Meira flutt út af hrossakjöti en selst hér Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 18. febrúar 2013 06:45 Gríðarleg aukning í framleiðslu á hrossakjöti varð á milli áranna 2011 og 2012. Mikil eftirspurn erlendis og hækkandi kostnaður við hestahald skýra framleiðsluaukninguna. Mynd/GVA Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Sjá meira