Innlent

Bjarni mælir fyrir fjárlagafrumvarpinu

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar þegar fyrsta umræða um frumvarpið hófst á Alþingi í morgun. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að ríkissjóður skili 500 milljón króna hagnaði á næsta ári.

Bjarni sagði mikilvægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. „Brýnasta viðfangsefni ríkisfjármálanna er að vinna bug á hallarekstri og skuldasöfnun ríkissjóðs,“ sagði Bjarni. Hann benti á að frá árinu 2010 hefur ríkissjóður greitt 50 milljarða í vexti af lánum sem voru tekin til að endurfjármagna viðskiptabankanna eftir hrun.

Bjarni sagði að síðustu ár hafi verið ár samfelldra skattahækkana og nú verði snúið frá þeirri þróun. Stuðningur verði aukinn við lífeyrisþega og vörður staðinn um barna- og vaxtabætur. „Þrátt fyrir mikið aðhald og sparnað er það ásetningur ríkisstjórnarinnar að standa vörð um velferðarkerfið,“ sagði Bjarni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×