Innlent

Metfjöldi útlendinga í fangelsi

Sunna Valgerðardóttir skrifar
Meirihluti erlendra fanga sem eru hér á landi eru ekki búsettir á Íslandi. Mynd/Anton
Meirihluti erlendra fanga sem eru hér á landi eru ekki búsettir á Íslandi. Mynd/Anton

Aldrei hafa fleiri erlendir ríkisborgarar setið inni í fangelsum á Íslandi og í fyrra. Á árinu 2012 sat 91 útlendingur af sér dóm, samkvæmt nýjustu tölum frá Fangelsismálastofnun. Á sama tíma og útlendingum í fangelsum fjölgar hér á landi dregst fjöldi erlendra ríkisborgara saman. Árið 2010 voru þeir 21.701, árið 2011 21.143 og í fyrra var talan komin niður í 20.957. Þetta gerir fækkun um 744 einstaklinga á tveimur síðustu árum. Árið 2011 voru 89 erlendir fangar á landinu, sem var líka fjöldamet, og árið þar áður voru þeir 62. Hlutfall fanga sem ekki eru búsettir hér á landi hefur þó farið lækkandi síðasta áratug og helst nú í rúmum 60 prósentum. Til samanburðar má geta þess að árið 2000 voru sjö erlendir fangar á landinu, þar af voru sex sem ekki bjuggu hér, eða 85 prósent. Árið 2005 voru 33 af 37 útlendingum í steininum búsettir annars staðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.