Fleiri fréttir

Ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann

Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum.

Minningarmyndband um kærustu Oscar Pistorius

Reevu Steenkamp, kærustu Oscar Pistorius sem lét lífið af völdum skotsára á föstudag, var minnst í mínútulöngu myndbandi í upphafi raunveruleikaþáttar í Suður-Afríku á laugardagskvöld.

19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut

Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini.

Hoppuðu á bíla og brutu rúðu

Lögreglunni á Suðurnesjum barst aðfaranótt sunnudags tilkynning um tvo menn sem voru að gera að leik sínum að hoppa á bíla fyrir utan skemmtistað í umdæminu. Fór svo að annar piltanna, sem eru um og yfir tvítugt, braut framrúðu bifreiðar í látunum.

Fjöruverðlaunin afhent á sunnudag

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, mun afhenda Fjöruverðlaunin 2013 á konudaginn, næstkomandi sunnudag, klukkan ellefu. Vigdís mun jafnframt halda stutta ræðu og segja frá félagsskap kvenkyns þjóðarleiðtoga. Þá verða pallborðsumræður um stöðu kvenna í listum. Konur úr ólíkum listgreinum munu taka þátt í þeim.

„Herra Bláskjár“ látinn

Petro Vlahos, maðurinn sem fullkomnaði blá- og grænskjástæknina, er allur. Frá þessu greinir fréttastofa BBC.

Richard Briers allur

Breski leikarinn Richard Briers, sem gat sér gott orð fyrir leik í gamanþáttunum The Good Life og Hálandahöfðingjanum (Monarch of the Glen), sem sýndur var á Rúv, er látinn 79 ára að aldri.

Móðir barnamorðingja varar við reynslulausn

Jeannine Dutroux, 78 ára gömul móðir belgíska barnamorðingjans Marc Dutroux varar dómstóla við því að veita syni sínum reynslulausn, og telur miklar líkur á að hann brjóti aftur af sér.

Skot hljóp úr byssu hjá Pistorius á veitingastað

Oscar Pistorius, sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína síðastliðinn föstudag, var nærri því að slasa vin sinn með byssuskoti að því er Suður-Afrískir fjölmiðlar greina frá.

Þrjú orðuð við varaformannsstól VG

Ljóst er að forysta Vinstri grænna tekur nú breytingum eftir að Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins tilkynnti um helgina að hann myndi ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku.

Brotist inn í Grunnskóla Grindavíkur

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í gær tilkynning um innbrot í Grunnskóla Grindavíkur og þjófnað á eigum golfklúbbs á Suðurnesjum.

Hugo Chavez snýr aftur til Venesúela

Forseti Venesúela, Hugo Chavez, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir að hafa dvalið á Kúbu í þrjá mánuði þar sem hann gekkst undir krabbameinsmeðferð.

Keyrt á hjólreiðamann

Hjólreiðamaður í Keflavík varð fyrir bifreið um áttaleytið í morgun. Tildrög slyssins voru þau að maðurinn var að hjóla framhjá gatnamótum þegar bifreiðinni var ekið inn á þau.

Fyrst konan á ráspól

Var einnig fyrsta konan til að vinna IndyCar kappakstur og er sigursælasta kappaksturskona Bandaríkjanna.

Sterar á heimili Pistorius

Sterar fundust á heimili spretthlauparans Oscar Pistorius, sem grunaður er um morð á kærustu sinni, Reeva Steenkamp.

Nýi 10 þúsund króna seðillinn kemur með lóunni

Hönnun nýs 10 þúsund króna seðils er lokið og verður hann settur í umferð á þessu ári. Þetta staðfestir Már Guðmundsson Seðlabankastjóri í samtali við Ruv.is og segir seðilinn væntanlegan til landsins í vor, um svipað leyti og lóan.

Kántrísöngkona sviptir sig lífi

Unnendur sveitatónlistar í Bandaríkjunum eru harmi slegnir eftir sjálfsvíg söngkonunnar Mindy McCready, en hún fannst látin á heimili sínu í gær eftir að hafa skotið sig í höfuðið.

Knútur til sýnis á ný

Ísbjörninn Knútur hefur verið stoppaður upp og verður framvegis til sýnis á Náttúruminjasafninu í Berlín.

Nota sömu aðferðir og tóbaksfyrirtækin

Stóru fjölþjóðlegu matvælafyrirtækin beita afli sínu óspart til að hafa áhrif á opinberar reglur um matvælaframleiðslu. Breska læknatímaritið Lancet sakar þau um að grafa undan heilbrigðismarkmiðum til að geta grætt á óhollustufæði sínu.

Um 3.000 ný störf í Reykjavík frá 2010

Atvinnuleysi í Reykjavík lækkaði um rúm tvö prósent á milli áranna 2010 og 2011. Störfum í höfuðborginni hefur fjölgað um 3.000 frá 2010 til 2012. Flest störfin hafa orðið til á almennum vinnumarkaði. Atvinnuleysið er mest í Breiðholti.

Ráðherra hitti munaðarlaus börn

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra heimsótti í gær barnaheimili í Kolkata á Indlandi sem hefur átt í miklu og góðu samstarfi við Íslenska ættleiðingu (ÍÆ). Frá heimilinu hafa 160 indversk börn verið ættleidd til Íslands.

Apótekin hugsanleg neyslurými

Velferðarráðherra og formaður velferðarnefndar Alþingis segja að til greina komi að skoða þörfina á svokölluðu neyslurými fyrir sprautufíkla.

Metfjöldi útlendinga í fangelsi

Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar setið inni í fangelsum á Íslandi og í fyrra. Á árinu 2012 sat 91 útlendingur af sér dóm, samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun.

Loðnuskipin bíða átekta undan Ingólfshöfða

Loðnuskipin eru nú öll að hópast að Ingólfshöfða í von um að geta hafið veiðar í dag eftri brælu um helgina. Skipin þurftu meira og minna að halda sjó um helgina og fer nú að vanta loðnu í landvinnsluna. Loðnan heldur sig nú á grunnsævi og eu skipin mjög nálægt landi.

Fíkniefnaakstur orðinn algengari en ölvunarakstur

Ökumaður var tekinn úr umferð á Miklubraut í Reyjavík í nótt, þar sem hann reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, sem vart þykir lengur til tíðinda, nema hvað engin var tekinn fyrir ölvunarakstur.

Meira flutt út af hrossakjöti en selst hér

Útflutningur á hrossakjöti nær þrefaldaðist milli áranna 2011 og 2012. Mikil eftirspurn er eftir kjötinu og kostnaður gerir hrossahald erfitt, segir Hulda Geirsdóttir, framkvæmdastjóri Félags hrossabænda.

Bótasvik allt að 3,4 milljarðar

Ríkisendurskoðun áætlar að bótasvik í almannatryggingakerfinu geti numið allt að 3,4 milljörðum króna á ári.

Reyndi að bjarga félaga sínum úr fangaklefa

Lögregla tók ungan ökumann úr umferð á Selfossi upp úr miðnætti, þar sem hann reyndist ofurölvi og auk þess réttindalaus. Var hann vistaðaur í fangageymslu til að sofa úr sér.

Íbúar slökktu eld í gasgrilli

Íbúar í húsi í Hvarfahverfinu kölluðu á slökkviliðið í gærkvöldi þar sem þar hafði kviknað í grilli. Þeim hafði tekist að slökkva eldinn áður en liðið kom, en þar sem gaskúturinn var farinn að hitna, tæmdu slökkviliðsmenn hann til öryggis.

Sjá næstu 50 fréttir