Innlent

Sást þú ljósleitan jeppa við Rauðhóla 21. september?

Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir bifreið sem á að hafa ekið um Heiðmerkurveg við Rauðhóla ofan Reykjavíkur, skammt frá Suðurlandsvegi, 21. september síðastliðinn á milli klukkan 00:30 og 02:00.

Í tilkynningu frá lögreglu er talið að bifreiðin sé hvít eða ljósleit jeppabifreið, hugsanlega Toyota Land Cruiser 100. Bifreiðinni mun hafa verið ekið inn á útskot eða bifreiðastæði við Rauðhóla og lýst upp rauða fólksbifreið sem lagt var á malarslóða útfrá bifreiðastæðinu.

Lögreglan vill ná tali af þeim sem þarna voru á ferð og biður viðkomandi að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum í síma 420-1700.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×