Innlent

Fíknaefnasali handtekinn

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann fíkniefni við húsleit í austurhluta Reykjavíkur í fyrradag. Karlamaður á þrítugsaldri var handtekinn og viðurkenndi hann að fíkniefniefnin, verulegt magn af kannabisefnum, hefðu verið ætluð til sölu. Aðgerð lögreglunnar var liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann, 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×