Ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2013 16:27 Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki staddur á skrifstofu Strætó þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir málið ekki hafa verið tekið fyrir innanhúss enn sem komið er. Ekki sé rétt, eins og haft var eftir leikskólakennara Barónsborgar í fyrri frétt Vísis af málinu, að samningur væri í gildi á milli Reykjavíkurborgar og Strætó varðandi leikskólana. Reynir segir Strætó að fyrra bragði hafa boðið kennurum í leikskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma með nemendur í strætó endurgjaldslaust utan annatíma. „Ég ætla svo sem ekkert að ætla að þessar ágætu konur hafi viljandi tekið gömul skírteini, en einhverra vegna voru þau með gömul skírteini," segir Reynir. Hann telur vagnstjórann sjálfsagt ekki hafa séð ástæðu til annars en að benda þeim á að skírteinin væru ógild. „Það er í hans verkahring að gera það eins og við hverja aðra farþega," segir Reynir sem segir að vagnstjórinn hefði átt að hafa samband við stjórnstöð þegar málið kom upp. Vagnstjórar hafi fyrirmæli þess efnis en hann viti ekki hvort hann hafi gert það eður ei. Í frétt á Vísi fyrr í dag hafði leikskólakennarinn Kolbrún Harðardóttir að orði að vagnstjórinn hefði reynt að ná sambandi við skrifstofu Strætó. „Að sama skapi hefðu fóstrurnar á Barónsborg átt að sjá til þess að þær væru með gild leikskólakort. Mér finnst ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann. Mér finnst það ósanngjarnt. Ég er samt ekki að segja að hann hefði ekki mátt athuga málið betur. Þú vísar ekki svo auðveldlega frá fólki með fullt af börnum í farteskinu," segir Reynir og bætir við að um storm í vatnsglasi sé að ræða að hans mati. Reynir minnir á að fram til ársins 2009 hafi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu greitt fyrir þjónustu Strætó. Þá hafi fyrirtækið boðið leikskólunum að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust eftir klukkan níu á morgnana og fram til klukkan þrjú á daginn. Þó hafi komið upp hafa tilfelli þar sem hópar hafi ekki séð ástæðu til þess að fara eftir reglunum. „Þess vegna hefur þurft að vísa fólki frá vegna þess að það hefur ekki verið pláss í vagninum," segir Reynir um tilraunir til þess að fara með hópa endurgjaldslaust á annatíma. Hann segir málið í dag sérstaklega leiðinlegt barnanna vegna. „Þau eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vagnstjórinn og þessar ágætu fóstrur klikka í sínum skyldustörfum. Afleiðingin er sú að börnin verða fyrir því og það er kjánalegt." Tengdar fréttir 19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki staddur á skrifstofu Strætó þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir málið ekki hafa verið tekið fyrir innanhúss enn sem komið er. Ekki sé rétt, eins og haft var eftir leikskólakennara Barónsborgar í fyrri frétt Vísis af málinu, að samningur væri í gildi á milli Reykjavíkurborgar og Strætó varðandi leikskólana. Reynir segir Strætó að fyrra bragði hafa boðið kennurum í leikskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma með nemendur í strætó endurgjaldslaust utan annatíma. „Ég ætla svo sem ekkert að ætla að þessar ágætu konur hafi viljandi tekið gömul skírteini, en einhverra vegna voru þau með gömul skírteini," segir Reynir. Hann telur vagnstjórann sjálfsagt ekki hafa séð ástæðu til annars en að benda þeim á að skírteinin væru ógild. „Það er í hans verkahring að gera það eins og við hverja aðra farþega," segir Reynir sem segir að vagnstjórinn hefði átt að hafa samband við stjórnstöð þegar málið kom upp. Vagnstjórar hafi fyrirmæli þess efnis en hann viti ekki hvort hann hafi gert það eður ei. Í frétt á Vísi fyrr í dag hafði leikskólakennarinn Kolbrún Harðardóttir að orði að vagnstjórinn hefði reynt að ná sambandi við skrifstofu Strætó. „Að sama skapi hefðu fóstrurnar á Barónsborg átt að sjá til þess að þær væru með gild leikskólakort. Mér finnst ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann. Mér finnst það ósanngjarnt. Ég er samt ekki að segja að hann hefði ekki mátt athuga málið betur. Þú vísar ekki svo auðveldlega frá fólki með fullt af börnum í farteskinu," segir Reynir og bætir við að um storm í vatnsglasi sé að ræða að hans mati. Reynir minnir á að fram til ársins 2009 hafi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu greitt fyrir þjónustu Strætó. Þá hafi fyrirtækið boðið leikskólunum að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust eftir klukkan níu á morgnana og fram til klukkan þrjú á daginn. Þó hafi komið upp hafa tilfelli þar sem hópar hafi ekki séð ástæðu til þess að fara eftir reglunum. „Þess vegna hefur þurft að vísa fólki frá vegna þess að það hefur ekki verið pláss í vagninum," segir Reynir um tilraunir til þess að fara með hópa endurgjaldslaust á annatíma. Hann segir málið í dag sérstaklega leiðinlegt barnanna vegna. „Þau eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vagnstjórinn og þessar ágætu fóstrur klikka í sínum skyldustörfum. Afleiðingin er sú að börnin verða fyrir því og það er kjánalegt."
Tengdar fréttir 19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Sjá meira
19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07