sambandið rofnaði, tímabundið í hið minnsta.

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd boðar Hönnu Birnu á sinn fund

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur ákveðið að taka fyrirhugað álit umboðsmanns Alþingi á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu til umfjöllunar og boða ráðherra á fund nefndarinnar. Umræða hefur verið meðal stjórnarþingmanna um að nauðsynlegt sé að einstakir ráðherrar hafi stólaskipti.

Ætla að opna rússneska Wikipedia

Forsetabókasafnið í Moskvu í Rússlandi áætlar að opna rússneska útgáfu af alfræðivefsíðunni Wikipedia til þess að tryggja að borgarar hafi aðgang að "ítarlegri og áreiðanlegri upplýsingum“ um land þeirra.

Borgin lét Búseta fá verðmætar lóðir án útboðs

Reykjavíkurborg hefur afhent Búseta nokkrar lóðir undir hundruð íbúða í borginni án útboðs. Markaðsvirði þessara lóða hleypur á hundruðum milljóna króna. Borgarstjóri segir þetta gert til að ná markmiðum um fjölgun leigu- og búseturéttaríbúða í borginni.

Dregið verulega úr skjálftavirkni við Bárðarbungu

Töluvert hefur dregið úr virkni við Bárðarbunguöskjuna undanfarin sólahring, þrátt fyrir að stærsti skjálftinn síðastliðin sólahring hafi mælst 5,4 af stærð við suðurbrún öskjunnar.

Cameron krefur Putín um svör

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands segist ætla krefja Vladimir Putín, forseta Rússlands svara við því, hvers vegna Rússum virðist ómögulegt að virða vopnahléið í Úkraínu.

Vilja útrýma ebólu

Leiðtogar G20-ríkjanna hafa tekið höndum saman til að reyna stöðva útbreiðslu ebólufaraldursins. Einnig er markmiðið að útrýma sjúkdómnum.

Velferðarkerfið er á tímamótum

Stella K. Víðisdóttir var sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar í átta ár og segir nauðsynlegt að innleiða nýja hugsun í velferðarþjónustu.

Framsóknarterta tollarans

Guðbjörn Guðbjörnsson yfirtollvörður er svo þakklátur Framsóknarflokkinn vegna skuldaniðurfellinganna að hann lét baka tertu honum til heiðurs.

Sjá næstu 50 fréttir