Meira flutt út af hrossakjöti en selst hér Björn Þór Sigbjörnsson skrifar 18. febrúar 2013 06:45 Gríðarleg aukning í framleiðslu á hrossakjöti varð á milli áranna 2011 og 2012. Mikil eftirspurn erlendis og hækkandi kostnaður við hestahald skýra framleiðsluaukninguna. Mynd/GVA Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“ Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Gríðarleg aukning varð í framleiðslu á hrossakjöti á Íslandi á síðasta ári og útflutningur á hrossakjöti þrefaldaðist nánast á milli ára. Meira hrossakjöt er flutt úr landi en selt er hérlendis. Kjötið er aðallega selt til Rússlands, Ítalíu, Sviss og Frakklands þar sem hefð er fyrir hrossakjötsáti, að sögn Huldu Geirsdóttur hjá Félagi hrossabænda. "Mest af kjötinu fer á markað erlendis, nema kannski folaldakjötið,“ segir hún um útflutninginn. Árið 2012 voru framleidd 1.500 tonn af hrossakjöti samanborið við 878 tonn árið 2011. Breytingin milli ára nemur 71,1 prósent. Sala á hrossakjöti hérlendis jókst jafnframt milli áranna 2011 og 2012, um 23,3 prósent, en sala á íslensku hrossakjöti erlendis jókst um heil 180,9 prósent og nam í fyrra 875,6 tonnum miðað við 311,7 árið 2011. Ástæðuna fyrir þessari miklu aukningu í bæði framleiðslu og sölu segir Hulda vera aukinn kostnað við að halda reiðhesta og gríðarlega eftirspurn eftir afurðinni. "Til dæmis er mikil ásókn nú í að slátra því það er dýrt að halda hross. Það getur jafnvel verið töluverð bið í að koma hrossi í slátrun en markaðurinn er til staðar.“ Spurð hvort hross séu einhvers staðar ræktuð sérstaklega til manneldis á Íslandi segir Hulda fáa bændur standa í því. "Það er þó kannski sérstaklega á svæðum þar sem bændur hafa mikið land og stór stóð.“ Meðfram slíkri ræktun er þó oftast reiðhestaræktun enda er hesturinn aðallega álitinn tómstundagaman meðal Íslendinga. Hulda bendir hins vegar á að hrossakjöt sé góð hliðarafurð með reiðhestaræktun og nauðsynleg til þess að halda gæðum í reiðhestarækt. "Ef maður ber þetta saman við aðrar búgreinar þá er ekkert að fá upp úr því að rækta hross fyrir kjötframleiðslu. Menn eru ekki í því til að lifa á því,“ segir hún. Íslenskar hestaafurðir gæðavottaðarHulda Geirsdóttir.Fréttir hafa borist um að lyf sem hættuleg gætu reynst mönnum hafi fundist í hrossaskrokkum í Bretlandi.Kjötið af skrokkunum kann að hafa verið unnið og selt í matvæli víðar í Evrópu. Hulda Geirsdóttir segir íslenska hesta ekki fá mikið af lyfjum. Hérlendis gildi strangar reglur og til sé gagnagrunnur sem geymir lyfjaskráningar hesta. Þeim hestum sem gefin hafa verið tiltekin lyf má ekki slátra. Hulda bendir þó á að útvötnunartími sé á flestum lyfjum sem gefin eru hestum. "Kjötinu þarf að fylgja vottun um að það sé í lagi og sú vottun fæst úr gagnagrunninum.“
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira