Meira flutt út af hrossakjöti en selst hér Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 18. febrúar 2013 06:45 Gríðarleg aukning í framleiðslu á hrossakjöti varð á milli áranna 2011 og 2012. Mikil eftirspurn erlendis og hækkandi kostnaður við hestahald skýra framleiðsluaukninguna. Mynd/GVA Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“ Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Sjá meira