Innlent

Metfjöldi útlendinga í fangelsi

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Meirihluti erlendra fanga sem eru hér á landi eru ekki búsettir á Íslandi. Mynd/Anton
Meirihluti erlendra fanga sem eru hér á landi eru ekki búsettir á Íslandi. Mynd/Anton
Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar setið inni í fangelsum á Íslandi og í fyrra. Á árinu 2012 sat 91 útlendingur af sér dóm, samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun. Á sama tíma og útlendingum í fangelsum fjölgar hér á landi dregst fjöldi erlendra ríkisborgara saman. Árið 2010 voru þeir 21.701, árið 2011 21.143 og í fyrra var talan komin niður í 20.957. Þetta gerir fækkun um 744 einstaklinga á tveimur síðustu árum. Árið 2011 voru 89 erlendir fangar á landinu, sem var líka fjöldamet, og árið þar áður voru þeir 62. Hlutfall fanga sem ekki eru búsettir hér á landi hefur þó farið lækkandi síðasta áratug og helst nú í rúmum 60 prósentum. Til samanburðar má geta þess að árið 2000 voru sjö erlendir fangar á landinu, þar af voru sex sem ekki bjuggu hér, eða 85 prósent. Árið 2005 voru 33 af 37 útlendingum í steininum búsettir annars staðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×